Ég fékk að henda hér inn heimilislausu greininni minni um Camaro vegna þess að menn voru að spyrja hvar væri hægt að nálgast hana.
Í September árið 1966 var ný bifreið kynnt til sögunnar frá General Motors, Chevrolet Camaro.
Ný hönnun var notuð, sjálfberandi skel með boltaðri hálfgrind að framan með gormum, sem var ekki í öðrum GM bílum og einblaða fjöðrum að aftan og var hann boðinn í tveimur gerðum, sedan hardtop og blæjubíll.
Var um að ræða alveg nýja hönnun og upp úr henni voru þrír bílar hannaðir, : Camaro, Pontiac Firebird og 1968 kom ný Chevy Nova.
Fastbaktýpa var grunnhönnuð en GM ákvað að hafa aðeins tvær grunntýpur, hönnuðum til mikilla vonbrigða.
Hugmyndin með Camaro var að kaupandinn hannaði sjálfur bílinn enda var “aðeins” um 80 verksmiðjusérpantanir (factory options) í boði og ef það var ekki nóg var um 40 söluaðilasérpantanir (dealer installations) fáanlegar hjá ýmsum umboðum, takk fyrir!
Þetta þýddi að þú gast gengið inn í söluumboð, pantað bíl og byrjað að hlaða aukahlutum á ódýrustu gerðina sem var hardtop 6 sýlindra 230cu.in. 140hp. sem kostaði þá 2466$ og hins vegar ódýrasti blæjubílinn (2704$).
Hægt var að velja um t. d.: 8 mismunandi vélar (230-396cu.in.140-375hp), 5 mism. gírkassa, 2 teg. hásingar (10 og 12 bolta) læst eða ólæst drif, 4 tegundir innréttinga (standard eða custom interior með bekk eða stólum), rafmagn í rúðum o.fl o.fl.
Hérna er linkur á frétt um fyrsta Camaroinn sem var smíðaður :
http://www.camaronews.com/camaro-videos/first-camaro-ever-built-n100001-found-and-restored/ Allar sérpantanir voru með RPO (Regular Production Option) númeri, til dæmis: Rally Sport (RS) var RPO Z22, Super Sport (SS) var RPO Z27 og Z28 var einfaldlega RPO númerið fyrir þá sérpöntun og munaði engu að Z-28 héti Cheetah en á síðustu stundu var hætt við og RPO númerið einfaldlega valið, hérna eru smá upplýsingar um ´67 árg.
http://www.holisticpage.com/camaro/parts/67rpo.htmHægt var að panta saman margar sérpantanir, til dæmis var dýrari klæðningin (RPO Z87) vinsæl í hvaða gerð sem var og ef 4 gíra kassi var pantaður kom stokkur með en aukamælana þurfti að panta sér.
Einnig var hægt að fá frambekk í 67 og 68 árg. og stýrisskiptingu í 67-69 árg.
Fyrsta kynslóðin (1967-1969) Þessar þrjár sérpantanir eru þær þekktustu á fyrstu kynslóðinni, hér eru þær:
Rally Sport, var aðallega útlitspakki, í boði voru ýmsar vélar, nema (SS) 350/295hp. og var hann með stífari fjöðrun (RPO F41), með grilli alveg á milli frambretta (rafstýrðum lokum fyrir aðalljós), afturljós með sér bakkljósi fyrir neðan aftustuðara, rs-merki (litlir stafir) í grilli, fremst á frambrettum og á bensínloki, hvítri eða svartri mjórönd (pinstrip) efst á hliðinni, krómlistum í brettabogum, breiðan krómlista neðst við síls og á þakrennubrún.
Það sem gerir RS pakkann sérstakan var að með honum var hægt að fá annan fram- og afturenda en þann venjulega sem gerir fyrstu kynslóðina af Camaro einn af örfáum muscle car með mismunandi útlit.
Reyndar var hægt að fá krómlistana á 67-69 árg., í sér pakka sem hét "Style trim group" (RPO Z21) og var vinsæll á aðrar gerðir en rs.
Super Sport, var kraftapakki (performance) með grunnútliti en með upphleypt húdd með gerviristum og hvítri eða svartri sportrönd utan um framendann og með nýrri vél 350cu.in 295hp. sem var eingöngu fáanleg í SS Camaro og engum öðrum Chevy, fyrsta árið. Seinna á árinu var hægt að fá SS-396/325hp. big block og svo síðar 350 og 375 hp. en loftkæling var ekki fáanleg með big block með beinum undirliftum, en annars var SS með stífari fjöðrun og 12 bolta hásingu. SS merki komu á sama stað og rs merkin en það var hægt að panta RS/SS pakka saman og þá voru SS merkin notuð, en SS og Z-28 var ekki hægt að panta saman.
Z-28, var afsprengi kappaksturstýpu sem keppti 1967 hjá SCCA (Sports Car Club of America) í kappakstri í svokölluðum Trans-Am flokki sem var haldin 25 sinnum á árinu, en Pontiac Firebird Trans Am heitir eftir þessari keppni þótt hann hafi komið lítið við sögu í keppninni sjálfri.
