Author Topic: Imprezumíla á laugardaginn.  (Read 15351 times)

Offline GO 4 IT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Tímatökubúnaður
« Reply #40 on: June 04, 2006, 11:43:13 »
Hvernig er hægt að halda keppnir þegar tímatökubúnaðurin er búin að vera bilaður í mörg ár. Þess umræða hefur komið upp síðustu 3 ár. Skrítið hvesu búnaðurinn þolir illa Japanska bíla.
Kveðja Magnús.
Magnús Sigurðsson.

Offline Svezel

  • In the pit
  • **
  • Posts: 53
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #41 on: June 04, 2006, 13:05:28 »
Maður getur tæplega gagnrýnt þessa tíma sem Matti er að taka þar sem hann hefur tekið svipaða tíma oft á sitthvorri brautinni og náttúrlega þekktur fyrir að kreista bílana sína niður í ótrúlegustu tíma. Ég veit að sti'inn hans virkar MJÖG vel og í raun eru 60ft það eina sem ég kaupi ekki, þ.e. í kringum 1.5s.

Svo er staðreynd að það er betra grip á daginn en á kvöldin þarna á brautinni og menn greinilega sammála um að hún hafi verið einstaklega góð í gær þ.a. ég ætla ekkert að efast um 402m tímana á GT bílunum ykkar. Tók ekki bíllinn hans Danna 13.1 eða álíka fyrir nokkrum árum þarna upp á braut og menn verið að ná þessum bílum niður í lágar 13 með litlum breytingum og góðum akstri?

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #42 on: June 04, 2006, 15:01:07 »
Það verður að laga þessi ljósa/sellu mál  :!:

Það hefur sennilega komið oftar fyrir en ekki að keppnir og æfingar eru að dragast á langinn vegna einhverskonar vandræða með tímatökubúnaðinn.

Ég fór upp á braut á föstudaginn og þegar öryggisbíllinn var búinn að vera lengur í brautinni en keppendur þá hafði bæði ég og pabbi misst áhugann og skellum okkur bara á rúntinn.

Synd þar sem þetta er í fyrsta sinn sem að hann kemur þangað uppeftir.
Það hefði verið gott ef þetta hefði heillað hann einhvað, hann hefði verið vís til að taka þátt með einum eða öðrum hætti.

Kv. Aggi
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #43 on: June 04, 2006, 16:09:36 »
til þeirra sem skoðuðu ekki bílinn minn, var ég á semi-slikkum, sömu og koma orginal á nýjasta STi ´06.

ég náði frekar MJÖG góðu starti í þessum 12,382 tíma







60ft: 1,627
1/8: 7,793 @ 85,23 mílum
1,4: 12,382 @ 106,38 mílum


ég fer bara neðar seinna i sumar :wink:
Subaru Impreza GF8 '98

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #44 on: June 04, 2006, 17:52:03 »
Quote from: "Nóni"
Því miður er ekki hægt að staðfesta tíma úr vinstri braut


 :?
Agnar Áskelsson
6969468

Offline GO 4 IT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Tími
« Reply #45 on: June 04, 2006, 18:30:58 »
En að taka 60 fet á 1.22 á rakri braut í kulda. Það er vætalega í lagi.
Kveðja Magnús.
Magnús Sigurðsson.

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #46 on: June 04, 2006, 18:38:44 »
Quote from: "firebird400"
Quote from: "Nóni"
Því miður er ekki hægt að staðfesta tíma úr vinstri braut


 :?


Hversu lélegt er þetta að verða

Kveðja,

Geiri ekki sáttur :cry:
Geir Harrysson #805

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #47 on: June 04, 2006, 18:54:11 »
Magnús,

1.22 á 60ft í 1000+ hp bíl á slikkum, tekið af stað á Transbrake.... og þú ert að líkja því við 60ft á Imprezu.... kommon.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #48 on: June 04, 2006, 19:02:31 »
Ekki vera sárir strákar,sólin ruglaði sellurnar í vinstri braut vegna þess að það vantar kassa yfir þær,það hefur komið fyrir í keppnum líka og hefur ekkert með japanska bíla að gera.

Besti 60ft tími á Imprezu mældist 1.04 á imprezu daginn :lol:

Þeir sem trúa því að þeir fari 1.5-6 eða 7 60ft mæta bara næsta föstudag eða í keppni á laugardag og keppa þá bara í GF því með þessi 60ft eiga þeir góðann möguleika á sigri.

Einar Birgirsson tók sambærilega tíma á báðum akgreinum og mun örgugglega bæta það í næstu keppni.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #49 on: June 04, 2006, 19:27:40 »
Quote from: "Trans Am"
Ekki vera sárir strákar,sólin ruglaði sellurnar í vinstri braut vegna þess að það vantar kassa yfir þær,það hefur komið fyrir í keppnum líka og hefur ekkert með japanska bíla að gera.

Besti 60ft tími á Imprezu mældist 1.04 á imprezu daginn :lol:

Þeir sem trúa því að þeir fari 1.5-6 eða 7 60ft mæta bara næsta föstudag eða í keppni á laugardag og keppa þá bara í GF því með þessi 60ft eiga þeir góðann möguleika á sigri.

Einar Birgirsson tók sambærilega tíma á báðum akgreinum og mun örgugglega bæta það í næstu keppni.


Er það ekki lélegt?
Geir Harrysson #805

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #50 on: June 04, 2006, 19:47:03 »
1,7 og 1,8 í 60ft er daglegt brauð á minum bil, á öllum æfingum :roll:

svo nuna naði eg 1,627 á rosa góðum grip dekkjum, var áður á gatslittnum vetrardruslum!
Subaru Impreza GF8 '98

Offline GO 4 IT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Tími
« Reply #51 on: June 04, 2006, 20:01:23 »
Ég er ekki að bera saman bíla. En þessi umræða hefur bara spunnist í kringum japanska bíla. Ég vænti þess að Einar bæti 60 fetin þegar brautar aðstæður verða eðlilegar, ekki satt ? Það er mjög svekkjandi að mæta og taka tíma og ef tíminn er góður þá er búnaðurinn bilaður. Hefur skeð nokkrum sinnum á síðustu 3 árum. Og það að vera með hroka gerir engum gott og fælir þessa ungu ökumenn frá klúbbnum.
Kveðja Magnús.
Magnús Sigurðsson.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #52 on: June 04, 2006, 20:14:32 »
Einar bætir trúlega sinn tíma jú... og þetta hefur gerst á síðustu 10 árum og gerist áfram næstu 100 örugglega....á flottustu Pro brautunum útí heimi gerist þetta líka.. ekki bara á Íslandi.

Það voru nú hinsvegar þeir sem keyra á þessum japönsku bílum sem vöktu athygli á þessu um daginn svo ekki er hægt að kenna okkur um hroka.

og síðast en ekki síst... þá setti Einar B. þessar 1.22 60ft. tíma í keppni þar sem allir tímar voru solid og sama sem engir af þeim bílum sem hafa verið á æfingum að keyra komu í keppni. Þannig að sá tími er afar fjarskyldur öðrum tímum sem eru ekki settir á sama degi.

og það er enginn með hroka.. bara að benda á staðreynd.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Imprezumíla á laugardaginn.
« Reply #53 on: June 04, 2006, 23:38:45 »
Jú það er virkilega lélegt en lítið við því að gera annað en að smíða kassana og mæta aftur til að bakka upp tímann.
Matti þú bara mætir næst og bakkar þetta upp og málið er dautt,hvort sem þú fórst 1.6 eða 1.7 eitthvað þá er hvort tveggja frábær árangur.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas