Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Nokkrar gamlar og góðar!
GunniCamaro:
Þá er það viskubrunnurinn, uppáhaldið mitt : SS bílar, ég held að þessi Cammi sé upphafl. SS bíll og ég held að hann hafi verið 396 (402) og ætti að þá að vera með 12 bolta hás. (reyndar ber heimildum mínum ekki saman um hvort 71 SS hefði komið með 12 b.) og væntanlega með stífari fjöðrun og jafnvægisstöng að aftan, bara að skríða undir hann og gá.
Ég held að þetta sé svarti bíllinn sem Jónas Garðar átti og var með um tíma 454 vélina sem er núna í 67 bílnum hans Ingólfs.
Þegar Grétar nokkur Hafnfirðingur átti bílinn seldi ég honum SST Cragar felgur (sléttar lokaðar krómf.) undan mínum þegar ég var að fá mér upprunalegar Rally felgurnar undir minn.
Það væri gaman að vita hvort þetta væri SS eða ekki, það er möguleiki að það sé hægt að lesa út úr plötunni í hvalbaknum, Einar er þessi félagi þinn eitthvað að dunda í bílnum og ertu eitthvað í sambandi við hann?
Einar K. Möller:
Gunni,
Hann er ekkert að dunda í honum um þessar mundir og ég er ekkert viss um hvenær eða hreinlega hvort það gerist neitt á næstunni. Ég heyri nú í honum við og við, ég skal athuga með VIN númerið á bílnum, sjá hvort ég geti ekki fengið það hjá honum, eða farið og kíkt á það sjálfur.
EKM
GunniCamaro:
Hann er bara jafn duglegur og ég, það fer kannski að komast hreyfing á minn í haust.
Þú verður að skrifa niður plötuna í hvalbaknum, VIN númerið í mælaborðinu upp við framrúðuna segir ekkert.
firebird400:
--- Quote from: "GunniCamaro" ---VIN númerið í mælaborðinu upp við framrúðuna segir ekkert.
--- End quote ---
Afhverju segir þú það, er það einhvað annað VIN en er undir húddinu
Eða er það bara svo á þessum eina bíl sökum einhvers mixs í fortíðinni ?
Firehawk:
--- Quote from: "firebird400" ---
--- Quote from: "GunniCamaro" ---VIN númerið í mælaborðinu upp við framrúðuna segir ekkert.
--- End quote ---
Afhverju segir þú það, er það einhvað annað VIN en er undir húddinu
Eða er það bara svo á þessum eina bíl sökum einhvers mixs í fortíðinni ?
--- End quote ---
VIN númerið á þessum bílum til og með 1971 segir bara til um hvort bíllin var 8 eða 6 cyl (ekki um stærð að öðru leiti), árgerð og hvar hann var settur saman.
Það er hins vegar önnur plata ofan á hvalbaknum sem segir til um option kóðana. Til dæmis hvort bíllin var RS, SS, Z28, lit ofl.
Það er örugglega svona plata á birdinum þínum líka.
Frá 1972 segir VIN númerið til um vélarstærð ofl.
-j
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version