Hámark á sprengirými vélar í þessum flokki var 5 lítrar (305cu.in) en Chevrolet átti enga vél með þá takmörkun en með því að setja sveifarás úr 283, sem var hætt að framleiða, í 327 blokk fengu chevy kallarnir út 302cu.in. vél.
Síðan var það aflmesta sem þeir áttu, sett í vélina sem var “sögð” 290hp. en eitthvað í kringum 400hp. og skilaði vélin aflinu á snúning. (3000-7000sn), sjá link á grein um upphaf á Z28 keppnisbílum og ferli :
http://www.hotrod.com/articles/first-1967-chevrolet-camaro-z-28-back-track-years-research-meticulous-restoration/ En til að fá að keppa varð GM að framleiða 1000 eintök af samskonar bíl til sölu á almennum markaði. Varð hann að vera hardtop, aðeins með 302 vél og 4 gíra beinsk. og 4 stimpla diskabremsum (RPO J-52) að framan, ekki fáanlegur með loftkælingu eða sjálfskiptingu en möguleiki á öðrum sérpöntunum sem mátti samkv. keppnisreglunum t.d. pústflækjum og almennum sérp. t.d. rs-pakkanum, o.fl.
Það voru framleidd 602 eintök sem eru aðeins þekkjanleg að utan á breiðu sportröndunum tveimur á venjulegu húddi og skottloki og var Z-28 lítið auglýst.
Síðan heimfærði GM 350cu.in. Camaro sem vantaði upp á, í annan keppnisflokk til að uppfylla keppnisskilyrði.
En þar sem GM vildi ekki keppa beint í ýmiskonar kappakstri styrkti GM þekkta kappakstursmenn t.d. Mark Donohue, Rodger Penske o.fl í Trans-Am keppninni en náði ekki titlinum 1967.
Hinn þekkti Smokey Yunick setti upp Z28 fyrir Bonneville saltsléttuna og náði í sínum flokki 174mph (279km.) og kvartmílumaðurinn Bill Yenkins náði NHRA titlinum í Super Stock SS/C flokki á 4 gíra 396/375hp.
Pace car nr. 1Fyrir hinn þekkta Indianapolis 500mile kappakstur 1967 fékk Camaro þann heiður að vera undanfari (Pace car) þar sem keppnisbílarnir eru ræstir í "fljúgandi starti" á 200km. hraða. Valinn var RS/SS 396/325hp. Ermine white blæjubíll með dýrari klæðningunni, sem var ljósblá eins og blæjan og SS röndin utan um nefið, ásamt viðeigandi merkingum á hurðum.
Síðan voru smíðaðir tveir eins varabílar og annar þeirra átti að vera gjöf til sigurvegarans, sem var ökumaðurinn A. J. Foyt, en þegar hann uppgötvaði að blæjubíllinn væri ekki með loftkælingu sagði A. J. Foyt : NEI TAKK !
Síðan voru framl. u.þ.b. 140 stykki af verksmiðjueftirlíkingum (Pace car replica), flestir í eins útliti, aðeins hvítur/ljósblár blæjubíll, en með mism. vélum og gírkössum og notaðir í kynningar og við aðrar keppnir og síðan seldir sem notaðir bílar.
Sérbreyttir umboðsbílar (dealer-installations cars) Ekki var möguleiki að fá 427cu.in vél í Camaro vegna furðulegra viðmiðunar hjá GM um að það mætti ekki vera meira en 1 hp. per 10pund, en þar sem Camaro var um 3250pund (1477kg.) var 396/325hp. “opinberlega” kraftmesta vélin í Camaro.
En söluumboðin hlustuðu ekki á þetta og fóru fljótlega að bjóða 427cu.in. ísett í nýja bíla hjá umboðum sem voru þekkt fyrir kraftmikla bíla t.d. Dana, Nickey, Yenko, Berger, Baldwin – Motion og Bill Thomas.
Fljótlega fóru þeir að bæta við ýmsu dóti eins og sérframleiddum húddum, röndum, merkjum o.fl. en ekki er vitað um fjölda þessara bíla þar sem framleiðslutölum var ekki haldið saman.
Framleiðslutölur fyrir allar gerðir árg. 1967 var 220906 þús.
Fillpseyjar Camaro Eftir seinna stríð sá Yutivo Corporation um alla bílasölu fyrir GM á Fillipseyjum en þeir voru einnig með samsetningarverksmiðju þar sem ´67-69 Camaro var settur saman og seldur á eyjunum en bílarnir voru eiginlega allir eins.
Eingöngu var um að ræða RS bíla með dýrari klæðningunni en mjög fáir aukahlutir voru í boði og það skrýtna var að vegna stranga reglna um vélastærðir var aðeins hægt að fá lágþjöppu línu sexsu (250 cu. in.) og þessir bílar voru allir án útvarps og miðstöðvar en hægt var að fá loftkælingu í stað miðstöðvar, sjá link :
http://www.69pace.com/1967_yutivo_other.htm Árgerð 1968 Árg. 1968 breyttist Camaro lítið í útliti, það helsta var að litli opnanlegi glugginn á hurðunum hvarf og rúðan varð heil og hliðarljós komu yst á brettinn.
