Sælir félagr.
Jæja þá er það byrjað og gott mál.
Agnar:
Ég hef samið mikið af reglum en þessari dekkjareglu er ég saklaus af.
Þó ekki alsaklaus, þar sem reglan með 6 strigalaga dekkjunum var samin á almennum fundi um reglur sem ég sat ásamt öðrum þar á meðal þér.
Og ekki átti ég neinn þátt í breytingunni í vor.
Ragnar, gaman að heyra í þér, og það er gaman að heyra að einhver er ennþá að hugsa um grip á venjulegum tækjum.
Varðandi það að radial dekk spóli upp gúmmí í starti á brautum er það staðreynd.
Þetta sá ég sjáfur á bæði Orlando Speedworld og Gainsville Raceway.
Ég talaði líka við brautarstarfsmenn sem sjá um viðhald á brautum þar og þeir staðfestu þetta.
Þar er þetta hinns vegar ekki vandamál vegna þess mikla fjölda tækja sem er á mjúkum dekkjum og slikkum.
Það er meira vandmál með laust gúmmí sem liggur á brautinni og er kalt.
Það virkar eins og smásteinar og eyðileggur meira en öll radial dekk og önnur hörð dekk til samans.
Enda geta menn séð á myndum að menn eru alltaf að sópa startið og úða yfir það "trac bite" stundum jafnvel á milli ferða, og þá er það laust gúmmí sem þeir eru að sópa í burtu.
Hvað varðar hvaða dekk á að leyfa eða ekki, þá held ég að ég sé orðinn mikill talsmaður Sænsku leiðarinnar, það er að banna vissar tegundir/gerðir einfaldlega með því að setja þær í reglurnar.
Hvað varðar grip í bílum, þá er það bara að vinna í gripi og sjá hvað út úr því kemur.
Til þess eru æfingarnar
Jæja nóg í bili.