Author Topic: Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..  (Read 5041 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« on: June 09, 2006, 19:08:35 »
nema það sé æfing eða keppni og allir með viðaukann og tilheyrandi en það er í lagi að þruma á flugvelli á 280kmh á Ford GT?? wtf :evil:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #1 on: June 09, 2006, 20:42:13 »
það er erfitt að koma þessum vængjuðu skrípum á loft á 70  :D
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #2 on: June 09, 2006, 20:47:32 »
ussss eins gott að Brimborg sjái þetta ekki,kalla 30mills ford GT vængjað skrípi :D
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #3 on: June 09, 2006, 21:05:04 »
Ef það gildir 70km/h hámarkshraði á kvartmílubrautinni, líka þegar dragsterar eiga í hlut þá hlýtur 70km/h hámarkshraði að gilda á flugvöllum og eiga um flugvélar líka er það ekki? Ég sé alveg keflavíkurlögguna fyrir mér fara út að mæla núna. 400km/h á 70 svæði hvað er það há sekt?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #4 on: June 10, 2006, 17:36:32 »
Quote from: "Trans Am"
nema það sé æfing eða keppni og allir með viðaukann og tilheyrandi en það er í lagi að þruma á flugvelli á 280kmh á Ford GT?? wtf :evil:


Já þetta er skrýtið :roll:

En við erum nú samt að springa úr hamingju með að þeim hafi tekist að leigja völlinn, nú þurfum við ekki að smíða braut - hún er klár á besta stað og gott að fara að sækja um keppni 8)

kv
Björgvin

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #5 on: June 10, 2006, 18:00:35 »
Nákvæmlega, og það eru margar kappakstursbrautir í heiminum sem hafa orðið úr flugvöllum sem hafa verið lagðir af.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Brimborg tekur þátt í byggingu æfingabrauta
« Reply #6 on: June 10, 2006, 18:47:44 »
Brimborg tekur þátt í byggingu æfingabrauta
Bílaáhugamenn á íslandi hafa svo árum skiptir talað fyrir þeim hugmyndum að hér á landi væru til afmarkaðar akstursbrautir til nota við umferðarkennslu og akstursíþróttir. Þetta er sjálfsögð krafa en því miður hefur árangurinn verið lítill. Við höfum kvartmílubrautina sem er góð sem slík og á Kvartmíluklúbburinn heiður skilinn fyrir að hafa staðið að uppbyggingu og rekstri hennar. Í umræðunni er að byggja braut í Reykjanesbæ og á Akranesi. Brimborg styður þær hugmyndir af heilum hug. En engar alhliða æfingabrautir eru til í dag. Það er staðreynd þó það sé líka staðreynd að þeir sem stunda akstursíþróttir ættu auðvitað að hafa jöfn tækifæri til að stunda þess konar íþrótt eins og aðrar íþróttir. Til þess þarf afmarkaðar brautir vegna þess að ekki er ásættanlegt að stunda akstursíþróttir á almennum umferðargötum. Það er ljóst og um það deilir enginn.

Við frumsýningu Brimborgar á Ford GT á Akureyrarflugvelli er flugvöllurinn tákn um öruggt og afmarkað aksturssvæði og með því að velja flugvöll sendir Brimborg skilaboð til viðeigandi aðila að sérhæft og afmarkað æfingasvæði vantar fyrir bílaáhugamenn á Íslandi.


Ford GT hjálpar við að reisa æfingabraut
Það er afar spennandi en um leið krefjandi að hafa ákveðið að kaupa Ford GT til landsins. Fyrir okkur hjá Brimborg voru þrjár meginástæður fyrir þessum kaupum. Í fyrsta lagi vildum við leggja okkar að mörkum og nýta Ford GT sem tákn um það hvernig beisla megi kraft með ábyrgð og þannig styðja þær hugmyndir sem eru í gangi um að byggja afmarkaðar æfingabrautir fyrir unga sem reynda ökumenn. Í öðru lagi er Ford GT einhver merkilegasta goðsögn bílaheimsins og því fengur að því að fá bílinn til Íslands fyrir alla bílaáhugamenn. Í þriðja lagi sýnir Ford GT þá hátækni og þann metnað sem Ford Motor Company hefur yfir að ráða við bílaframleiðslu.

