Author Topic: Æfingin frábær!  (Read 2046 times)

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Æfingin frábær!
« on: July 21, 2006, 23:46:59 »
Æfingin í kvöld var alveg frábær og til fyrirmyndar þrátt fyrir smá tafir í byrjun út af ljósunum sem voru stillt fyrir sandinn, menn voru afslappaðir og allt gekk ljómandi. Nýliðar voru nokkrir og stóðu sig mjög vel, bílarnir voru alls 27 og hjólin 7. Það kólnaði hastarlega eftir því sem leið á kvöldið en mér fannst áhorfendur samt harka það af sér miðað við það að sumir voru frekar léttklæddir.
Nú svo er keppnin á morgun og vil ég minna meðlimi á það að hafa skírteinin sín með sér og sýna í hliðinu, starfsmönnum til upplýsinga og reyna eftir fremsta megni að stoppa í hliðinu og sýna það en ekki bruna þar í gegn og veifa því framan í starfsmennina.
Kostnaði er haldið í lágmarki að venju og kostar litlar 1000kr inn og frítt er fyrir 16 ára og yngri. Sjoppan er enn á sínum stað með gotterí og samlokur og gos og svala.
Og eitt að lokum, hundar eru með góða heyrn og reynum að skemma hana ekki með því að láta greyin húka upp við brautina í gífurlegum hávaðnum frá tækjunum. Einnig eiga hundaeigendur eða forráðamenn að þrífa eftir þá skítinn en ekki eftirláta öðrum það.
Svo skulum við öll mæta brosandi og glöð á morgunn og skemmta okkur frábærlega!
  :lol:
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline runarinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Æfingin frábær!
« Reply #1 on: July 22, 2006, 01:53:57 »
en klukkan hvað er keppnin?
Rúnar Ingi Garðarsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Æfingin frábær!
« Reply #2 on: July 22, 2006, 02:03:12 »
Ég geri ráð fyrir að tímatökur hefjist kl 13 að venju, keppni kl 14.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Æfingin frábær!
« Reply #3 on: July 22, 2006, 10:22:27 »
hefur það ekki verið örlítið fyrr hingað til?  Tímatökur kl. 11:00?  eða eitthvað nálægt því.. og keppni kl. 13.. æji man ekki :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline NOS

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 32
    • View Profile
Re: Æfingin frábær!
« Reply #4 on: July 22, 2006, 14:01:55 »
Quote from: "Sara"
Æfingin í kvöld var alveg frábær og til fyrirmyndar þrátt fyrir smá tafir í byrjun út af ljósunum sem voru stillt fyrir sandinn, menn voru afslappaðir og allt gekk ljómandi. Nýliðar voru nokkrir og stóðu sig mjög vel, bílarnir voru alls 27 og hjólin 7.


já þetta var algjör snilld og ekki má gleyma að hrósa staffinu glæsilegt hjá ykkur  :lol:  :lol:
  :lol: