Author Topic: Muscle cars, Modern Muscle cars, Street Rod, Hot Rod  (Read 2699 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Muscle cars, Modern Muscle cars, Street Rod, Hot Rod
« on: August 22, 2006, 18:53:16 »
Sælir Félagar. :)

Ég hef að undanförnu verið að spá í hugtökin “Muscle cars”, “Modern Muscle”/”Modern Muscle cars”, “Hot Rod” og “Street Rod”.
Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um USA framleidda bíla, þó svo að bílar frá fleiri löndum ættu heima inni í þessum skilgreiningum þá er ég eingöngu að ræða hér um þá sem eru framleiddir í USA.

Muscle Cars ættu flestir að kannast við og er þar verið að tala um bíla frá tímabilinu frá og með1960 til og með 1974.
Sumir vilja þó jafnvel hafa þetta nákvæmara og miða við ýmsa bíla sem menn telja að hafi verið fyrsti Muscle car bíllinn, þá má ekki gleyma því að í fyrstu voru þessir bílar kallaðir “Super cars”.
“Muscle Cars/Super Cars”, bílar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt af flestum “MuscleCar“ klúbbum:  “Muscle Car” er í sinni þröngustu skilgreiningu meðalstór bíll með keppnis möguleika, með stóra V8 vél og á því verði sem að flestir ráða við.
Flestir af þessum bílum voru smíðaðir á grunni “venjulegra” fjöldaframleiddra bíla.
“Venjulegu”  bílarnir eru yfirleitt ekki taldir til “Muscle cars”, jafnvel þó að þeir séu með stórar V8 vélar og á góðu verði.  
Ef hinns vegar er til sérstök “high performance” útgáfa af þessum “venjulegu” bílum þá fær hún þann heiður að vera kölluð “muscle car” en ekki bíllin sem hún er byggð á.

Sem dæmi um þetta er:  Buick GS, Dodge Charger R/T, Ford Torino Cobra, Plymouth GTX, Plymouth  Roadrunner, Oldsmobile 442, Pontiac GTO, osf.......
 
Þetta dæmi er tekið af  heimasíðu Musclecar club.com http://www.musclecarclub.com
Og þar inni af síðunni: http://www.musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml

Eftir að Bandaríkjamenn höfðu jafnað sig að mestu á orkukreppunni svonefndu, þá fóru þeir að taka upp þráðin sem frá var horfið 1974 og fóru að smíða alvoru bíla sem afl var í, og hafa verið að því til dagsins í dag og halda því vonandi áfram.
Þessir bílar hafa verið kallaðir “Modern Muscle cars” eða bara “Modern Muscle”.
Oft er talað um að þessir bílar hafi komið fyrst 1982.
Það hafa verið stofnaðir klúbbar fyrir þessa bíla bæði í USA og Evrópu, en oftar en ekki hafa þeir verið tegundatengdir.
Ef einhver veit um klúbba fyrir þessa “Modern Muscle” bíla þá endilega komið með upplýsingar um þá.

“Street Rod” eru auðþekkjanlegir.
Þar er um að ræða mjög gamla bíla sem búið er að fikta mikið við og setja í allskyns vélar og breyta byggingu þeirra á margan hátt.
Það eru nokkrir svona bílar til hér heima og mættu vera fleiri.

“Hot Rod” er hinns vegar samheiti yfir þá bíla sem búið er að breyta eftir smekk eiganda, og er þá bæði verið að tala um yfirbyggingu, innréttingu og vélbúnað.
Þessir bílar geta verið frá öllum heimshornum, en þeir eiga þó flestir það sameiginlegt að vera með V8 USA vélar vel tjúnaðar.
Samt hefur þetta verið að breytast í seinni tíð og aðrar vélar hafa komið inn.
Mikið af svona “Hot Rods” eru einmitt bílar frá árunum 1975 til 1982, þegar orkukreppan var í algleymingi.
Þá er mikið af pallbílum sem hafa verið smíðaðir upp sem “Hot Rod” og eru mjög flottir, enda mikil hefð fyrir pallbílum í USA.

Í mínu huga eru allir þessir bílar jafn réttháir og eru augnayndi hvar sem þeir sjást

Mig langaði bara að vekja upp svona smá umræðu um þessa bíla, hvað sé til af þeim, og hvað finnst fólki um svona bíla og er einhver með aðra skilgreiningu á þeim?

Já og endilega setja inn myndir af bílum sem tilheyra þessum hópum.

