Author Topic: Svakabréf frá Ólafi í LÍA  (Read 4249 times)

Offline typer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
  • DropDeadSexy
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« on: May 01, 2006, 14:12:40 »
http://lia.is/spjall/viewtopic.php?t=115

Sjáið neðst í greininni...

"Ég fyrir mína parta er til í áframhaldandi samstarf á þeim nótum og góðu samstarfi við Davíð Ólafsson núverandi formann Kvartmíluklúbbsins. "
Mitsubishi Starion '87 (LG-553) Varahlutir
Mitsubishi Starion '87 (LG-555) Spyrnugræjan

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #1 on: May 01, 2006, 14:48:16 »
Þarna afsakar hann það að hafa ekki minnst á KK vegna þess að hann var svo þreyttur :?

Ja hann gat nú samt minnst á það að hann vildi ekkert segja um starf þeirra sem ekki væru í LÍA, við hverja átti hann við þá :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline runarinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #2 on: May 01, 2006, 15:43:47 »
Agnar, ég veit ekkert hver þú ert en hinsvegar þá myndi ég vilja sjá þig eyða frekar tíma þínum í það að byggja upp þetta mótorsport hér á landi og gera aðstöðuna betri eins og allir hér vilja eflaust, frekar en að standa í því sífellt að gagnrýna einn mann og búa til óþarfa leiðindi.
Rúnar Ingi Garðarsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #3 on: May 01, 2006, 15:51:48 »
Rúnar Ingi Garðarson

Það er rétt, þú veist ekkert hver ég er og þar með ekkert hvað ég geri eða hef gert fyrir klúbbinn.

Þar með getur þú ekkert sagt mér fyrir verkum.

Enda ef þú hefðir hugsað aðeins þá hefðir þú séð það að ég er ekki nýskráður hér eins og t.d. þú

Ég hef gert mitt besta til að halda mínum innleggjum málefnalegum og hef gert það síðan 2001

Það er ekki þitt að ritskoða það sem hér er sagt eða leiðbeina þeim sem fyrir þér voru hér.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
bréfið
« Reply #4 on: May 01, 2006, 16:03:31 »
Sæ öll . Tek mér það bersaleyfi og set hér inn bréf Ólafs.

"Það er allveg með ólíkindum, hvernig orð sem aldrei voru sögð geta spunnist í uppákomu eins og þá sem varð í síðustu viku. Mig langar til að renna yfir atburðarásina, með von um að það varpi smá ljósi á málið.

Ég var á leið til Íslands frá Imola brautinni með viðkomu í London. Um miðjan dag á mánudaginn var, hringdi Kastljós í mig til að biðja um myndir af bílum í árekstraprófunum. Mér var sagt að þetta væri í tengslum við umfjöllun um ofsaakstur á götum Reykjavíkur og fleiri staða. Ég sagði þeim að ég ætti svona myndefni, en þar sem ég væri ekki á landinu kæmist ég ekki í þær. Ég gaf þeim upp stað þar sem ég hélt að þau gætu nálgast þetta.

Daginn eftir, þ.e. þriðjudag um hádegið hringir Eyrún í Kastljósinu. Þau höfðu ekki komist í áðurnefndar myndir og því bað hún mig um að fara í málið, sem ég og gerði. Efnið var tekið saman og ég fór í Efstaleitið með það um fjögurleitið. Við skoðuðum þetta saman og hún sýndi mér þá hluta af viðtölum sem þau ætluðu að nota um kvöldið. Um hraðakstur og afleiðingar hans var spjallað nokkra stund. Meðan ég var að bíða eftir því að efnið frá mér væri fært inn á tölvur RÚV, kom Eyrún aftur og spurði mig hvort ég væri til í að koma í þáttinn um kvöldið, þar sem hún taldi að ég hefði ýmislegt til málanna að leggja. Ég baðst undan því, þar sem ég var enþá þreyttur eftir Formuluna á Imola og ferðina heim. Meiningin var að eyða kvöldinu heima með fjölskyldunni og fara snemma í háttinn. Ég benti Eyrúnu á nokkra aðila sem hún gæti haft samband við. Hún tók þessa ósk mína til greina.

