Já það var aldeilis fjör á sunnudaginn, gott veður og margir góðir tímar litu dagsins ljós.
Rúdolf fór niður fyrir 10 sekúndna múrinn, fór á 9,97 að mig minnir.
Þórður hoppaði líka þarna niður í 9,44 þegar hann skrúfaði frá flöskunni.
Leifur fór á 8,85 og 150 mílum,
Gunni fór á Golfinum á 13,4 á radíal dekkjunum spólandi í 3ja gír og 109 mílum
Elli fór á 13,2 eða 13,3 á 200 SX
Harrý Hólmgeirs fór niður í 12,9 á Camaro
Síðasta ferðin í GF var æsispennandi þar sem Benni vann á ljósunum á 9,515 á móti 9,505 hjá Þórði sem var ekki eins snöggur af stað.
Fleiri voru að gera góða hluti en þetta er svona það sem ég man.
Annars fór þetta svona:
N-flokkur mótorhjól:
1. sæti Hrafn Sigvaldason Suzuki
2. sæti Davíð S. Ólafsson Suzuki
GT-flokkur bílar
1. sæti Gunnar Sigurðsson Golf GTI Turbo
2. sæti Ellert Hlíðberg Nissan 200 SX
MC-flokkur
1. sæti Harrý Hólmgeirsson Camaro ´69
2. sæti Gunnlaugur V. Sigurðsson Camaro ´79
GF-flokkur
1. sæti Benedikt Eiríksson Vega
2. sæti Þórður Tómasson Camaro
_________________
Kv. Nóni