Miklu sléttara yfirborð.... bíllinn stendur ekki á nokkrum steinum heldur á rennisléttu plani (sjá t.d. bílaplanið við smáralindina, uppi þ.s. maður fer í bíó)...
Flottast væri að sjá burnoutboxið líka í steypu = miklu betri ending á dekkjum, jafnari dekkjahitun... og það væri hægt að koma fyrir "skál" (bungu) fyrir vatnið. Svo mætti steypa aðeins framyfir 60 fetin.
Þetta yrði með bestu framtökum sem klúbburinn hefur gert! Miklu meira fyrir áhofandann að sjá, menn að taka meira á bílunum í startinu (wheelstand, brotin drif o.fl. skemmtilegt)
Þetta er minn draumur
Kiddi.