RS og SS breyttust lítið, á RS var það helst að ljósalokurnar urðu loftstýrðar, breiði krómlistinn neðst við síls hvarf og nýr áfellulisti kom í staðinn, í krómpakkann, undir hliðargluggunum.
SS fékk nýja rönd og hægt var að velja um tvennskonar ristar á húddið og 350 vélin, sem var orðin fáanleg í öðrum Chevy bílum var bara boðin hjá Camaro í SS útgáfunni, big-block bílarnir voru svartmálaðir á milli afturljósa, óháð aðallit og loftkæling var fáanleg með big block.
Innréttingagerðirnar breyttust og svokölluð Houndstooth klæðning, (taumiðja í sætum), var núna í boði í dýrari innréttingunni (custom interior) en var mjög sjaldgæf, öfugt við ´69 árg. þar sem taumiðjan var mun oftar pöntuð.
Demparar að aftan voru settir sitt hvorum megin við hásingu sem lagaði fjöðrunarvandamál sem hrjáði 67 árg. og kraftmeiri gerðirnar (V8 327cu. in. 275hp.>) fengu 12 bolta hásingu og margblaðafjaðrir sem endurbætti afturfjöðrunina.
Söluumboðin héldu áfram að selja breytta bíla með 427 þar sem 396/375 hp. var ennþá kraftmesta fáanlega vélin.
Helstu vélabreytingarnar voru að small-block fékk sverari sveifarás og hægt var að sérpanta álhedd á big-block sem juku ekki aflið en létti vélina.
Z-28 var framleidd áfram, svipuð í útliti og ´67 Z-28 nema að Z-28 merki komu núna á frambrettin og nú vann Z-28 Trans-Am titilinn, hugsanlega vegna nýrra keppnisaukahluta sem voru meðal annars fjórhjóladiskabremsur og cross-ram millihedd með 2x4 hólfa blöndungum og nú seldust mun fleiri Z-28 eða 7199 þús.
Framleiðslutölur fyrir allar gerðir árg. 1968 var 235151 þús. stk.
Árgerð 1969 Árg. 1969 breytist Camaro meira í útliti, varð aðeins breiðari og virtist stærri og fékk viðurnefnið “The Hugger” en grunnboddý var sama og 68 árgerðin.
Innrétting og grill breyttust, RS fékk nýtt grill með lokum sem ljósin gátu lýst í gegn og gervikrómristar komu fyrir framan afturhjól og voru hluti af krómpakkanum, hægt var að velja um tvær SS rendur, SS-350 vélin varð 300hp. og fékk 4 bolta höfuðlegur og framdiskabremsur urðu hluti af SS og ein tegund af SS húddristum var í boði.
Um mitt árið var hætt að nota 327 vélina og ný vél, 307 tók við sem grunn V8 og 350 með 2 og 4 hólfa blöndung var í boði í öðrum en SS og og kraftmeiri gerðirnar (V8 350cu. in. 255hp.>) fengu 12 bolta hásinguna og margblaðafjaðrirnar.
Opið pústkerfi, svokallað chambered exhaust system, var vinsælt hjá ungum kaupendum vegna aflaukningar en ekki eins vinsælt hjá lögreglunni vegna hávaðaaukningar og var það ekki boðið aftur.
4 gíra Muncie gírkassinn fékk loksins Hurst skiptir í stað Muncie skiptis sem reyndist ekki nógu vel.
Svokölluð Houndstooth klæðning, (taumiðja í sætum), var núna í boði í mörgum litum í dýrari klæðningunni.
Z-28 hélt áfram sigurgöngunni, vann aftur Trans-Am titilinn og nú kom cowl-induction húddið
(hét upphaflega Super scoop, RPO ZL2), úr járni (1x4 hólfa blönd.) og úr plasti (fyrir 2x4 hólfa blönd.) var það mun algengara á Z-28 í stað loftinntaks í gegnum hvalbakinn en húddið var einnig í boði með fleiri performance vélum.
Vindskeiðasettið RPO D80 (framan/aftan), sem var vinsæl sérpöntun á Z-28, var fáanlegt á allar gerðir.
Nú gat almennur kaupandi keypt diskabremsur á öll hjól (206 stk.seld) og 2x4 blöndungum, einnig kom 302 með 4 bolta höfuðlegum eins og 350/300hp. vélin og nú voru seldir 19014 þús. Z-28, þökk sé Trans-Am keppninni.
Pace car nr. 21969 var Camaro aftur valinn til að vera Pace car (RPO Z11) á Indianapolis 500mile kappakstrinum og var svipuð uppsetning notuð og ´67: RS/SS blæjubíll, 396/375hp. en hvítur/hvít blæja með hugger orange Z-28 rendur og langflestir með orange custom innrétting með taumiðjustólum en einnig voru framleiddir örfáir Pace car með þaki og fyrir keppnina voru tveir blæjubílar sérútbúnir og fékk sigurvegarinn annan bílinn sem gjöf.