Um sex leitið hringdi Eyrún aftur í mig og þrábað mig um að koma í þáttinn um kvöldið. Enn færðist ég undan, en lét að lokum tilleiðast þrátt fyrir áköf mótmæli heima fyrir. Viðtalið við mig var síðan í beinni útsendingu en aðrir á spólum. Útsendingin með mér var um 6 mínútur. Þar sem efnið var ofsaakstur á götum þá var ég í umferðaröryggis gírnum frekar en akstursíþrótta gírnum og þeir punktar sem ég var með fyrir framan mig voru því í þeim dúr. Ég átti ekki von á neinum spurningum um akstursíþróttir sérstaklega eða það starf sem fyrir hendi er í þeim efnum. Ég átti von á umfjöllun um kappakstursbrautir og æfingasvæði, sem og ökuréttindi, þrepaskiptingar þeirra og afleiðingar hraðaksturs.

Eyrún kemur með spurningar varðandi akstursíþróttir og ég svara þeim eftir bestu getu. Ég nefndi sem dæmi gokart, rally og torfæru, enda eru það þær greinar sem standa mér næst. Það er fullt af annarri starfsemi sem er stunduð hér sem er til bættrar umferðarmenningar svo sem driftkeppni BIKR, starf Kvartmíluklúbbsins, Bindindisfélags Ökumanna, Ferðaklúbbsins 4X4, Snigla, VIK og fleiri, en í örstuttu óundirbúnu viðtali getur maður ekki sagt allt. Ég var ekkert að undanskilja Kvartmíluklúbbin frekar en annað, enda hefur starf hans ekki verið kynnt nétt sérstaklega fyrir mér á þeim vetvöngum sem ég starfa á, eins og t.d. í Umferðarráði. Þetta bara þróast svona í viðtölum.

Það stóð nátturlega ekki á viðbrögðunum. Það kviknaði í spjallþráðum Kvartmíluklúbbsins og live2cruze.com. Ég var að sjálfsögðu kallaður öllum illum nöfnum af fólki sem þekkir mig ekki neitt og skýlir sér bak við nafnleind. Það snertir mig svo sem ekkert og ég hef aldrei tekið mark á slíku fólki. Ég kýs mikið frekar að eiga skoðanaskipti við fólk sem kemur fram undir nafni og ræðir málefnalega á fundum eða rituðu máli. Ég stunda ekki skítkast og ber meiri virðingu fyrir mönnum, málefnum og félögum en svo að það sé minn stíll.

Á miðvikudeginum ræddum við Eyrún þessi undarlegu viðbrögð og lýsti hún vanþóknun sinni á orðbragðinu gangvart mér. Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af því. Þetta snerti mig ekki. Hún var aftur á móti ánægð með þáttinn kvöldið áður. Hún sagði mér að Kvarmíluklúbburinn hefði verið í sambandi við sig og vildi kynna starfsemi klúbbsins til betra umferðaröryggis, sem mér þótti hið besta mál.

Það næsta sem ég veit, er að á spjallþráðum og vefsíðum er farið að auglýsa spyrnukeppni á fimmtudagskvöldið. Um miðjan daginn kemur í ljós, að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir þessari keppni eins og reglugerð um akstursíþróttir kveður á um að gera skuli. Ég hringdi í Eyrúnu og spurði hana hvort þau væru að fara að mynda þennan atburð og sagðu hún það vera ætlunina. Ég sagði henni þá frá reglugerðinni og hvað þyrfti að vera fyrir hendi til að þetta væri löglegt. Það kom henni á óvart og bað hún mig um að senda sér línu um þetta og reglugerðina, sem ég og gerði. Hún ætlaði síðan að ræða þetta við félaga sína í Kastljósinu. Meira heyrði ég ekki frá henni og ekkert fyrr en hún var að leita að Garðari til að koma í viðtal í gær.
Í fyrsta viðtalinu í Kastljósi sagði Guðbrandur Sigurðsson varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, að það þyrftu allir að taka til í sínum ranni varðandi hraðakstur. LÍA ákvað að gera það líka og þar sem við áttum von á að þetta væri ”on the record” eins og sagt er hjá Kastljósi, þá gátum við ekki annað en fara í einu og öllu eftir því sem okkur er falið af yfirvöldum og samkvæmt lögum. Ef við hefðum ekki sinnt því hlutverki okkar og slys átt sér stað hefðum við verið í afar vondum málum. Við brugðumst því við eins og við töldum réttast og báðum lögregluna um að skoða málið og gera skýrslu. Það var síðan mat lögreglunar að það sem fram fór á Kvartmílubrautinni síðastliðið fimmtudagskvöld hafi ekki verið samkvæmt lögum og reglum.
Hafi ég haft rangt fyrir mér í því efni að mati yfirvalda, þá er ég fyrstur til að bera fram afsökunarbeiðni. Rétt er bara rétt og eitt skal yfir alla ganga. Ef það sem Kvarmíluklúbburinn gerði á fimmtudaginn er rétt, þá hlýtur það sama að vera fyrir rally, torfæru og aðrar akstursíþróttir og spara þar með mikið fé í tryggingar og fyrirhöfn við leyfisveitingar.

Ég harma mjög að þessi atburðarás hafi orðið. Það var ekki ætlunin af minni hendi, þegar ég aðstoðaði Kastljós með myndefni og lét síðan teyma mig í Kastljósþáttinn á þriðjudaginn. Ég hefði betur hlustað á konuna mína og sagt ”NEI”. Það er aftur á móti sífellt verið að biðja mig um viðtöl um umferðaröryggismál og þar sem ég hef mikinn áhuga á að bæta þau mál á Íslandi, þá læt ég yfirleitt tilleiðast.

Það eru einhverjir sem telja að ég eigi eitthvað sökótt við Kvartmíluklúbbinn. Það lýsir hugsanagangi þeirra sem það segja frekar en mínum. Ég er ekki þannig að ég láti slíkt bitna á félagasamtökum eða eigum manna, eins og gert var við auglýsingaskilti Bílasölunnar Hrauns á fimmtudagskvöldið. Þegar illa er komið fram við mig á ég um það við viðkomandi persónur.

Ég átti langt, farsælt og skemmtilegt samstarf við Kvartmíluklúbbin í 25 ár, eða þar til einhverjir þar ákváðu að slíta því samstarfi og segja skilið við LÍA, FIA og þá um leið NHRA. Það var þeirra ákvörðun og sagan verður bara að leiða í ljós í framtíðinni hvort það hafir verið Kvartmíluklúbbnum til heilla. Það hefur ekkert að gera með framtíðarstarf mitt með klúbbnum. Ég lét það allavega ekki bitna á starfi mínu með Ingólfi Arnarsyni í fyrra og LÍA gaf leyfi fyrir öllum æfingum og keppnum Kvartmíluklúbbsins þegar öll skilyrði voru í lagi. Ég fyrir mína parta er til í áframhaldandi samstarf á þeim nótum og góðu samstarfi við Davíð Ólafsson núverandi formann Kvartmíluklúbbsins."





Það var hvergi auglýst keppni þetta fræga fimmtudagskvöld,það var sett upp æfing fyrir Kastljós.

Við þurfum ekki leyfi LÍA til æfinga.

Ég held að Ólafur verði að klóra betur yfir sitt klúður og axla ábyrgð.

kv Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline runarinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #5 on: May 01, 2006, 17:50:07 »
Ég var ekki að segja þér fyrir verkum heldur var ég að ráðleggja þér að breyta um viðhorf þar sem að svona viðhorf gerir ekkert nema slæma hluti fyrir sportið.

