Bílaklúbburinn Krúser heldur áfram að sýna bíla á fimmtudagskvöldum sem fyrr að Bíldshöfða 18. Síðast mættu um 80 bílar og þegar nær dró Laugaveginum var enn að bætast í hópinn.
Næstkomandi fimmtudagskvöld, eða þann 27 Júlí kl: 20:00 verður sýndur 1971 Chevrolet El Camino SS.
Einnig verður hægt að skoða 1969 Ford Mustang Mach 1 sem er í geymslu hjá okkur eins og er, og hefur ekki sést í fjölda ára. Að auki er ef til vill von á góðum gest frá Noregi. En það er 1965/1966 Ford Mustang Convertible.
Það verður mikið um að vera að vanda og mikil stemning.
Glimrandi tónlist í anda sjöunda og áttunda áratugarins, og fyrir slikk er hægt að fá ískalt Coca Cola og Prins til að seðja hungrið. Klukkan 21:30 verður svo haldið niður í miðbæ ef veður leyfir.
Þá er það bara að telja tímana og biðja fyrir góðu veðri!
Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vantaMeð kveðju,
Krúsers-hópurinn
komnir til að vera.
Bíldshöfða 18.