Einnig framleiddi GM 7 stk. Pace car fyrir NASCAR sem undanfari og voru þeir eins og Indy bílarnir, fyrir utan að vera með bláa innréttingu, veltiboga og keppnisöryggisbelti.
Núna gerði GM meira úr þessu og seldi 3675 þús. stk. af Pace car replica, bæði 350 og 396.
COPO Camaro 1969 var talið helsta árið (örfáir 1968?) sem hinir sjaldgæfu COPO Camaro voru framleiddir, sem stendur fyrir Central Office Production Order og var 427 vélin, ísett í verksmiðjunni, með ábyrgð.
Er talið að um 500 bílar af COPO 9561, sem var með V8 (RPO L-72) 427/425hp. járn blokk, hafi verið framleiddir og af þeim notaði t.d. Yenko umboðið 201 stk. en bætti við röndum, merkjum og hauspúðum með SYC (Super Yenko Camaro) áletrun og flækjum og eru þessir bílar, breyttir af umboðum, mjög eftirsóttir af söfnurum og mjög dýrir (100000-500000$),
hér er t. d. einn sem safnar Yenko bílum, hann á alla sex litina sem ´69 Yenko komu í :
http://www.superchevy.com/features/sucp-0607-yenko-camaro-car-collection/Fleiri umboðsmenn voru iðnir við kolann og voru að bjóða upp á 427 Camaro t. d. Baldwin-Motion samvinna sem byrjaði 1969 með örfáa 427 bíla og voru þeir tjúnaðir af Motion fyrirtækinu og segir sagan að Joel Rosen, Motion eigandinn, hafi sagt að ef þessir Motion Camaro færu ekki kvartmíluna undir 12 sek. gætu eigendurnir fengið þá endurgreidda.
Einnig voru framleiddir enn sjaldgæfari COPO Camaro, COPO 9560, aðeins 69 stykki framl. V8 (RPO ZL1) 427 ál big-block, álhedd og álmillihedd, léttari en 350 small-block, aðallega hugsaður fyrir kvartmílu, með allt það sverasta og besta, uppgefin 430hp. en í hestaflabekk mældist hún um 530hp, sjá link um vélina :
http://www.popularhotrodding.com/tech/0801phr_zl1_aluminum_big_block/index.htmlCOPO bílarnir voru langflestir pantaðir látlausir en samt kostaði COPO 9560, 8581$ (svipað og 3 af ódýrari gerðinni) og helmingurinn af því var bara vélaverðið (4160$) enda gekk illa að selja þá (núna 500000-1 miljón $) en sagan segir að í höfuðstöðvum GM í Detroit hafi menn laumast í hádeginu á rúntinn á þessari rakettu og spyrnt við og spælt allt sem var í augsýn og haft gaman af, hérna er linkur á ýtarlegri grein um ZL1:
http://www.hotrod.com/articles/history-of-the-zl1-camaro/ 1969 árgerðin er talið vera sú sérstakasta með flestar tegundir sérpantana og sjaldgæfustu gerðirnar og var hún framleitt fram yfir áramótin ´69/70 en alltaf er talað um ´69 árg.
Framleiðslutölur fyrir allar gerðir árg. 1969 var 243095 stk.
Önnur kynslóðin (1970-1981) Árið 1970 kom 2. kynslóðin á markaðinn í byrjun ársins og var þar um að ræða nýjan Camaro, stundum talað um ´70 ½ árgerðina en það er sama og ´70 árg. en lengri, breiðari, lægri og þyngri en ´69 árg. og nú var litli hardtop glugginn fyrir aftan hurð horfinn og það var fleira sem hvarf með ´69 árgerðinni t.d. 427 og 302 vélarnar, fjórhjóladiskabremsurnar, 2x4 milliheddið, cowl-induction húddið en grunnhönnun var svipuð, með hálfgrind en með betri aksturseiginleika, diskabremsur að framan urðu staðalbúnaður en hætt var að framleiða blæjubíl.
Tvær tegundir af vindskeiðum aftan á voru í boði, einnar hluta og þriggja hluta sem var mun vinsælli og tvennskonar innréttingar voru í boði með smá aukahlutum en ekki var hægt að fá lengur frambekk.
Var þessi kynslóð framleidd lengst allra eða í 11 ár.
RS var ekki lengur með ljósalokugrill en núna með tveimur stuttum stuðarahornum, framstæðara grill og kringlóttum stefnuljósum fyrir ofan stuðarahorn en grunngerðin var með stuðara alveg yfir og ílöngum stefnuljósum undir stuðara.
SS var grunngerðin, fáanlegur með 350/300hp., 396/350hp. eða 396/375hp. 396 vélarnar voru reyndar útboraðar í 402cu.in en auglýstar sem 396. SS merki voru á frambrettum og á grilli en engar rendur.
