Skuggamenni
Ég er með tilgátu um hvað er í gangi hér, en þarf að fara allt til ársins 1975 til að gefa forsendurnar:
Sumarið það var haldið sveitaball í hinum magnaða ballstað Húnaveri. Þar mættu m.a. nokkrir norðlenskir piltar á 4-ra gíra 390 bláum 67 Mustang sem enn er við villihestaheilsu á Akureyri. Á þessum tímum var hægt að kaupa andskoti grófmynstruð breið dekk undir amerísk tryllitæki og þessi Mustang var búin slíkum. Nokkrir ballgestir fóru að skoða Töngina þar á meðal einhverjir Siglfirskir jakar. Einn þeirra skreið undir bílinn og hrópaði æstur upp yfir sig: "Nei, nei strákar, hann er á vetrarslikkum!"
Ég held að þeir sem hrópa á brautarbit séu bara ekki búnir að taka vetrarslikkana undan, enda hefur tíðin ekki gefið tilefni til þess........
Strákar
Eru ekki til einhver sérstök dekk fyrir svona akstur sem grípa betur