Kvartmílan > Aðstoð

vatnskassa vandræði

(1/4) > >>

427W:
Er með 427 windsor,  Tók af henni álhedd og setti önnur ný í staðinn og skipti um knastás og lyftur.   VIð þessar breytingar þá ælir hann vatninu upp úr vatnskassan í affallið.  Affallið tekkur um líter og eftst á því er smá gat,  upp úr þessu gati spýtist vatnið af honum.  
Nú líklegast er að þetta sé hedd pakkning,  og er ég búin að skipta um hana,  Einnig er ég búin að taka 1 og 1 kerti úr og láta velina ganga  til að prófa heddið en allt er eins, ,   þegar að hann hefur náð 180 í hita og ég hef vatnskassann opin þá kemur vatnið upp um lokið eins og alda,  Er einnig búin að láta renna í gegnum vatnskassan til að athuga stíflu en hann er hreinn og fínn,  
Er einhver með uppástungu hvað er að hrella mig??     kv Smári

ilsig:
Smári til að vera viss um að heddpakkning sé heill þá getur þú tengd
loftkerfi húsins inná cyl.1 til að sjá hvort það koma loftbólur í yfirfallið,
siðan koll af kolli.

kv.Gilli Sveinss.

427W:
Takk fyrir þetta Gísli, ég ætla að prófa þetta .  En að vísu er ég búin að skipta um hedd pakkningar tvisvar,  fyrst þegar að ég setti heddinn á og svo skipti ég um pakkningu þar sem ég hélt að eitthvað væri að pakkninguni, en allt það sama,    er einhver með önnur svör við þessu vandamáli,  hefur einhver lent í svipuðu máli?????   kv smári

kristján Már:
en sérðu engin merki um raka í olíu?
ertu búinn að prufa taka vatnsláinn úr? var nefnilega í svip. vandamáli með 455 pontiac en tók síðan vatnslásinn úr og það hætti og ekki veit ég hvað olli en það dugði

427W:
Sæll Kristján,  Það er ekkert vatn í olíunni,  og einnig er ég búin að taka vatnslásinn úr, og það var nákvæmlega eins.  Þetta byrjar þegar hann nær 180 í hita þá byrjar hann að æla þessu upp .   Um daginn þá kom ég upp á braut til að reyna hann og tók eina létta ferð ,  og í þeirri ferð sá ég strókinn koma upp og missti ég um 2 lítra af vatni af honum,    kveðja smári

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version