Þetta er 68 XR7 sem ég átti í nokkur ár. Þá var hann vínrauður með svörtum viniltopp, 351W og FMX kassa.
Þetta er ekki G, ekki með GTpakka, og ekki heldur Dan Gourney, húddskópið kemur af Mustang og spoilerinn líka. Innréttingin var rauð með öllu XR7 dæminu.
Bíllinn var sprautaður svartur stuttu eftir að ég seldi hann (líklega kringum 1987) og þetta er það fyrsta sem ég sé af honum síðan.
En það er mesta furða hvað virðist vera mikið eftir af greyjinu
Hann var nú ekkert óvanur því að vera á beit greyjið því ég "gróf" hann upp á sínum tíma við svipaðar aðstæður og hann er á þessum myndum
sæll Ingvar, var hann ekki einhverntíman með 460 veistu til þess? og bíllinn er nokkuð heill að sjá, þarf ekkert gríðarlegt til að koma honum á götuna aftur.
Cougar að bíta gras.
Ef þessi stendur uppí borgarfirði er þetta örugglega bíll ofan af skaga sem settur var í geymslu uppúr 90!Man allavega eftir svona svörtum uppá skaga sem var verið að maka inn og gera kláran í geymslu!
HK RACING
Þetta er sá, stendur uppi í Borgarfirði.
einhvernveginn þá held ég að þessi bíll væri ekki að bíta gras ef að hann hefði verið skýrður Ford Mustang...
Á þessu skeri eru nú örugglega fleiri Mustang bílar að bíta gras en Cougar! meira segja allnokkrir
Sæll Moli.
Þessi bíll mun líklega vera XR-7G (Dan Gurney), sem kom með performance aukabúnaði og m.a. húddskópi. Eða hvað?
Er hann með GT sportpakkanum?
Veistu hvernig vél er í honum og hvar hann er staðsettur?
Mbk. Kristján
sæll Kristán, nei veit ekki hvernig vél, en já ég tók þessar myndir ásamt nokkrum í viðbót, man hinsvegar ekki hvað bærin heitir, veit bara hvar hann er. Ég bankaði að dyrum hjá bóndanum en því miður var hann ekki heima.