Author Topic: Umhverfisráðherra að missa í brækurnar....  (Read 2238 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Umhverfisráðherra að missa í brækurnar....
« on: June 07, 2006, 22:21:02 »
Quote
Fréttablaðið, 07. Júní 2006 03:45
Til greina kemur að banna torfæruhjól
"Það kemur til greina að banna þessi hjól þó að ég vilji reyna aðrar aðferðir fyrst," segir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra um akstur torfæruhjóla utan vegar. "Ég höfða til ábyrgðar þessara manna sem þarna eiga í hlut. Það er ekki komið að þessu ennþá og ég er ekki með neinar hótanir en ég vil undirstrika alvarleika þessa máls." Sigríður segist hafa átt mjög gott samstarf við vélhjólamenn en svo virðist sem margir líti ekki á akstur utan vegar af nægilega mikilli alvöru.
Ráðherra segir að fyrst um sinn verði tekið á utanvegaakstri á þann hátt að auka eftirlit og höfða til samvisku þeirra sem slík hjól nota. Sigríður telur að nauðsynlegt sé að herða viðurlög með því að hækka sektir og jafnvel komi til greina að gera ökutæki upptæk sen notuð eru á þennan hátt. "Þetta eru mjög alvarleg afbrot og sums staðar er um varanlegar skemmdir að ræða. Það er óafsakanlegt," segir Sigríður.
Land í næsta nágrenni við höfuðborgina virðast vera undir sérstaklega miklu álagi og Andrés Arnalds, fagstjóri hjá Landgræðslunni, hefur bent á að ástandið á Reykjanesi sé sérstaklega alvarlegt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, tekur undir með Andrési. "Reykjanesfólkvangur er allur stórskemmdur eftir utanvegaakstur mótorhjóla og vandamálið vex ár frá ári. Það kemur ekkert annað til greina en að banna umferð þessara tækja alfarið ef árangur á að nást í að stöðva eyðilegginguna."
Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir það afar misjafnt hvað gróður þoli rask vel. "Plöntur sem vaxa hægt, eins og til dæmis mosi, eru mjög lengi að jafna sig og för eftir tæki geta sést í marga áratugi. Hafa skal hugfast að snemmsumars er gróðurinn sérstaklega viðkvæmur þegar frost er að fara úr jörð." Sigurður minnir á að gróðurskemmdir geti orðið sérstaklega miklar ef vatn renni um förin því vatnið grafi sig niður og margfaldi tjónið. Ef ítrekað rask verði á landsvæði geti farið svo að skemmdirnar séu varanlegar og sérstakt uppgræðsluátak þurfi til að koma landinu í samt horf.

 
 
Þessi stórundarlega grein, eða getum við frekar sagt stórundarlega yfirlýsing umhverfisráðherra Íslands birtist í Fréttablaðinu 7 júni 2006, þarna er í stuttu máli málið það að einhverjir óvandaðir aðilar á vélhjólum hafa verið að aka utan vega og stórskemmt mosa og gras.. eitthvað sem sosum er ekkert að sjást í fyrsta skipti í íslenskri náttúru, því bæði jeppamenn og fleiri hafa stundað þessa iðju frá árdögum faratækja á Íslandi.   Ég er í sjálfu sér sammála aðilum málsins og sjálfsagt velflestum íslendingum um það að það eigi ekki að skemma náttúru Íslands með þessum hætti, mun eðlilegra er að skemma hana með stóriðjuframkvæmdum með blessun umhverfisráðherra eða krókóttum vegum um land allt sem eru í mörgum tilfellum tugum kílómetra of langir vegna ótrúlega margra beygja á leiðinni..
 
Ég næ aftur á móti varla upp í nefið á mér yfir þessari FÁRÁNLEGU yfirlýsingu ráðherrans, að það komi til greina að BANNA þessi hjól.. HALLÓ???? hvað í ósköpunum er að gerast hérna á Íslandi ????  Gerir umhverfisráðherra sér grein fyrir að það eru í landinu um 5000 mótorhjól ???  það gera sennilega um 7-8000 atkvæði sem ráðherra vill sjálfsagt fá í komandi alþingiskosningum ... !!!!  
 
Umhverfisráðherra segir síðar í fréttinni að hún sé ekki með neinar hótanir.. ehmm.. hvað er þetta annað en hótun?  er þetta þá loforð?  eða persónulegar hugmyndir ráðherrans?  Ég get ekki tekið þessa manneskju alvarlega fyrr en hún biður íslendinga afsökunar á þessum ummælum sínum, því svona hótanir/álit/loforð eða hver fjandinn þetta er hjá manneskjunni viðgekkst um nokkurra ára skeið í Þýskalandi og er litið frekar alvarlegum augum í dag, þetta er ekkert annað að argasti FASISMI...
 
Það kemur til greina að lúberja Sigríði Önnu Þórðardóttur fyrir þessi ummæli, það er ekki komið að því ennþá og ég er ekki með neinar hótanir.
Atli Már Jóhannsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Umhverfisráðherra að missa í brækurnar....
« Reply #2 on: June 17, 2006, 00:22:31 »
:roll:

Atli Már Jóhannsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Umhverfisráðherra að missa í brækurnar....
« Reply #3 on: June 19, 2006, 13:16:49 »
:lol:

Það er auðvitað bara eitt í stöðunni, banna bykkjurnar  :lol:

Auk þess eiga menn ekki að leika sér að matnum  :wink:
Agnar Áskelsson
6969468