Author Topic: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!  (Read 16994 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Það að lesa.............
« Reply #40 on: September 05, 2006, 22:12:24 »
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Þú hittir naglann á höfuðið þarna :!:
Það hefur enginn lesið reglurnar nógu vel til að skilja þær :!:

Ég spyr bara alla, hvar stendur það í eftirfarandi klausu að það megi BARA nota radial dekk :?:

Tilvitnun:

"Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk."

Tilvitnun líkur.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
þetta með naglan
« Reply #41 on: September 05, 2006, 23:39:51 »
Hæ Hálfdán. Við vitum það alveg að allir sem vilja geta farið í kringum allar reglur eða teigt allt út og suður. Það  vita allir  að það var talað um radíal og ekkert annað í MC í sumar.

Ef menn ætla að mæta á Micky Thompson Indy profile SS þá geta menn alveg mætt á American racing frá Benna og þá fer að styttast í  Micky Thompson ET street - þess vegna var sagt í vetur bara radíal og ekkert smá letur - ekkert R 2 eða SC eða TRC eða HTR eða veit ekki hvað.

Þess vegna fyrir þá sem ekki eru ánægðir með radíal farið bara í SE og notið slikkana sem þið eigið.

Ég ætla að mæta í SE að ári.

Kveðja Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Sagt eða skrifað!
« Reply #42 on: September 06, 2006, 00:28:59 »
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Það er eitt sem er sagt og annað það sem er skrifað. :!:

Ég veit alveg hvað var talað um í vetur með MC og radíal dekk.
En því miður var það aldrei sett sinn í reglurnar. :!:

Það geta allir bent á að þetta eða hitt hafi verið sagt eða talað um á einhverjum tíma punkti.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að hvað sem talað var um var aldrei samþykkt, sett niður á blað og gefið út opinberlega.

Það þurfa ALLIR að fylgja sömu reglum :!:  og þess vegna eru samþykktar reglur settar niður á blað og gefnar út opinberlega. :!:

Ef það hefur einhvern veginn misfarist, þá verður að bæta úr því samkvæmt viðkomandi lögum hjá viðkomandi félagi.
Hjá KK er það aðeins aðalfundur félagsins sem getur breytt reglum.

Bíðum aðeins. :o

Var þessari grein í reglum um MC flokk breytt á aðalfundi. :?:

Ef svo er ekki er breytingin þá lögleg :?:
Og stöndum við þá ekki uppi með gömlu regluna þar sem diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga.  :shock:  :!:

Stjórnin er jú líka bundin af lögum félagsins ekki satt. :!:  :idea:  :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
« Reply #43 on: September 06, 2006, 02:09:09 »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
« Reply #44 on: September 06, 2006, 13:24:53 »
TILVITNUN:::::::::
Að öllu framansögðu má ljóst vera að ég er ekki hrifinn af götuslikkum í MC en ég lýsi líka yfir verulegum vonbrigðum mínum að ENGINN eigandi þeirra fjölmörgu tryllitækja sem flutt hafa verið inn s.l. ár skuli hafa mætt í MC. Ætli nýjasti innflutti bíllinn sem keppt hefur nýlega þar sé ekki Camaro Harrys? Stjórnarmaður í KK hefur sagt mér að þar á bæ hafi menn reynt talsvert að fá menn til að mæta en árangurslaust. Ég veit ekki ástæðuna en held því þó fram að hún komi dekkjamálum ekkert við.