Sérbreyttir umboðsbílar (dealer-installations cars)
Hinn kraftmikla LS6 454 vél var aldrei boðin í Camaro frá verksmiðju en söluumboðin héldu uppteknum hætti og t.d. bauð Baldwin umboðið og Motion upp á Phase I-III 454/450hp. Camaro 70 til 73. Var það Z-28 en fékk svokallaða kassavél (cratemotor) sem var skipt um hjá umboðinu ásamt L-88 Corvettu loftinntaki, flækjum og flottum röndum og fór kvartmíluna á rúmlega 11 sek, sjá link :
http://www.corvettes-musclecars.com/Supercars/71BMCamaro/index.htmEinnig er vitað um að þrjú stykki af Hurst “sunshine special” RS Z-28 árg. ’70 með tuskutopplúgu hafi verið framleiddir en aðeins er vitað um einn í dag.
Z-28 GM hætti að keppa í Trans-Am kappakstrinum en Z-28 var framleidd áfram til almennings með nýrri vél, LT1 350cu.in. 360hp. og nú var hægt að fá Z-28 sjálfskiptan.
Árg. 1971 var lítil breyting á Camaro og aðalmunurinn á ´70 og ´71 árg. er að ’71 er með framsæti með háu baki í stað hauspúða á ‘70 og var þetta jafnframt síðasta árið fyrir 12 bolta hásinguna og Z-28 var óbreyttur en þjöppuhlutfallið lækkaði og Z-28 vélin var 330hp. og 350 vélin 270hp. og aðeins ein 396 vél 300hp. var í boði.
Árg. 1972 fór að draga til tíðinda og hækkandi bensínverð og tryggingar, hertari öryggisreglur og 6 mánaða verkfall hjá GM gekk næstum af Camaro dauðum en ákveðið var að framleiða hann áfram. Þetta árið var farið að gefa hestöfl upp í net hp. í stað gross hp. sem var réttari mæling og þá var Z-28 vélin 255net. hp. og SS-350 vélin 200net hp. og síðasta 396 vélin var 240net hp. og 1972 var einnig síðasta árið fyrir SS pakkann.
Árg. 1973 var boðið upp á LT (Luxury Touring) sérpöntun í stað SS, sem var betri innrétting og hljóðeinangrun og þjöppuhlutfallið lækkað meira og Z-28 vélin var 245hp og Z-28 fékkst með loftkælingu.
Árg. 1974 komu nýir álstuðarar og afturljós á Camaro vegna nýrrar reglugerðar, stálradial dekk komu sem sérpöntun í stað hálfgerða radialdekkja, hætt var að framleiða RS, 307 vélin féll út, Z-28 vélin var áfram 245hp. en fékk HEI kveikju.
En nú kom Camaro aftur í nýjan kappakstur sem heitir IROC (International Race Of Champion) í gegnum Penske Racing Inc. sem hætti að nota Porsche Carrera RSR en fór að nota breytta Camaro sem eru allir eins smíðaðir.
Árg. 1975-1981
Næsta stóra breyting var stóri afturglugginn sem kom 1975 og síðasta stóra breytingin var T-toppur 1978.
Hætt var að framl. Z-28 ´75 en hann kom aftur ´77 með 350/185hp. vél og meira lagt upp úr aksturseiginleikum, 1975 til ´80 var farið að framleiða RS aftur, aðallega með svartmálað húdd og þak, rendur og sérstakar felgur.
Og þann 11. maí 1978 var 2.000.000 Camaroinn framleiddur en hann er enn til í eigu umboðsmanns í Nevada
Árið 1979 fékk CHP (California Highway Patrol) fyrstu svörtu og hvítu Z-28 Camaro til að elta hraðskreiða lögbrjóta en eitthvað kvartaði viðhaldsdeildin hjá löggunni um að þessir bílar slitnuðu meira en 4 dyra bílarnir, en löggan eru nú bara mannleg og eitthvað var hægri fóturinn þyngri í Camaro en í hinum bílunum.
Ekki veitti af, því kallar eins og Bill Mitchell voru að bjóða breyttan Camaro með afgasforþjöppu og fleira fínu dóti og einnig Dennis og Kyle Mecham (DKM Macho Z og Z-29 : tegundarheiti sem þeir bjuggu til) en mjög fáir svona Camaro voru framleiddir.
Árið 1979 tók Berlinetta týpan við af LT og 1980 kom V6 í stað gömlu 6 syl.línuvélarinnar og Z-28 fékk aftur virkt loftinntakshúdd og vélin var 190 hp í Z-28 sem var lægri til að auka aksturseiginleikana.
Og árið 1981 fóru hlutirnir að breytast en þá kom tölvustýring fyrst til sögunnar og grunngerðin af 350 var eingöngu sjálfskipt og voru sjálfskiptingarnar nú með læstum converter og Z-28 vélin var 165 hp og Yenko kom með einn af síðustu breyttu umboðsmanna Camaro sem var Z-28 Yenko Turbo Z með 350 vél og afgasforþjöppu.
