Author Topic: Vatns vesen  (Read 3942 times)

Offline Mustang´97

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/siggihall
Vatns vesen
« on: August 25, 2006, 23:19:25 »
Þannig er að ég var að skifta um vatnskassa hjá mér, þar sem sá sem var í var of lítill og vélin ofhitnaði. Sá sem ég setti í staðin er pottþétt nógu stór, sennilega á við tvo orginal. Nú ég setti í gang bara helvíti góður með mig að vera búinn að koma þessu fyrir. Nema hvað, að hann var varla búinn að ganga í mínútu þegar það byrjaði að hækka í kassanum og eftir ca. 10 mínútur var farið að sjóða á vélinni en vatnið kalt í kassanum og farnir ca. 3-4 lítrar af honum.

Þetta er 302 ford, vatnslásinn er ekki í, vatns kassinn er reyndar kominn afturí bíl.

Getur verið að dælan sé ekki að ná að dæla upp í kassann aftur eða er bara ónýt heddpakning og hann er að blása út í vatnsgang?

Fyrir fram þakkir fyrir góð svör

Kv. Siggi

Ps. hér er hægt að sjá einhverjar myndir http://www.cardomain.com/ride/2136327

Offline Mustang´97

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/siggihall
Vatns vesen
« Reply #1 on: August 26, 2006, 15:42:29 »
Það hlýtur einhver að hafa smá hugmynd hvað þetta gæti verið :?

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
vatnsmál
« Reply #2 on: August 26, 2006, 16:34:52 »
Efri lögnin aftur í kassa þarf að vera helst hærri en hin alla leið aftur í kassa og með möguleika á afloftun(nettum krana td.) annars verður þetta aldrei til friðs.
En hvernig á að kæla kassan bara opna glugga og henda afturhleranum?
Með kveðju jeepcj7
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Gizmo

  • Guest
Vatns vesen
« Reply #3 on: August 26, 2006, 17:51:25 »
Hefur þú skipt um vatnsdælu ?  Veit ekki hvernig þeir hjá Ford gera þetta, en ef að þeir eru td jafn klárir og snillingarnir hjá Jeep þá eru til vatnsdælur sem eru nákvæmlega eins að sjá nema önnur er fyrir flatreimakerfi og snýst öfugt og hin fyrir venjulegar reinar og snýst rétt.  Ef dæla fyrir flatreim er notað í venjulegt reimasetup og öfugt þá dælir dælan alltaf í öfuga átt og fljótlega hversýður á tuggunni.

Myndast þrýstingur á kerfinu um leið og þú setur í gang eða þarftu að bíða soldið ?  ef það kemur þrýstingur um leið, finnst td með að kreista hosurnar þá gæti verið farin heddpakkning hjá þér og kerfið alltaf stútfullt af lofti (pústi), það gefur ekki góða raun.

Varstu örugglega búinn að lofttæma kerfið alveg áður en þú settir í gang ?  Gott er að lyfta framendanum (eða afturendanum í þínu tilfelli)soldið til að fá loftið frá vél til vatnskassa en oftast dugir slétt gólf og að kreista neðri hosuna duglega, þá kemur loftið fljótlega, ekki gleyma að hafa miðstöðina á HOT þegar þú ert að þessu svo loftið komist þaðan líka.  Blés miðstöðin heitu þegar það fór að sjóða ?

Vatnslásinn er þarna að gefinni ástæðu, notaðu hann, sumir bílar eru með tvöfalda vatnslása sem VERÐA að vera í til að vatnið viti hvert það á að fara, ef hann er bara einfaldur þá gerir hann líka gagn, vatn á of mikilli ferð er ekki gott í kælikerfum, vatnið þarf tíma bæði til að taka upp hitann og eins til að losna við hann.

Vonandi hjálpar þér þetta eitthvað.

Offline Mustang´97

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/siggihall
Vatns vesen
« Reply #4 on: August 28, 2006, 22:55:13 »
Ég hef ekki skift um vatnsdælu, enda snúast þær held ég allar í sömu átt.

Það myndast ekki þrýstingur fyrr en eftir smá stund, svo sennilega er vandamálið hringrásin á vatninu.

Þá er bara tvennt í stöðunni, setja vatnskassan á hefðbundinn stað fyrir framan mótorinn eða setja öflugri vatnsdælu.

Hvar get ég látið skifta um element í vatnskassa? ég á orginal bronco kassann og get troðið honum fyrir framan, það er bara gat á honum.

Hvar fæ ég stærri dælu?

Kv. Siggi

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Vatns vesen
« Reply #5 on: August 29, 2006, 08:19:04 »
Centrifugal dæla getur ekki dælt í öfuga átt, hinsvegar ef hún er gerð fyrir aðra snúningsátt þá dælir hún afskaplega illa.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Caprice Classic

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 342
    • View Profile
Vatns vesen
« Reply #6 on: September 12, 2006, 16:46:40 »
ég lenti einmitt í svona veseni með cherokee sem ég átti (skipti um vatnsdælu og tók vatnslásin úr) samt var þetta eins.en þá var það plasthlífin yfir viftuna sem var brotin að neðanverðu.en þú ert líklega með rafmagnsviftu er það ekki?
Jóhann Bragi Stefánsson

Offline Mustang´97

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/siggihall
Vatns vesen
« Reply #7 on: September 12, 2006, 21:40:28 »
Jú ég er með rafmagnsviftu. En það er komið í ljós að þetta var bara lofttappi

Offline radiogaga

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 10
    • View Profile
Vatns vesen
« Reply #8 on: November 10, 2006, 12:50:49 »
Þú getur farið  í smiðjuhverfið í kópavoginum það er fyrirtæki (man ekki hvað það heitir) þar í miðju götunni (inní porti fra götunni) sem sérhæfir sig í elementum og vatnskössum og þeir eru ekki mjög dýrir.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Vatns vesen
« Reply #9 on: November 12, 2006, 03:09:22 »
Quote from: "radiogaga"
Þú getur farið  í smiðjuhverfið í kópavoginum það er fyrirtæki (man ekki hvað það heitir) þar í miðju götunni (inní porti fra götunni) sem sérhæfir sig í elementum og vatnskössum og þeir eru ekki mjög dýrir.

Stjörnublikk eða eitthvað svoleiðis var það ekki?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Vatns vesen
« Reply #10 on: November 12, 2006, 12:30:40 »
héld að hann sé frekar að meina Varahlutalagerinn ehf sem er inní sundinu bakvið bílanaust.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Vatns vesen
« Reply #11 on: November 12, 2006, 17:33:42 »
Quote from: "Racer"
héld að hann sé frekar að meina Varahlutalagerinn ehf sem er inní sundinu bakvið bílanaust.

gæti verið.. en í þarna stjörnublikk eða hvað sem það heitir nú aftur, sem er á bakvið bónus og það.. í portinu þar..  Þeir smíðuðu fyrir mig í vatnskassa í plymouth sem ég átti fyrir nokkrum árum.   Notuðu bara topp og botn og mixuðu element í hann.. Djöfulli flott gert sko :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488