Ragnar
_________________
Just passin´...........................gas

:::::::::::::::::::LÍKUR

Er það ekki bara málið að þeir "þora" ekki.  Það er fátt jafn neyðarlegt og að mæta á nýja (samt gamla) innflutta bílnum sínum og tapa svo  :wink:
Bara mínar vangaveltur  :roll:
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
« Reply #45 on: September 06, 2006, 17:53:36 »
Enginn veit af hverju þeir koma ekki í MC en þó mundi ég ekki vilja brigsla þeim um að þora ekki.  Við höfum ekki einu sinni hugmynd um hvort núverandi dekkjareglur skipta þar máli.  Málið er þetta:  Eins og staðan er núna ætti það að vera höfuðmarmið KK að fjölga keppendum í öllum flokkum.  Varðandi MC þá væri skynsamlegast að spyrja núverandi keppendur og þá sem hafa áhuga á að prófa flokkinn hvaða leið þeir vilja fara. Þá á ég ekki við að gerð sé nafnlaus skoðanakönnun hér á vefnum sem allir geta svarað, heldur að sest sé að líklegum keppendum og þeir spurðir spjörunum úr þar til sést í strigalögin á þeim.
Það er ekki mikið mál að útbúa slíka skoðanakönnun sem tæki 2-3 mínútur að svara.  Svo þarf að fara með hana á staði þar sem tryllitækjaeigendur safnast saman á (kvartmílukeppnir, krúserkvöld).  Niðurstöðurnar má svo leggja fyrir aðalfund sem hefur auðvitað endanlegt ákvörðunarvald.
Semsagt; það skiptir mestu máli hvað er líklegast til að fjölga keppendum í MC, en ekki hvað amatörreiserum eins og mér eða alvörureiserum eins og..... finnst um annara manna dekk.

Raggi
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
« Reply #46 on: September 06, 2006, 18:37:35 »
Það var haldinn svona fundur í gamla félagsheimilinu,ekki vantaði mætinguna þar og áhugann svo kom sumarið og ekkert gerðist.

Ég held að ástæðurnar séu þessar í þessari röð:

1.Malarvegurinn er óþverri.

(fáránlegt að eini malarvegurinn á klakanum skuli liggja að kvartmílubrautinni)

2.Vesen með tryggingarviðauka og forbílatryggingu.

Ég lenti sjálfur í því hjá TM það virðist ekki vera sama hver er eða við hvern er talað,sumir fá ekki viðauka á forbílatryggingu aðrir ekkert mál,sumir fá viðauka fyrir heilt ár aðrir eingöngu fyrir 2 daga í senn,enn aðrir þurfa svo að borga fyrir herlegheitin.

ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA HÆGT FYRIR KK AÐ KOMA ÞVÍ Í KRING AÐ ALLIR SEM KEPPA Á VEGUM KK Á BRAUTINNI FÁI SJÁLKRAFA ÞENNANN VIÐAUKA ÞAR SEM KLÚBBURINN STENDUR NÚ FYRIR HRAÐAKSTRI AF GÖTUM BORGARINNAR OG TM OFL ÆTTU AÐ SJÁ AÐ SÉR MEÐ ÞETTA.
ÞAÐ VEIT ÞAÐ HVER HEILVITA MAÐUR AÐ ÞAÐ ER MIKLU MEIRI HÆTTA Á SLYSI Á GÖTUM BORGARINNAR Í VENJULEGUM AKSTRI HELDUR EN UPPÁ BRAUT Í KEPPNI.HELVÍTIS VIÐAUKINN ÆTTI AÐ VERA FYRIR GÖTUAKSTUR.

3.Ég á hvort eð er ekki séns á að vinna
Segja það fáir en hugsa það margir.

Dekkin eru aukaatriði.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
dekk
« Reply #47 on: September 06, 2006, 22:11:04 »
Sæll Hálfdán. Þetta er ekkert mál ,við lærum bara af þessu. Það tók við ný stjórn í vetur og margir nýjir menn komu inn og þetta var kanski gert í fljótræði að skrifa þessa breytingu svona. Allir sem keppt hafa í MC í sumar virðast hafa skilið það á þann hátt að einungis mætti nota radíal.

Hálfdán afhverju sérð þú ekki um að hafa þessar reglur og allt sem þær snerta á þinni könnu? Það þarf að vera maður sem sér um að uppfæra reglur og breyta orðalagi í takt við breytingar.
 
Allir að mæta í síðustu keppni ársins, sumir á radíal
aðrir á slikkum eða soft slicks,bara vera í réttum flokk.

kv Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur og fleiri reglur.
« Reply #48 on: September 06, 2006, 22:34:02 »
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Auðvitað er um vankunnáttu þarna að ræða í breytingu á þessari reglu, en það er alveg eðlilegt þegar nýtt fólk kemur inn.
Á sínum tíma þá fékk ég til að mynda þær upplýsingar að Mickey Thompson Indy Profile SS dekkin væri 6 strigalög, sem síðan reyndist rangt.
En ég sá svo seinna að þetta var kannski eitthvað sem gæti gengið.
Og ég vona að allir muni að þessi klausa var samþykkt á reglufundi.
En við skulum líka muna það að vegna þess að ekki var hægt að ná lendingu í reglumálum MC, þá voru hinir svokölluðu "sekúndu flokkar" settir upp.

