Sælir félagar.
Vegna þess að hann Sigtryggur var að setja Fairlane-inn á númer í dag, þá ákváðum við nokkrir félagar að samgleðjast honum í góða veðrinu.
Við ókum því niður í Nauthólsvík og lögðum þar í smá stund.
Hér má síðan sjá þessa fimm bíla sem komu í þennan litla hóp.
Eftir veðurspánni að dæma þá á að vera betra veður á morgun

,
Þannig að við erum að spá í að endurtaka leikinn á sama stað og á sama tíma, það er kl: 21 á miðvikudagskvöldið 19-7 sem sagt í kvöld. (Skrifað eftir miðnætti).
Við vonum bara að sem flestir geti mætt og haft gaman af, enda er þetta flottur staður.