Þú getur alltaf haldið áfram að gagnrýna allt sem er allir gera, en á meðan þú gerir það þá ertu líka að rífa niður andann hjá fólkinu sem vill gera hlutina góða og bara gleyma svona hlutum og halda áfram. Þessi mistök voru leiðrétt og allt er gott.

Afhverju að halda þessu áfram?
Rúnar Ingi Garðarsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #6 on: May 01, 2006, 19:41:07 »
Rúnar ert þú sonur Garðars H. Gunnarssonsar, stjórnarmanns í LÍA
Agnar Áskelsson
6969468

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: bréfið
« Reply #7 on: May 01, 2006, 20:00:24 »
Quote from: "Harry"
Sæ öll . Tek mér það bersaleyfi og set hér inn bréf Ólafs.

"Það er allveg með ólíkindum, hvernig orð sem aldrei voru sögð geta spunnist í uppákomu eins og þá sem varð í síðustu viku. Mig langar til að renna yfir atburðarásina, með von um að það varpi smá ljósi á málið.

Ég var á leið til Íslands frá Imola brautinni með viðkomu í London. Um miðjan dag á mánudaginn var, hringdi Kastljós í mig til að biðja um myndir af bílum í árekstraprófunum. Mér var sagt að þetta væri í tengslum við umfjöllun um ofsaakstur á götum Reykjavíkur og fleiri staða. Ég sagði þeim að ég ætti svona myndefni, en þar sem ég væri ekki á landinu kæmist ég ekki í þær. Ég gaf þeim upp stað þar sem ég hélt að þau gætu nálgast þetta.

Daginn eftir, þ.e. þriðjudag um hádegið hringir Eyrún í Kastljósinu. Þau höfðu ekki komist í áðurnefndar myndir og því bað hún mig um að fara í málið, sem ég og gerði. Efnið var tekið saman og ég fór í Efstaleitið með það um fjögurleitið. Við skoðuðum þetta saman og hún sýndi mér þá hluta af viðtölum sem þau ætluðu að nota um kvöldið. Um hraðakstur og afleiðingar hans var spjallað nokkra stund. Meðan ég var að bíða eftir því að efnið frá mér væri fært inn á tölvur RÚV, kom Eyrún aftur og spurði mig hvort ég væri til í að koma í þáttinn um kvöldið, þar sem hún taldi að ég hefði ýmislegt til málanna að leggja. Ég baðst undan því, þar sem ég var enþá þreyttur eftir Formuluna á Imola og ferðina heim. Meiningin var að eyða kvöldinu heima með fjölskyldunni og fara snemma í háttinn. Ég benti Eyrúnu á nokkra aðila sem hún gæti haft samband við. Hún tók þessa ósk mína til greina.

Um sex leitið hringdi Eyrún aftur í mig og þrábað mig um að koma í þáttinn um kvöldið. Enn færðist ég undan, en lét að lokum tilleiðast þrátt fyrir áköf mótmæli heima fyrir. Viðtalið við mig var síðan í beinni útsendingu en aðrir á spólum. Útsendingin með mér var um 6 mínútur. Þar sem efnið var ofsaakstur á götum þá var ég í umferðaröryggis gírnum frekar en akstursíþrótta gírnum og þeir punktar sem ég var með fyrir framan mig voru því í þeim dúr. Ég átti ekki von á neinum spurningum um akstursíþróttir sérstaklega eða það starf sem fyrir hendi er í þeim efnum. Ég átti von á umfjöllun um kappakstursbrautir og æfingasvæði, sem og ökuréttindi, þrepaskiptingar þeirra og afleiðingar hraðaksturs.