Margir segjast ekki nenna að lesa reglur af því að þær eru svo mikil lesning.
En málið er að það verður að vera svona mikil lesning til að fyrirbyggja einmitt svona lagað eins og við erum að sjá í þessu í dag.

Hvað varðar sjálfan mig þá tók ég mér frí þetta ár að minnsta kosti, en þó ekki meira en það að við Sigurjón Andersen vorum fengnir til að endurvekja "Muscle Car Deildina" sem hugmyndin er að gera í vetur.
Ég er búinn að bjóða mína aðstoð oftar en einu sinni við reglur, regluskrif og öryggismál.
En hef litlar undirtektir fengið.
Þannig að mér finnst bara best að þeir sem þarna ráða fá að læra af sýnum mistökum, ég veit að ég gerði það. :!:

En málið í dag í MC flokki er það að öll DOT dekk virðast vera leyfileg í flokknum, ef hæðarmörkum er fylgt.

Við getum síðan litið á síðuna hérna hjá okkur og séð til dæmis að ef menn fara inn á reglur á forsíðunni þá hafa þær ekki verið uppfærðar í nokkur ár, og í raun eru þær þá hinar opinberu reglur sem fara á eftir.
Svo er líka spurning um lögmæti breytinga á reglum í MC sem EKKI voru gerðar á aðalfundi. :!:  :?:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Dekk
« Reply #49 on: September 07, 2006, 00:44:18 »
Sæll Hálfdán í þessari hártogun þinni á orðalagi um dekkjareglu get ég ekki verið sammála vegna þess að það er alveg eins hægt að túlka þetta á tvo vegu í hina áttina, í reglunni stendur að dekk sem eru merkt sérstaklega soft compound eru bönnuð svo kemur hitt að inn í sviga kemu götuslikkar og þeir eru bannaðir. Ég á sjálfur nýtt par af mickey thompson et street radial  sem  eru hvergi merkt sem soft compound utan á en þau eru seld sem drag radial dekk og eru soft compound r2 samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Og eru þar af leiðandi ekki löglegir í MC. Það er náttúrulega þannig að það er ekkert sem bannar skoðunarmönnum klúbbsins að fara inn á heimasíður dekkjaframleiðanda og kynna sér þeirra framleiðslu.Ábending þín um að reglur þurfi að vera skýrar er góð og þörf ábending. Við vitum það vel sem að í þessu stöndum að reglurnar eru ekki nógu góðar margt er gamaldags og eins er ósamræmi víða í því hvað er leyft og hvað er bannað.En í sumar eru það radial dekk sem gilda í MC.
Kv Stjáni
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Meira um dekk.
« Reply #50 on: September 07, 2006, 02:57:37 »
Sælir félagar. :)

Sæll Kristján.

Já hártogun, það er rétta orðið en þetta var sett þarna inn og til hvers?
Skoðunarmenn mega að sjálfsögðu fara inn á heimasíður framleiðanda og kynna sé þeirra vörur.
Það gerði ég sjálfur þegar ég var að skoða fyrir klúbbinn.
En skoðunar menn mega EKKI nota það sem þeir finna á heimasíðum og er ekki að finna skriflegt í reglum sem gefnar eru út til almennings.
Það hafa ekki allir aðgang að tölvum sumir af þeir vilja það ekki og aðrir hreinlega eru ekki það sem er kallað læsir á tölvur, síðan geta verið mýmargar ástæður fyrir því að fólk fer ekki á netið.
Það er hvergi í neinum lögum eða reglum vitnað í "internetið" sem reglu eða lagaheimild.
Allt slíkt verður að koma á skriflegu formi, prentað og á íslensku.
Þess vegna höfum við verið að hafa fyrir því að þýða reglur þar sem ekki tala eða lesa allir ensku eða önnur mál.

Svo er það málið með orðið "slikkar", það er okkar þýðing á ensku orðunum "drag slicks" og ég er viss um að það stendur ekki á dekkjunum þínum frekar en "soft compound". :!:

Mér fannst gott að þú komst með þetta innlegg Kristján, því það vantaði einmitt "togun" í hina áttina, sem er byggð á reglunni sjálfri.