Sölutölur fyrir 2. kynsl.: 1970: 124889, 1971: 114643, 1972: 68656, 1973: 96756, 1974: 151008, 1975:145789
1976: 182981, 1977: 218857, 1978: 272633, 1979: 282000, 1980: 152005
Þriðja kynslóðin (1982-1993) Árg. 1982 kom svo 3. kynslóðin með alveg nýja hönnun, styttri og léttari með eitt grunnboddý sem var fáanlegt með T-topp og gormafjöðrun allan hringinn og án hálfgrindar en í staðinn með boddygrind og gormaturna að framan og stóran opnanlegan afturgluggahlera og nú var hægt að fá eftir 12 ára hlé diskabremsur allan hringinn. Litlar breytingar urðu á þessari kynslóð þessi 10 ár sem það var framleitt, aðallega breytingar á framenda, afturenda, húddi, röndum og vindskeið. Stóru tíðindin í vélamálum var að nú var minnsta vélin 4 syl, tölvustýrð innsprautun var fáanleg en 350 vélin var dottin út. Þrjár útfærslur voru í boði : Sport Coupe, standard með 4 syl. 2.5L 90hp, fáanlegur með V6 2.8L (blöndung), 102hp og V8 5.0L (305cu.in.) 145hp. (blöndung). Berlinetta, standard með V6 2.8L, fáanlegur með V8 5.0L 145hp, meiri hljóðeinangrun, mýkri fjöðrun og álfelgum. Z-28, standard með sjálfskiptingu og V8 5.0L 145hp, fáanlegur með V8 5.0L 165hp. Cross fire innspýtingu sem fékk loftinntakshúdd, einnig 15x7 álfelgur, rendur og vindskeið allan hringinn.
Pace Car Camaro nr. 3 var valinn þetta árið sem Indy 500 undanfari og var það Silfur og blár Z-28 með 250hp. sérsmíðaði 5.0L innspýtingarvél, 3 gíra sjálfsk. og silfur og blá innrétting og eftirlíking (pace car replica) var boðin með venjulegum 5.0L vélum og sjálfskiptingu og voru seldir 6360þús. en framleiddir samtals : 189747
Árg. 1983 voru helstu breytingar að nú var boðið 5 gíra kassi og 4 gíra sjálfskipting og hestöflunum fjölgaði um 5-10 en stærsta viðbótin var nýja V8 5.0L High Output L69 190hp.vélin með blöndung og 5 gíra kassa.
Framleiddir samtals : 154381
Árg. 1984 gerðist lítið, aðallega breyting á innréttingu, stafrænt mælaborð kom til sögunnar og breytingar í véladeildinni voru að 5.0L Z-28 innspýtingarvélin féll út en 4 gíra sjálfsk. var fáanleg á 5.0L H.O. vélina.
Framleiddir samtals : 265313
Árg. 1985 kom ný gerð, IROC-Z með nýja V8 5.0L TPI (Tuned Port Injection) 215hp. vélina sem átti lítið skylt við IROC kappakstursgerðina, en fékkst líka með 5.0L 155hp. vélinni og 190hp. vélinni sem hætt var að framleiða um mitt árið. Einnig fékkst Z-28 215hp. ásamt hinum vélunum og V6 fékk innspýtingu (135hp.).
Framleiddir samtals : 180018
Árg. 1986 voru litlar breytingar, Berlinetta endaði sitt líf um mitt árið og hestöflunum fækkaði í 5.0L TPI vélinni niður í 190hp. en fékk í staðinn aðeins meira tog. 50 stk. af 5.7L (350) IROC voru framleiddir til reynsluaksturs og kynningar fyrir ’87 árg. en ekki seldir til almennings.
Árg. 1987 gerðist margt, t.d kom RS gerðin aftur, aðeins fáanleg í Californíu, var hún eiginlega Z-28 með V6 og sjálfskiptingu, hætt var að bjóða 4 syl. vélina, Delco-Bose græjur og leðurinnrétting var í boði fyrir allar tegundir en stóru tíðindin voru að nú kom 5.7L (350) 225hp. TPI vélin loksins í Camaro, reyndar eingöngu í IROC-Z gerðinni ásamt þremur öðrum V8 5.0L (170, 190 og 215hp.)
Allir 5.7L IROC-Z voru eingöngu með sjálfskiptingu, diskum líka að aftan (RPO J65), læst drif (RPO G80), olíukælir, G92 performance axle ratio, 3.27 hlutfall og 7.75” drifi.
Blæjucamaro kom núna aftur en aðeins 1007 voru framleiddir í öllum gerðum nema 5.7L IROC-Z.
Þetta voru upprunalega T-topp bílar með styrktum sílsum sem var breytt af undirverktaka sem var óvenjulegt.
Þar sem árið 1987 var 20. árið sem Camaro voru framleiddir voru þessir blæjubílar merktir á mælaborði með “20th Anniversary Commemorative Edition” áletrun sem er FYRSTA afmælisgerðin og mjög eftirsótt.
Framleiddir samtals: 137760
Árg. 1988 var RS boðin víðar í U.S. og nú var í annað sinn hætt að bjóða Z-28 og blöndungarnir voru nú horfnir og TPI vélarnar fengu 5hp. viðbót og var 5.7L vélin 230hp. Framleiddir samtals : 96275.
Árg. 1989 kom RS í stað Sport Coupe og LT og var boðin allstaðar í U.S. og var fáanlegur með V8 5.0L/170hp.
