Sælir félagar.
Sæll Kristján.
Já hártogun, það er rétta orðið en þetta var sett þarna inn og til hvers?
Skoðunarmenn mega að sjálfsögðu fara inn á heimasíður framleiðanda og kynna sé þeirra vörur.
Það gerði ég sjálfur þegar ég var að skoða fyrir klúbbinn.
En skoðunar menn mega EKKI nota það sem þeir finna á heimasíðum og er ekki að finna skriflegt í reglum sem gefnar eru út til almennings.
Það hafa ekki allir aðgang að tölvum sumir af þeir vilja það ekki og aðrir hreinlega eru ekki það sem er kallað læsir á tölvur, síðan geta verið mýmargar ástæður fyrir því að fólk fer ekki á netið.
Það er hvergi í neinum lögum eða reglum vitnað í "internetið" sem reglu eða lagaheimild.
Allt slíkt verður að koma á skriflegu formi, prentað og á íslensku.
Þess vegna höfum við verið að hafa fyrir því að þýða reglur þar sem ekki tala eða lesa allir ensku eða önnur mál.
Svo er það málið með orðið "slikkar", það er okkar þýðing á ensku orðunum "drag slicks" og ég er viss um að það stendur ekki á dekkjunum þínum frekar en "soft compound".
Mér fannst gott að þú komst með þetta innlegg Kristján, því það vantaði einmitt "togun" í hina áttina, sem er byggð á reglunni sjálfri.
Ég setti þetta hér inn í upphafi til að sýna fram á hversu opin þessi regla er, og þá þörf fyrir að reglur séu settar fram með það fyrir augum að tilvonandi keppendur og keppendur geti reitt sig á að þær séu sem nákvæmastar.
Auðvitað er ekki hægt að gera þetta fullkomið, enda væri það sennilega bara leiðinlegt, en svona umræða er oft það sem þarf til að hreyfa við hlutunum og leiða fólki fyrir sjónir hvað sumt getur verið teygjanlegt sem allir héldu að væri þó nokkuð pottþétt.
En hvað um það, þá er reglan ennþá jafn opin þó ekki sé nema út af því að orðið "slikki/götuslikki-ar finnst ekki í orðabók, og ef ég man rétt þá stendur einhverstaðar í reglunum að ef komi upp ágreiningur um íslensku þýðinguna, þá skuli enska frumútgáfan gilda.
Þetta gildir líka fyrir tökuorð sem sett eru inn í reglurnar.
Þetta þurfti ég að láta inn í reglurnar þegar ég þýddi þær út af lagamálum ef til áfrýjunar kæmi.
Þú getur alveg óhræddur notað þín "Drag Radial" dekk, og teygt gúmmíið alveg þó nokkuð langt, enda er þessi grein eins og vel holóttur ostur.
Já og svona til að hafa það alveg á hreinu, að ég var einn af þeim sem hugsuðu ekki öðruvísi en flest allir aðrir og stóð í þeirri meiningu að öll mjúk dekk væru bönnuð en eftir að ég átti samtal við Harry þá fór ég og las regluna og jæja afgangin vita þeir sem þetta lesa.
Það var hinns vegar aldrei ætlunin að banna dekk eins og "Mickey Thompson Indy Profile", "Pro Trac" eða önnur gömul og góð dekk sem menn voru að "skreyta" sína bíla með.
Enda eru þau laus við allt sem heitir grip.
Já og þetta með mýktarstaðlana, þar sem þeir eru mismunandi milli framleiðanda þá verður að setja þá alla inn í reglurnar til að þeir taki gildi.
Já og með að í sumar gildi sú regla að aðeins séu leyfð radial dekk í MC, hvar stendur það.
Það er einmitt þetta sem ég er að tala um
Ég er svosem ekkert á móti því að "götu radial" dekk séu þau einu sem eru leyfð í MC,En það verður að vera einhverstaðar svart á hvítu.
Smá hugmynd sem verður MJÖG óvinsæl.
Segið öllum eins og er að stjórn klúbbsins hafi ekki haft heimild til að breyta þessari grein í reglunum utan aðalfundar eins og lög klúbbsins taka fram, og þá kemur aftur inn þessi regla með sex strigalög, og þá eru allir á radial.
Reyndar ekki hægt að útiloka drag radial, en enginn er fullkominn.
Ekki satt
Hér eru myndir af "Mickey Thompson ET Street" Ný dekk.
Getur einhver séð hvar stendur á þeim R2.