Eyrún kemur með spurningar varðandi akstursíþróttir og ég svara þeim eftir bestu getu. Ég nefndi sem dæmi gokart, rally og torfæru, enda eru það þær greinar sem standa mér næst. Það er fullt af annarri starfsemi sem er stunduð hér sem er til bættrar umferðarmenningar svo sem driftkeppni BIKR, starf Kvartmíluklúbbsins, Bindindisfélags Ökumanna, Ferðaklúbbsins 4X4, Snigla, VIK og fleiri, en í örstuttu óundirbúnu viðtali getur maður ekki sagt allt. Ég var ekkert að undanskilja Kvartmíluklúbbin frekar en annað, enda hefur starf hans ekki verið kynnt nétt sérstaklega fyrir mér á þeim vetvöngum sem ég starfa á, eins og t.d. í Umferðarráði. Þetta bara þróast svona í viðtölum.

Það stóð nátturlega ekki á viðbrögðunum. Það kviknaði í spjallþráðum Kvartmíluklúbbsins og live2cruze.com. Ég var að sjálfsögðu kallaður öllum illum nöfnum af fólki sem þekkir mig ekki neitt og skýlir sér bak við nafnleind. Það snertir mig svo sem ekkert og ég hef aldrei tekið mark á slíku fólki. Ég kýs mikið frekar að eiga skoðanaskipti við fólk sem kemur fram undir nafni og ræðir málefnalega á fundum eða rituðu máli. Ég stunda ekki skítkast og ber meiri virðingu fyrir mönnum, málefnum og félögum en svo að það sé minn stíll.

Á miðvikudeginum ræddum við Eyrún þessi undarlegu viðbrögð og lýsti hún vanþóknun sinni á orðbragðinu gangvart mér. Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af því. Þetta snerti mig ekki. Hún var aftur á móti ánægð með þáttinn kvöldið áður. Hún sagði mér að Kvarmíluklúbburinn hefði verið í sambandi við sig og vildi kynna starfsemi klúbbsins til betra umferðaröryggis, sem mér þótti hið besta mál.

Það næsta sem ég veit, er að á spjallþráðum og vefsíðum er farið að auglýsa spyrnukeppni á fimmtudagskvöldið. Um miðjan daginn kemur í ljós, að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir þessari keppni eins og reglugerð um akstursíþróttir kveður á um að gera skuli. Ég hringdi í Eyrúnu og spurði hana hvort þau væru að fara að mynda þennan atburð og sagðu hún það vera ætlunina. Ég sagði henni þá frá reglugerðinni og hvað þyrfti að vera fyrir hendi til að þetta væri löglegt. Það kom henni á óvart og bað hún mig um að senda sér línu um þetta og reglugerðina, sem ég og gerði. Hún ætlaði síðan að ræða þetta við félaga sína í Kastljósinu. Meira heyrði ég ekki frá henni og ekkert fyrr en hún var að leita að Garðari til að koma í viðtal í gær.
Í fyrsta viðtalinu í Kastljósi sagði Guðbrandur Sigurðsson varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, að það þyrftu allir að taka til í sínum ranni varðandi hraðakstur. LÍA ákvað að gera það líka og þar sem við áttum von á að þetta væri ”on the record” eins og sagt er hjá Kastljósi, þá gátum við ekki annað en fara í einu og öllu eftir því sem okkur er falið af yfirvöldum og samkvæmt lögum. Ef við hefðum ekki sinnt því hlutverki okkar og slys átt sér stað hefðum við verið í afar vondum málum. Við brugðumst því við eins og við töldum réttast og báðum lögregluna um að skoða málið og gera skýrslu. Það var síðan mat lögreglunar að það sem fram fór á Kvartmílubrautinni síðastliðið fimmtudagskvöld hafi ekki verið samkvæmt lögum og reglum.
Hafi ég haft rangt fyrir mér í því efni að mati yfirvalda, þá er ég fyrstur til að bera fram afsökunarbeiðni. Rétt er bara rétt og eitt skal yfir alla ganga. Ef það sem Kvarmíluklúbburinn gerði á fimmtudaginn er rétt, þá hlýtur það sama að vera fyrir rally, torfæru og aðrar akstursíþróttir og spara þar með mikið fé í tryggingar og fyrirhöfn við leyfisveitingar.