Myndirnar hér að neðan:

Ford Mustang 1966, telst til "Hot Rod"

1934 Ford Roadster, telst til "Street Rod"

1969 Shelby GT 500, Telst til "Muscle Car"

Pontiac Trans Am WS6, Telst til "Modern Muscle"
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Muscle cars, Modern Muscle cars, Street Rod, Hot Rod
« Reply #1 on: August 25, 2006, 00:05:11 »
Sammála í öllum aðalatriðum,nema ´66 Mustanginn myndi sennilega flokkast sem "restomod"þ.e. fallega uppg. bíll frá" muscle car" tímanum með þeim breytingum sem hæfa smekk eigandans.Restomod eru oft nokkuð nálægt "original" en rétttrúnaður eða bókstafstrú ekki haft að leiðarljósi.
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Restomod- Hot Rod.
« Reply #2 on: August 25, 2006, 01:13:02 »
Sælir félagar: :)

Sæll Sigtryggur.
"Restomod" er í raun og veru "tegund uppgerðar" sem skilgreinist síðan betur eftir hverju tæki.
"Hot Rod" er hinns vegar samheiti yfir USA framleidda bíla sem er búið að breyta að einhverju leyti hvað varðar vél/drifrás og/eða útlit.
Það er meira að segja talað um að "oiriginal" "muscle cars" séu "Rot Rod" :shock:  :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Muscle cars, Modern Muscle cars, Street Rod, Hot Rod
« Reply #3 on: August 28, 2006, 19:36:11 »
Smá viðbót við þessa ágætu umræðu.  Hérna eru skilgreiningar sá ofurbílum, sportbílum, tryllitækjum og tryppatækjum em við getum rifist um eitthvað fram á haustið.  Ég bind neðangreind dæmi um hvern flokk við ameríska bíla, einfaldlega vegna þess að ég þekki til sögu þeirra.


Supercar eða ofurbíll.  Hér er yfirleitt um sportbíl að ræða en það sem skilur hann frá öðrum sportbílum er að hann er mjög hraðskreiður miðað við svipaða bíla.  Dæmi um ofurbíla eru AC Cobra,  Viper, Ford GT40, Corvette (ekki allar þó). Flestir ofurbílar eru líka sportbílar en ekki eru allir sportbílar ofurbílar.

Sportscar eða sportbíll.  Tveggja sæta fólksbíll.  Vélarafl er ekki lykilatriði.  Dæmi:  Chevy Corvette, American Motors AMX, Fyrstu Ford Thunderbird árgerðirnar.

Musclecar eða tryllitæki (í guðs bænum hættið að nota orðskrípið vöðvabíll sem minnir frekar á hringvöðva eða bíl sem keyrir sláturúrgang á haugana).  Tryllitæki er amerískur bíll sem er aðeins undir miðlungsstærð (miðað við ameríska bíla af sömu árgerð), með vél sem upphaflega átti að nota í stærri bíla frá sömu verksmiðju.  Dæmi um tryllitæki:  Pontiac GTO (sem talið er fyrsta tryllitækið sem kom á markað, 1964), Dodge Charger og Dodge Coronet, Plymouth GTX og Plymouth Roadrunner, Chevy Chevelle Super-Sport, Olds 442, Buick Gran Sport, Ford Fairlane GTA og Ford Torino, Mercury Comet Cyclone og AMC Rebel Machine. Tryllitækin eru flest með drifi á afturöxli, en á því er þó undanteking sbr. Oldsmobile Toronado sem er framhjóladrifið tryllitæki.  Ég vek athygli á að vélarstærð og vélarafl er lykilatriði í skilgreiningunni á tryllitæki.  Þannig mundi Dodge Coronet með 318 vél ekki vera tryllitæki en Dodge Coronet með 383, 440 eða 426 er það svo sannarlega.

Pony car.  Ekkert gott orð er til yfir pony car enda er það lítið notað hérlendis vegna þess að flestir telja að allir ponycars séu musclecars SEM ER RANGT.   En bein þýðing á ponycars er smáhestabíll, eða tryppatæki!    Þessir bílar eru minni og léttari en tryllitæki.  Fyrsta tryppatækið er Ford Mustang en önnur dæmi eru Chevy Camaro og Chevy Nova, Dodge GTS, Plymouth Barracuda 1965-1969, Pontiac Firebird, Mercury Cougar og AMC Javelin.  Tryppatækin geta verið alveg jafn öflug og hraðskreið og tryllitækin.  Ég er viss um að eigendur tryppatækja vilja fá betra heiti yfir þá og er þeim velkomið að koma með hugmyndir hér.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.