Við sem bílaáhugamenn skiljum allir spennuna sem því fylgir að kaupa svo einstakan bíl, en við verðum um leið að hugsa um ábyrgðina sem við þurfum að bera í umferðinni – sérstaklega þegar jafn kröftugur bíll og Ford GT á í hlut.


Beislum kraft með ábyrgð
Akstur kraftmikilla bíla, sem hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og aukinn hraðakstur, einkum ungra ökumanna með oft hræðilegum afleiðingum, krefst þess að bílainnflytjendur axli samfélagslega ábyrgð í síauknum mæli. Eins og þið væntanlega vitið er kjörorð okkar hjá Brimborg “Öruggur staður til að vera á” og við ákváðum strax, eins og áður sagði, að nota Ford GT til að varpa ljósi á umferðaröryggi og mikilvægi þess að bera ábyrgð í umferðinni.

Sumir gætu vissulega spurt hvort það sé ekki svolítil þversögn að reyna að stuðla að auknu umferðaröryggi með innflutningi ofursportbíls á borð við Ford GT. Við teljum að svo þurfi alls ekki að vera – heldur þvert á móti geti Ford GT verið tákn um hvernig eigi að beisla kraft með ábyrgð. Og það ætlum við að sýna með komu Ford GT hingað til lands.


Ford GT er táknmynd öryggis
Kröftugir sportbílar og jafnvel ofursportbílar á borð við Ford GT þurfa nefnilega ekki að vera táknmynd hættunnar í umferðinni, eins og svo oft vill því miður verða. Þeir geta allt eins verið táknmynd öryggis, því það er eins með bíla og flest önnur mannanna tól að það er sjálfur notandinn sem ræður því hvort bíllinn sé hættulegur eða ekki.

Þess vegna höfum við hjá Brimborg ákveðið að nota tækifærið við kynninguna á Ford GT til að hvetja til öryggis í umferðinni. Við munum því nota öll tækifæri sem gefast til að sýna fram á hvernig hægt sé að beisla kraft með ábyrgð, enda er það grundvallaratriðið við akstur allra farartækja.


Ford GT sameinar bílaáhugamenn og yfirvöld
Ford GT á að vera sameiningartákn áhugamanna um sportbíla og þeirra sem hvetja til öruggrar umferðarmenningar. Það er mikilvægt að þessir aðilar geti komið saman og rætt málin – og það er okkar meining að gera Ford GT að samkomustað þessara aðila, sem hingað til hafa oft ekki náð saman.

Það er meðal annars vegna þessarar áherslu á öryggi að við frumsýnum Ford GT á Akureyrarflugvelli með góðfúslegu leyfi flugvallaryfirvalda – á afmörkuðu og öruggu svæði. Það er jafnframt táknrænt að keyra Ford GT á flugvallarsvæðinu, því eins og við þekkjum er öryggi óvíða jafn mikið og í flugi – og það mættum við í hinni hefðbundnu umferð taka okkur til fyrirmyndar.


Bílaáhugamenn eiga æfingabrautir skilið
Þess vegna munum við líka á næstu mánuðum nota Ford GT til að kynna mikilvægi þess að byggja afmarkaðar æfingabrautir til umferðarkennslu og akstursíþrótta, þannig að áhugasamir ökumenn, ungir sem aldnir, geti lært að beisla kraft ökutækja sinna með ábyrgri hegðun.

Að lokum. Framundan eru bíladagar á Akureyri. Bílaáhugamenn taka sig margir saman og keyra norður. Það ríkir spenna, gleði og eftirvænting. Þar safnast menn og konur saman til að stunda sitt áhugamál og horfa á glæsilega bíla.

Sýnum ábyrgð og mætum heil á mótstaðinn.

Virðingarfyllst
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #7 on: June 10, 2006, 22:42:52 »
Sælll Egill og velkominn á spjall Kvartmíluklúbbsins. Það er gott mál þetta framtak ykkar hjá Brimborg að benda á vöntunina á akstursvæði gott innlegg sem vonandi hjálpar við að flýta uppbyggingu á svona svæðum eins og Kvartmíluklúbburinn hefur fengið úthlutað.En það sem þessi þráður byrjaði á var ábending um að þegar þið voruð að prófa Ford GT 40 þá eruð þið að prófa bílinn á miklum hraða án öryggisbúnaðar fyrir ökumann. Þið eruð reyndar ekki einir um þetta því það virðist ekki gilda það sama um bílaprófanir eins og gildir um akstursæfingar og keppnir. Þannig að til þess að
beisla kraft með ábyrgð þá á að sjálfsögðu að gera það á lokuðu svæði og hafa ökumann bílsins með hjálm.

Með vinsemd Kristján Finnbjörnsson  Stjórnarmeðlimur Kvartmíluklúbbsins.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #8 on: June 10, 2006, 22:56:30 »
Sæll Kristján

Takk fyrir ábendinguna.

Eins og þú nefnir er mikilvægt að vera á lokuðu svæði og það var einmitt það sem við gerðum. Varla er hægt að finna lokaðra svæði en flugvöll. Bæði slökkvilið og sjúkrabíll voru á svæðinu og fylgdust með allan tímann og flugbrautin er 2 km. löng og sérstaklega breið (sennilega eins og 6 akreinar) þannig að staðurinn var ákjósanlegur ef eitthvað færi úrskeiðis.

Hápunkturinn var síðan flug Arngríms Jóhannssonar yfir bílinn á ferð. Í það hlutverk fengum við tvo rallökumenn sem aka Ford Focus rallbílnum sem einmitt leiðir sinn flokk á þessu ári. Þetta eru vanir menn og þeir voru báðir með hjálma og í viðurkenndum eldföstum göllum og skóm.

Þannig að ég tel að við höfum gert okkar ítrasta til að gera þetta af ábyrgð. En ég þakka að sjálfsögðu ábendinguna eins og áður sagði.

Það er mikilvægt að við vinnum saman að þessu sameiginlega hagsmunamáli bílaáhugamanna og bílaumboða að fá öflugt æfingasvæði hér á landi.

Með kveðju
Brimborg
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #9 on: June 11, 2006, 00:27:01 »
Sæll Egill

Þakka góð svör .Við hjá Kvartmíluklúbbnum fögnum þessum liðsauka í baráttunni fyrir æfingarsvæði sem bílaumboðin eru.Gaman væri ef þið sæuð ykkur fært að koma með Ford Gt 40 á æfingu hjá okkur á Föstudagskvöldi.Þá væri hægt að sjá virkni bílsins á kvartmílubrautinni og vekja athygli á málstaðnum um leið.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #10 on: June 11, 2006, 15:17:16 »
Quote from: "Kristján F"
Sæll Egill

Þakka góð svör .Við hjá Kvartmíluklúbbnum fögnum þessum liðsauka í baráttunni fyrir æfingarsvæði sem bílaumboðin eru.Gaman væri ef þið sæuð ykkur fært að koma með Ford Gt 40 á æfingu hjá okkur á Föstudagskvöldi.Þá væri hægt að sjá virkni bílsins á kvartmílubrautinni og vekja athygli á málstaðnum um leið.


Það yrði virkilega skemmtilegt
Geir Harrysson #805

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #11 on: June 11, 2006, 20:53:33 »
Að vísu þyrfti að fylgja með tryggingarviðauki og hjálmur svo að þetta sé nú allt saman löglegt er það ekki.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Brimborg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #12 on: June 12, 2006, 11:22:42 »
Sæll Kristján

Ég þakka gott boð sem við þiggjum með þökkum. Við þurfum bara að finna rétta föstudaginn í þéttskipaða dagskrá Ford GT. En við leysum það saman.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #13 on: June 12, 2006, 13:26:15 »
Ford GT fór 11.20 á 130+mph í prufu hjá Motortrend svo það verður spennandi að sjá hann á brautinni 8)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #14 on: June 13, 2006, 03:44:26 »
gaman væri að sjá hann á móti subaru STi  :idea:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Hármarkshraði á Kvartmílubrautinni 70kmh en..
« Reply #15 on: June 14, 2006, 22:02:14 »
Quote from: "Hondusnáði"
gaman væri að sjá hann á móti subaru STi  :idea:


GO STI! marteinn svo gasaru bara stiið og stingur frodinn af!
Einar Kristjánsson