Author Topic: Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október  (Read 7222 times)

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« on: October 08, 2006, 20:28:26 »
Ofur Leikdagur verður haldinn Sunnudaginn 15.Október.

Þar munu allir helstu ökusnillingar landsins mæta.
Þar verða bílar frá 60 hestöflum til 600 hestafla sem mæta og leika sér.
Þar sem miklar líkur eru á því að þetta verði síðasti leikdagurinn í sumar er um að gera að mæta og klára sumardekkin, það er víst kominn tíma á vetrardekkin, þá sparast það að þurfa að geyma hálfslitin sumardekk í allan vetur.


Brautin verður opin frá 11 og eitthvað fram eftir degi. Fer eftir aðsókn.

Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna.

Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.
Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga.


Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.

Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm.
Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það er ekki nóg að fá eitthvern hjálm lánaðan, þeir eru mis stórir og öryggið felst í því að hafa þá af réttri stærð.
.

Það verður enginn tímatökubúnaður í gangi enda er þetta bara leikur.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir að aka er 3000 krónur.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og 3000 krónur í seðlum.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Ég endurtek.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.


Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.



Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. 15 / 10 / 2006


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala
Halldór Jóhannsson

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #1 on: October 08, 2006, 20:58:23 »
hvaða braut? kvartmílubrautinn eða rallycross eða??
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #2 on: October 08, 2006, 21:00:40 »
Quote from: "Racer"
hvaða braut? kvartmílubrautinn eða rallycross eða??


Sorry,,, gleymdi að nefna það. en þetta er á Rallykrossbrautinni við Krísuvíkurveg.

Hérna eru nokkrar myndir af einum að leika sér um daginn

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=17528
Halldór Jóhannsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #3 on: October 08, 2006, 22:13:00 »
BMW á brautinni
Benz á brautinni

Þorir einhver hér að mæta?  8)

Ég allavega mun mæta eins og svo oft áður og klára dekk  :D
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #4 on: October 09, 2006, 00:54:19 »
Eitt annað.....Og þetta er ekkert nema gaman  8)

http://www.onno.is/thordur/almennt/leikdagur240906/Nonni_M5.wmv
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Alpina

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
    • http://www.solpallar.com
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #5 on: October 09, 2006, 08:01:59 »
Koma svo ,, hérna

fullt af alvöru tosurum hérna sem hægt er að flengja þarna á brautinni
og búa til .....reyk og þessháttar sé ,,,vilji fyrir hendi
Sveinbjörn Hrafnsson

E30 CABRIO      S38B38
ALPINA BITURBO  346 @ 507

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #6 on: October 13, 2006, 18:43:27 »
vittlaust spjall strákar. Meirihlutinn hérna á ameríska bíla sem geta ekkert annað en að keyra beina línu  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #7 on: October 13, 2006, 18:49:52 »
Humm hóst..... :D  :D  :D  :D
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #8 on: October 13, 2006, 18:59:46 »
Quote from: "Bc3"
vittlaust spjall strákar. Meirihlutinn hérna á ameríska bíla sem geta ekkert annað en að keyra beina línu  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :lol:


Þetta er spurning um jafnrétti,, allir eiga jafnan rétt á að koma út á braut.
Halldór Jóhannsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #9 on: October 13, 2006, 23:22:53 »
Íslenskt, ekki á leikdögum en samt íslenskt spól og slæd


Ford Mustang

Click here to see Video

Subaru Impreza

Click here to see Video

Ford Mustang '70 BOSS 302

Click here to see Video


Nexen drift keppnin í sumar, sýnist það vera hægt að drifta á amerískum bílum þó það þori fáir héðan á leikdaga  :lol:

 :wink:


Erlend vídjó

Camaro, nálægt Ómars í aldri..

Alli, það þýðir ekkert að rífa sig, það er líka hægt að gera þetta á fwd  8)

Koma svo... ætliði virkiklega að kyngja því að BMW séu bestu driftmaskínur íslands?  8)   því það er það sem ég held fram... einhver sem þorir að reyna að afsanna það?  8)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #10 on: October 14, 2006, 01:56:00 »
Það var nú kani sem vann driftið.
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #11 on: October 14, 2006, 12:49:04 »
Quote from: "Porsche-Ísland"
Quote from: "Bc3"
vittlaust spjall strákar. Meirihlutinn hérna á ameríska bíla sem geta ekkert annað en að keyra beina línu  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!: :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :!:  :lol:


Þetta er spurning um jafnrétti,, allir eiga jafnan rétt á að koma út á braut.


enda er þetta líka bara nett djók  :wink:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #12 on: October 16, 2006, 09:06:07 »
isssss.....
Held að þið ættuð allir með tölu að fá ykkur svona, hentar ykkur kjúklingunum  :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #13 on: October 16, 2006, 12:39:33 »
Heyrðu...Ekki allir!
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #14 on: October 16, 2006, 18:54:03 »
Quote from: "nonni vett"
Heyrðu...Ekki allir!

reyndar ekki  8)   En ég tengi þig meira við kraftinn einhverra hluta vegna  :D
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #15 on: October 16, 2006, 21:52:40 »
Quote from: "nonni vett"
Heyrðu...Ekki allir!


pff víst þú þorðir ekki að koma á djammið  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #16 on: October 16, 2006, 23:56:59 »
Quote from: "Bc3"
Quote from: "nonni vett"
Heyrðu...Ekki allir!


pff víst þú þorðir ekki að koma á djammið  :lol:
Er það ekki að segja þér neitt   :lol:
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #17 on: October 17, 2006, 18:44:11 »
að þú sért hræddur við að vakna við hliðiná mér eftir það að drepast í rassgatinu
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #18 on: October 17, 2006, 19:07:43 »
Jebb...Var ekki svo þægilegt síðast  :(
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Ofur Leikdagur Sunnudaginn 15. Október
« Reply #19 on: October 17, 2006, 19:29:43 »
:lol:  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98