IROC-Z kom á 16” felgum, fékk stærri diska að aftan og nýjasta sérpöntunin var RPO 1LE (111 framl.) sem bætti við IROC-Z pakkann : áldrifskafti, performance pústkerfi (+10hp.), stærri framdiskum, mínus loftkælingu.
Árg. 1990 var framleidd stutt þar sem GM hætti að nota IROC-Z um áramótin’89-90 og kynnti ’91 gerðina fyrr á árinu 1990. Ný V6 vél kom, 3.1L/140hp., 5.0L vélarnar voru 170, 210 og 230hp. en 5.7L vélin var 245hp.
Loftpúði og CD spilari komu til sögunar og framleiðsla samtals var 34986.
Árg. 1991 var Z-28 nafnið tekið aftur upp með smá útlitsbreytingum og stórum væng að aftan og vélarnar voru óbreyttar í hp. og ný spennandi sérpöntun kom, B4C “police package”, var hún hugsuð fyrir löggæsluaðila sem var úlfur í sauðagæru, nefnilega RS Camaro með allt Z-28 dótið án merkjanna og voru framleiddir 592 af þeim.
Árg. 1992 var 25 ára afmælisgerð (nr. 2) og voru allir Camaro með “25th anniversary” plötu í mælaborði en síðan var hægt að fá sérstaka afmælisgerð sem var með breiðum röndum á húddi og skottloki í anda fyrstu kynslóðarinnar og með “25th anniversary” merki aftan á en aðrar breytingar urðu litlar.
Fjórða kynslóðin (1993-2002) Árið 1993 kemur svo fjórða kynslóðin með nýjan Camaro, sama hjólamillibil en lengri, breiðari, hærri og með betri aksturseiginleika og nú voru tvær gerðir í boði, Coupe (V6 3.4L/160hp.) og Z-28, báðir eingöngu með svart þak og spegla. Z-28 kom með enn kraftmeiri vél, LT1 V8 5.7L/275net hp. og 325 pund af togi og til að bæta á ánægjuna var loksins boðinn 6 gíra beinskiptur kassi (Borg Warner T56) með þessari vél.
Aðeins 6 Camaro voru framleiddir með 1LE sérpöntuninni.
Pace car nr. 4 og var valinn þetta árið og þurfti ekki að breyta þessum til að halda uppi 200km. hraða.
Z-28 var valin í þetta verkefni og var hann svartur og hvítur sjálfskiptur með T-topp og grannri fjórlitarönd utan og innan og voru framleiddir 633 stykki af eftirlíkingunni en allar gerðir framleiddar samtals : 40224
Árg. 1994 kom blæjubíllinn í báðum gerðum og Z-28 vélin fékk Sequential Fuel Injection sem minnkaði eyðslu og mýkti ganginn en bætti ekki við hestöflum. Í innréttingarmálum var það helst að leðurinnrétting fékkst núna.
Núna voru 135 Camaro pantaðir með 1LE pöntuninni sem var: stærri bremsur, stífari fjöðrun og án loftkælingar.
Árg. 1995 fékkst án svarta þaksins og spólvörn var fáanleg og 310 voru framleiddir sem B4C (police special).
Californiugerðirnar af Z-28 fékk tvöfalda hvarfakúta sem gaf 10hp. og Coupe fékk um mitt árið V6 3.8L/200hp.
Árg. 1996 kom SS Camaro aftur fram á sjónarsviðið, frá SLP (Street Legal Performance) fyrirtækinu sem breytti bílum frá GM með leyfi frá þeim, svipað og Carroll Shelby gerði fyrir Mustang. Þessir bílar voru seldir í gegnum umboðsmenn GM með ábyrgð og voru þetta Z-28 bílar, tjúnaðir í 305hp, 315hp. með sér SLP-pústkerfi. Þetta voru tryllitæki með sérhúdd í anda fyrstu kynslóðar, 17” felgur + 1LE pakkann og SS merki í stað Z-28.
Z-28 var áfram fáanleg og núna allir með 285hp. vélinni og nú voru allir Camaro með loftkælingu.
RS kom aftur sem sportleg útgáfa af V6 bílnum sem voru allir með 3.8L vélinni. 12 diska CD spilari fékkst ’96
Y87 pakki var fáanlegur á Coupe og RS sem var: diskar að aftan, 3.42 drifhlutfall og Z-28 fjöðrun.
Árg. 1997 var 30 ára afmælisgerð (nr. 3) og var boðin “30th Anniversary” útgáfa sem var hvítur Z-28 Camaro með Hugger orange rendur í anda ’69 Pace car Camaro með hvítri innréttingu og svartri og hvítri taumiðju og 30 ára afmælismerki útsaumað í hauspúðunum. SLP framleiddi 1063 SS Camaro í afmælisútgáfunni þar af 106 með LT4 Corvettuvélinni (330hp.), samtals voru 4540 afmælisútgáfur árg. 97 framl. Aðrar gerðir breyttust lítið.
Árg. 1998 urðu mestu breytingarnar á fjórðu kynslóðinni en þá kom nýr framendi með stærra grill og nýtt húdd.
