Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Skráning í Kvartmílukeppni 20. maí

(1/4) > >>

Nóni:
Sælt veri fólkið, komið er að fyrstu kvartmílukeppninni í sumar og hefst skráning í hana á fimmtudag 18. maí. Hægt er að skrá sig í hana á netfang icesaab@simnet.is eða í síma 848 8368 á milli 20:00 og 22:00. Reynið eftir fremsta megni að senda mail með nafni, kennitölu, heimilisfangi, tæki, símanúmeri, flokki sem keppa skal í. Mail er mikið þægilegra en sími. Keppnisgjald er 2500-kr.

Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur.  Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.

Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.

Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.


Kv. Nóni

Einar Birgisson:
"Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur"

Gott og blessað en AÐALSKOÐUN er bara á stór-Hafnarfjarðar-svæðinu !

Einar K. Möller:
Ég veit alveg hvert nafni er að fara með þessu og þetta er bara FÁRÁNLEGT.

Keppendur er að koma héðan og þaðan af landinu líka.. þarf að finna út leið til að flækja ekki málin fyrir þá.

Segjum að Einar komi með bílinn frá Akureyri, fari í tjékk í Aðalskoðun og þeir neita honum um að keppa útaf einhverju... þá var ferðin til lítils... Það verður að finna eitthvað útúr þessu.

....og annað... bíllinn minn.. bíllinn hans Einsa og fleiri eru með S F I Cert... NHRA/IHRA keppnisleyfi.. dugar það kannski ekki á Kvartmílubrautinni í Hfj. ?

Dr.aggi:
Sæll Einar minn.
Ég get ábyrgst það að sambærilegt test að norðan eða hvaðan sem er svo framarlega sem um löggilda skoðunarstöð er að ræða dugar.

Kv.
Aggi

Einar K. Möller:
Bið ykkur að afsaka ræðuna.. smá pirringur í mér.. en samt...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version