Sælir félagar.
Afsakaðu Teitur að ég hafi ekki munað nafnið, og já ég var nú líka búinn að gleyma 300ZX bílnum hjá Danna.
Takk fyrir að koma því á framfæri Geir.
Hvað varðar það sem Baldur er að tala um að RS/flokkurinn sé orðinn úreltur, þá er ég ekki alveg sammála þó mikið sé til í því.
Það sem hefur gerst er það að þessir tveir flokkar RS/flokkur og GT/flokkur hafa einfaldlega orðið eftir í þróun á flokkum í spyrnu.
Það er nú einu sinni þannig að bæði bílar/mótorhjól og aukahlutir taka framförum ár frá ári, og þess vegna þarf að "uppfæra" flokkana af og til eftir þeirri þróun sem verður hverju sinni og kemur við þeim tækjum sem eru í viðkomandi flokkum.
Flokkarnir voru hugsaðir sem þrep, þannig að fyrst áttu menn til dæmis að geta komið með tæki í RS/flokk, þróað tækið og bætt tímann.
Síðan þegar komið væri að mörkunum sem reglur setja, átti viðkomandi tæki að geta farið upp um flokk.
Í þessu tilfelli GT/flokk og þá verið nokkuð samkeppnisfærir þar.
Síðan átti sama þróun að geta farið af stað í GT/flokki, og viðkomandi tæki átti síðan að enda í "samnefnara flokkana" sem átti að vera GF/flokkur, sem við getum þá kallað "endastöð" fyrir "götubílaflokkana".
Síðan er Opni Flokkurinn (OF/flokkur) flokkurinn fyrir sérsmíðaða keppnisbíla og er byggður á allt öðrum forsendum en þeir flokkar sem hafa ekki kennitíma (index) og eru ræstir á jöfnu, eða svokallaðir götubílaflokkar.
Það hefur hinns vegar verið keppanda að leggja fram tilllögur um reglubreytingar á aðalfundi, og það hefur einfaldlega ekki verið gert.
Það er nú sennilega hluti af vandamálinu með þessa flokka.
En nú er að athuga í sumar hvað megi betur fara og síðan að leggja fram tilllögu um breytingar á næsta aðalfundi sem ættu þá að koma til framkvæmda næsta keppnistímabil.
Ég vona að þetta varpi ljósi á hvernig flokkakerfið var hugsað í upphafi.