Ég harma mjög að þessi atburðarás hafi orðið. Það var ekki ætlunin af minni hendi, þegar ég aðstoðaði Kastljós með myndefni og lét síðan teyma mig í Kastljósþáttinn á þriðjudaginn. Ég hefði betur hlustað á konuna mína og sagt ”NEI”. Það er aftur á móti sífellt verið að biðja mig um viðtöl um umferðaröryggismál og þar sem ég hef mikinn áhuga á að bæta þau mál á Íslandi, þá læt ég yfirleitt tilleiðast.

Það eru einhverjir sem telja að ég eigi eitthvað sökótt við Kvartmíluklúbbinn. Það lýsir hugsanagangi þeirra sem það segja frekar en mínum. Ég er ekki þannig að ég láti slíkt bitna á félagasamtökum eða eigum manna, eins og gert var við auglýsingaskilti Bílasölunnar Hrauns á fimmtudagskvöldið. Þegar illa er komið fram við mig á ég um það við viðkomandi persónur.

Ég átti langt, farsælt og skemmtilegt samstarf við Kvartmíluklúbbin í 25 ár, eða þar til einhverjir þar ákváðu að slíta því samstarfi og segja skilið við LÍA, FIA og þá um leið NHRA. Það var þeirra ákvörðun og sagan verður bara að leiða í ljós í framtíðinni hvort það hafir verið Kvartmíluklúbbnum til heilla. Það hefur ekkert að gera með framtíðarstarf mitt með klúbbnum. Ég lét það allavega ekki bitna á starfi mínu með Ingólfi Arnarsyni í fyrra og LÍA gaf leyfi fyrir öllum æfingum og keppnum Kvartmíluklúbbsins þegar öll skilyrði voru í lagi. Ég fyrir mína parta er til í áframhaldandi samstarf á þeim nótum og góðu samstarfi við Davíð Ólafsson núverandi formann Kvartmíluklúbbsins."





Það var hvergi auglýst keppni þetta fræga fimmtudagskvöld,það var sett upp æfing fyrir Kastljós.

Við þurfum ekki leyfi LÍA til æfinga.

Ég held að Ólafur verði að klóra betur yfir sitt klúður og axla ábyrgð.

kv Harry
Þannig að þetta var æfing?

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #8 on: May 01, 2006, 20:09:46 »
Óli með áratuga reynslu í stjórnun í mótor sporti og puttan á púlsinum í umferðar öriggismálum. Hefði nú átt að láta sér detta í hug eina akstur íþróttaklúbbin sem hefur aðstöðu og getu til að koma spirnuglöðum ökumönnum í réttan farveg með þessa þörf sína.
KK verður að kynna sig fyrir Óla og umferðaráði og reyna að hefja samstarf við hin ímsu umferða þetta og hitt. það gæti öruglega flítt fyrir uppbyggingu svæðisins.
Fyrirgefum nú Óla vitleisis ganginn og fáum hann í lið með okkur.
TEDDI sem á voða vont að hemja sig í umferðini og getur varla beðið eftir að æfingarnar byrji.

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #9 on: May 02, 2006, 00:55:43 »
Ég er sammála "fordfjarkanum" . Reynum að gleyma þessu og lítum fram á brautina  :wink: . Reynum að hefja samstarf sem gæti vonandi flýtt fyrir uppbyggingu nýss svæðis.

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Svakabréf frá Ólafi í LÍA
« Reply #10 on: May 02, 2006, 18:39:48 »
Quote from: "firebird400"
Rúnar ert þú sonur Garðars H. Gunnarssonsar, stjórnarmanns í LÍA


Sá eini sem ber nafnið Rúnar Ingi Garðarsson er sonur Garðars Hauks :p
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488