Kvartmílan > Mótorhjól
númeraplötur??
Sara:
Já það er sérkennilegt með lögregluna, hvað sumir innan hennar eiga erfitt með að una öðrum eitthvað eins og þetta sem virðist vera í fínu lagi við lesninguna. Ég get bætt við löggusögur í svona málum, þannig var hjá mér og mínum að við höfðum fest kaup að millistærð af jeppa hjá umboðinu sem flytur þá inn, og fengum við hina og þessa aukahluti sem ég nenni ekki að telja upp hér, nema hvað að í þeim pakka voru filmur í rúður, allstaðar nema framrúðuna, var okkur tjáð að þetta væri löglegt og að sjálfsögðu mjög töff. Nema hvað að viku eftir afhendingu á fína bílnum er minn úti í bíltúr í Kópavoginum og þá er hann stöðvaður af lögregunni sem sagði að hann væri með ólöglegar filmur í hliðarrúðunum og yrði að fjarlægja þær, hann (minn) sagðist myndu gera það og hugðist ræða við umboðið um málið, en nei takk það var ekki tekið í mál hann yrði að taka filmurnar úr á staðnum annars myndu þeir klippa númerin af nýja bílnum og honum gert að skilja hann eftir á staðnum! Það kom að sjálfsögðu ekki til greina af hálfu míns að skilja nýja fína bílinn eftir á víðavangi svo að hann tók til við að hreinsa filmurnar af rúðunum. Hann ræddi síðar við umboðið sem tjáði honum það að þetta væri í fyrsta skiptið sem svona kæmi upp og þeir athuguðu málið í reglugerðunum sem sýndu fram á það að þetta væru fyllilega löglegar filmur og ekkert athugavert við að hafa þær í bílum á þeim tíma, í dag koma margir bílar til landsins með rúðum sem eru nánast svartar allan hringinn og ekkert athugavert við það en bíllin hjá okkur var filmulaus það sem eftir var :( My point in all this er það að ef að lögreglan stoppar þig, fáðu annað álit á málum eins og þessum áður en að þú segir já já ok við lögguna sem er ekki alvitur!
Valli Djöfull:
það er nú bara rugl sko.. greinilega misjanft eftir á hverjum maður lendir... með filmur í framrúðum.. er reyndar búinn að eiga bílinn í nokkra mánuði og aldrei verið böggaður á filmunum mínum en á akureyri á bíladögum var GRIMMT sektað vegna filma. Þeir voru bara að setja boðun í skoðun miða á bílana en ekki hóta einhverju rugli. Það er náttúrulega bara bull og ég myndi ekki taka það í mál. Ég myndi þá allavega vilja sjá það á prenti að þeir megi bara klippa af bílnum útaf þessu. En HINS vegar hef ég heyrt að þeir séu að hóta þessu, en ekki allir. Sumir segja bara eins og er "ef þú vilt sleppa við sekt og vesen þá máttu rífa þetta úr hér á staðnum á meðan við bíðum".
En þeir eru misjafnir. Þeir náðu litla bró á akureyri og settu boðun í skoðun á hans bíl en ég slapp eins og alltaf hehehe... 8) En það kemur að því að þeir ná mér líka :) hann var svona þegar ég keypti hann by the way :)
JHP:
--- Quote from: "ValliFudd" ---það er nú bara rugl sko.. greinilega misjanft eftir á hverjum maður lendir... með filmur í framrúðum.. er reyndar búinn að eiga bílinn í nokkra mánuði og aldrei verið böggaður á filmunum mínum en á akureyri á bíladögum var GRIMMT sektað vegna filma. Þeir voru bara að setja boðun í skoðun miða á bílana en ekki hóta einhverju rugli. Það er náttúrulega bara bull og ég myndi ekki taka það í mál. Ég myndi þá allavega vilja sjá það á prenti að þeir megi bara klippa af bílnum útaf þessu. En HINS vegar hef ég heyrt að þeir séu að hóta þessu, en ekki allir. Sumir segja bara eins og er "ef þú vilt sleppa við sekt og vesen þá máttu rífa þetta úr hér á staðnum á meðan við bíðum".
En þeir eru misjafnir. Þeir náðu litla bró á akureyri og settu boðun í skoðun á hans bíl en ég slapp eins og alltaf hehehe... 8) En það kemur að því að þeir ná mér líka :) hann var svona þegar ég keypti hann by the way :)
--- End quote ---
Það þætti mér líka gaman að sjá...Ef þeir mundu hóta mér þessu þá fengju þeir og í sín ófríðu smétti.
Mitt álit á löggum -->
Racer:
einhver staðar heyrði ég að ef þessi gæðastaðall á sjálfri rúðunni er hægt að lesa þá er filman lögleg enda er það eina sem þessi lög eru byggð á.
verst sumar löggur eru tilbúnar að röfla þá filman sé al glær
Gulag:
"Ljósgegnumstreymi framrúðu og fremstu hliðarrúða skal innan eðlilegs sjónsviðs vera a.m.k.70%. "
þeir eru að nota þessa reglugerð þegar þeir láta taka dökkar filmur úr rúðunum..
sjálfur er ég með númerið upp á rönd á gafflinum á hjólinu hjá mér, ég veit þetta er ólöglegt, en ég myndi mun frekar reyna að eyða púðri í að mótorhjól fái að nota minni númer en þau sem við þurfum að nota í dag.
Best væri að fá sömu stærð og er í ameríkuhrepp...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version