Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Nokkrar gamlar og góðar!
Dr.aggi:
--- Quote from: "Moli" ---
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Enda er þetta 69 bíll.
var með 307 minnir mig.
En hvað varð um hann veit ég ekki.
kv.
Aggi
--- End quote ---
Jú mikið rétt Aggi, svona er að vera fljótfær! Sýndist við fyrstu sýn þetta vera 67-68 bíll en annað kom á daginn! Þetta er víst bíll sem endaði sína daga í Árbæ um 1989 og var víst upphaflega RS bíll.
--- End quote ---
Sæll Maggi.
Var hann klestur þar ?
kv.
Aggi
Dodge:
Er þessi '70 barracuda enn til einhverstaðar?
ekki á að rífa þennan 72 bíl í gulu 71 leifarnar á djúpavogi?
GunniCamaro:
Jæja strákar, nú ætla ég að ausa úr mínum ótæmandi viskubrunni.
Ljósbláa cudan var, ef ég man rétt, frekar heit 340 rella með 4 gíra kassa en hún var frekar hágíruð, náungi að nafni Haukur átti hana um tíma og fór hann ásamt vini mínum til Norðurlanda með bílinn upp úr 1980 en þar úti dó kúplinginn en ég sá þennan bíl aldrei taka almennilega á.
Síðan var einhver bónhaus sem átti hana og hann skipti á beinskiptingunni og gluggagrind á afturrúðuna !
Hebbi á Teigarhorni er aðalviskubrunnurinn í sambandi við Barracudur oc Cudur.
Ég held að Chevellan á myndinni er hans Þrastar sem var lengi í Hafnarfirði en er núna hjá Þresti á Grundarfirði.
Camaroinn er ´69 bíll sem var hvorki RS eða SS, RS var staðlaður með 327/275hp. vél og SS var 350/300 með framdiskabr. og 12 bolta en þessi bíll var 307, skálar að framan og 10 bolta hásing.
Þarna var búið að setja SS húdd og RS grill án ljósaloka enda sést ef vel er að gáð að ljósin standa fram úr grillinu vegna þess að RS er með önnur bretti með framljósin innar.
Að aftan var hann ekki með RS afturenda (bakkljósin fyrir neðan stuðara) og var þetta einn af þessum sem eigendurnir trúðu að væri RS/SS en reyndist ekki, að mínu mati, enda heyrði ég að fyrri eigandi hefði klesst hann og keypt framhluta í USA og komið hingað heim.
Síðast átti náungi upp í Breiðholti að nafni Krissi Camaroinn og ætlaði að gera hann upp en bíllinn var illa farinn og gafst hann upp og reif Camaroinn, síðast þegar ég vissi átti hann húddið með ristunum og VIN plötuna.
Það var einnig til '68 Camaro sem var búið að skrúfa SS merki á en hann var þá með húðlatri 327 vél og er, held ég, einn af ´68 bílunum sem er enn til.
Damage:
Maggi ef þú finnur mynd af gömlu vegunni hans pabba máttu láta mig vita. hún keppti í kvartmílunni í krignum 1977-1982 minnir mig.
hún var vínrauð með útbreikkuðum brettum og spoiler aftan á og 3gja gíra beinskiptingu.
leit alveg eins út og þessi nema hún var bara vínrauð og með þetta hérna að ofan og hún var með þessum línum líka
hann var keyptur af pabba vélin rifin úr honum og bíllin grafinn
+ ef það hjálpar e-ð þá heitir pabbi Torfi
Moli:
Ég skal kanna með Veguna.
En takk Gunni fyrir að leiðrétta þetta! Gott að fá þetta á hreint! Annars eru hérna tveir aðrir Camaro-ar sem ég var að velta fyrir mér hvað hefði orðið um, þú kannski sullar í viskubrunninum! Er ekki ´69 bíllinn annars gamall bíll sem þú áttir hérna á árum áður!?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version