Ég setti þetta hér inn í upphafi til að sýna fram á hversu opin þessi regla er, og þá þörf fyrir að reglur séu settar fram með það fyrir augum að tilvonandi keppendur og keppendur geti reitt sig á að þær séu sem nákvæmastar.
Auðvitað er ekki hægt að gera þetta fullkomið, enda væri það sennilega bara leiðinlegt, en svona umræða er oft það sem þarf til að hreyfa við hlutunum og leiða fólki fyrir sjónir hvað sumt getur verið teygjanlegt sem allir héldu að væri þó nokkuð pottþétt.

En hvað um það, þá er reglan ennþá jafn opin þó ekki sé nema út af því að orðið "slikki/götuslikki-ar finnst ekki í orðabók, og ef ég man rétt þá stendur einhverstaðar í reglunum að ef komi upp ágreiningur um íslensku þýðinguna, þá skuli enska frumútgáfan gilda.
Þetta gildir líka fyrir tökuorð sem sett eru inn í reglurnar.
Þetta þurfti ég að láta inn í reglurnar þegar ég þýddi þær út af lagamálum ef til áfrýjunar kæmi. :!:

Þú getur alveg óhræddur notað þín "Drag Radial" dekk, og teygt gúmmíið alveg þó nokkuð langt, enda er þessi grein eins og vel holóttur ostur.

Já og svona til að hafa það alveg á hreinu, að ég var einn af þeim sem hugsuðu ekki öðruvísi en flest allir aðrir og stóð í þeirri meiningu að öll mjúk dekk væru bönnuð en eftir að ég átti samtal við Harry þá fór ég og las regluna og jæja afgangin vita þeir sem þetta lesa.
Það var hinns vegar aldrei ætlunin að banna dekk eins og "Mickey Thompson Indy Profile", "Pro Trac" eða önnur gömul og góð dekk sem menn voru að "skreyta" sína bíla með.
Enda eru þau laus við allt sem heitir grip.

Já og þetta með mýktarstaðlana, þar sem þeir eru mismunandi milli framleiðanda þá verður að setja þá alla inn í reglurnar til að þeir taki gildi.
Já og með að í sumar gildi sú regla að aðeins séu leyfð radial dekk í MC, hvar stendur það. :?:
Það er einmitt þetta sem ég er að tala um :!:
Ég er svosem ekkert á móti því að "götu radial" dekk séu þau einu sem eru leyfð í MC,En það verður að vera einhverstaðar svart á hvítu. :!:

Smá hugmynd sem verður MJÖG óvinsæl.
Segið öllum eins og er að stjórn klúbbsins hafi ekki haft heimild til að breyta þessari grein í reglunum utan aðalfundar eins og lög klúbbsins taka fram, og þá kemur aftur inn þessi regla með sex strigalög, og þá eru allir á radial.
Reyndar ekki hægt að útiloka drag radial, en enginn er fullkominn. :!:
Ekki satt :?:

Hér eru myndir af "Mickey Thompson ET Street" Ný dekk.
Getur einhver séð hvar stendur á þeim R2. :?:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Meira um dekk.
« Reply #51 on: September 07, 2006, 12:49:09 »
Quote from: "429Cobra"

Hér eru myndir af "Mickey Thompson ET Street" Ný dekk.
Getur einhver séð hvar stendur á þeim R2. :?:

 :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Húmor!!!!
« Reply #52 on: September 07, 2006, 12:53:39 »
Sælir félagar. :)

Sæll Valli, góður þessi. :lol:
Mér var nú ekki búið að detta það í hug að breyta þessu letri á dekkjunum í krossgátu. :!:  

En ekki rétt. :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
« Reply #53 on: September 07, 2006, 15:06:45 »
Ég hef mikið velt fyrir mér ljósbleiku klessunni sem er á sumum myndunum.  Svei mér þá ef þarna birtast ekki útlínur manneskju.  Ég geri mér bara ekki grein fyrir hvort þetta er Fossi björn, María mey eða Tommy Lee (reyndar þunnur).

Skipti ekki máli:  Á Ebay með þennan barða!

$$$$$$$$

Raggi
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.