Sæll Geir.
Ég er ný farinn að nota Canon EOS 30D.
Hann Páll bróðir minn keypti hana fyrir mig í Bangkok í vor.
Ég hafði þangað til notað Canon Rebel Digital (heitir hérna EOS 300D).
30D vélin hefur það fram yfir 300D að hún tekur 5. myndir á sek, en 300D aðeins þrjár, þá tekur 20D vélin 5 Myndir á sek enn ekki eins margar í einu eins og 30D.
Bæði 20D og 30D eru 8,2 megapixel, og eru kallaðar "semi professional".
En það er nú einu sinni þannig að það er ekki myndavélin sem ræður því hversu góður ljósmyndari maður er, það er oft sem maður tekur bestu myndirnar á "lélegustu" vélarnar.