Nýja álvélin, LS1 leysti LT1 vélina af hólmi, og var hún 5.7L/305hp og SS Camaro frá SLP var 320hp. og 327hp með SLP pústkerfi. Hætt var framleiðslu RS og í staðinn kom Sport Appearance pakki sem var vindskeiðapakki.
Svart þak kom aftur á Z-28 og stærri diskabremsur komu á Z-28 og líka í Y87 pakkann . (samtals 49488 framl.)
Árg. 1999 breyttist lítið, Z-28 og Y87 pakkinn fékkst með Zexel Torsen læstu drifi, V6 kom með spólvörn
og útreiknari á gæði vélaolíunnar, sem lét vita þegar ráðlegt væri að skifta um, bættist við.
Árg. 2000 þekkist helst á breyttum felgum, V6 fékkst með 16” felgum, Z-28 var á máluðum 16” álfelgum, fáanleg á póleruðum 16” og SS Camaro á 17” felgum og hægt var að stilla útvarpið í stýrinu.
Sérstök afmælisgerð var í boði frá Berger söluaðila, var það í tilefni þess að Bergerættin hafði selt Chevy í 75 ár!
“Berger 75th Anniversary Camaro SS” hét hann og var það SS Camaro með LS1 vél sem var trekkt upp í 375hp!
Áætlað var að smíða 50 stk. af þessari vængjalausu þotu, blæju eða T-topp með hinu þekkta “Berger” járnmerki aftan á sem hafði sést á sjaldgæfum gerðum eins og gömlu Berger dealer-installation big-block Camaro og ZL1.
Árg. 2001 Breytingar voru litlar, Z-28 vélin varð 310hp. og RS gerð var fáanleg frá SLP með V6/205hp. og tveimur breiðum röndum yfir húdd, þak og skottlok.
Árg. 2002 Í byrjun júlí kom svo 35 ára afmælisgerð (nr. 4), T toppur og blæju, “35th Anniversary Camaro SS” með SLP dótið + tvær breiðar rendur yfir húdd og skottlok, með áletrun í hauspúðum, “35th Anniversary” merki á frambretti, 17” krómaðar álfelgur og tvílita innr. og 325hp. LS1. Áætlað er að framleiða um 3000 stykki.
Árg. 2003 ?????? Hvað kemur þá, veit nú enginn, en orðrómurinn segir að kannski verði hætt að framleiða Camaro eftir 2002 sem er synd þar sem þessi “félagi”, eins og nafnið átti upphaflega að þýða, hefur lifað í gegnum súrt og sætt í 35 ár!
Fimmta kynslóðin (2010->)Árg. 2010 Núna er kominn nýr Camaro sem er ný hönnun með sjálfstæðri fjöðrun allan hringinn og útlitslega séð er augljóslega horft til 1969 árgerðarinnar.
Þrjár gerðir eru í boði: LS, LT og SS, tvær vélar og síðan er hægt að fá ýmsa aukahluti og RS pakkann en í honum er 20 t. felgur, önnur ljós, vindskeið að aftan og RS merkingar að aftan og framan og svo var verið að bæta við Transformer útgáfu eins og Camaroinn sem "leikur" eitt aðalhlutverkið í samnefndum myndum en það er útlitspakki í sítrónugula litnum með Transformermerkingum.
LS og LT gerðirnar eru með V6/304hp. vél og 6 gíra beinsk. eða sjálfsk. og er þessi gerð um 7 sek. í 60 mph. og 1/4 mílu um 14.4 sek.
SS gerðin er með V8/426hp. og er um 13 sek. 1/4 míluna.
Bíllinn hefur fengið góða dóma, aðallega fyrir góða aksturseiginleika og gott afl í báðum vélastærðum og ekki spillir fyrir gott verð en ódýrasta gerð kostar um 23000$.
Blæjuútgáfa er væntanleg á næsta ári en samkvæmt bílablaðafréttum eru góðar og slæmar fréttir af Z28 gerðinni, þær góðu eru að búið er að gera frumgerð með 628 hp. ZR-1 Corvettu vélinni en slæmu fréttirnar eru að líklegast verður hann ekki framleiddur.
Reyndar er Hennessey breytingarfyrirtækið byrjað að selja breytta 2010 SS Camaro og er sú vængjalausa þota með viðbættum blásara og öðru véla- og fjöðrunardóti að skila 559 hp. út í hjól enda er hann aðeins 4.3 sek. í 60 mph. og fer 1/4 míluna á 12.1 en verðmiðinn er 62500$
Ég vona að menn og konur hafi haft gagn og gaman að lestri þessarar greinar um Camaro en það er margt sem er ekki getið hér og ef fólk þyrstir í meiri upplýsingar, bendi ég á internetið t.d.
www.camaros.orgwww.chevy-camaro.comhttp://68rscamaro.com/Heimildir:
Bækurnar “The Great Camaro” eftir Michael Lamm, “Camaro” eftir Richard Carlyon og “Great American cars” eftir Richard Nichols.
Tímaritin “Muscle car Review”, “Super Chevy”, “Camaro Corral” (United State Camaro klúbbablað), “Collectible automobile” og ótal önnur bílablöð.
Auglýsingarmyndin “The Camaro” frá árinu 1966