Author Topic: LIA-gate  (Read 2945 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
LIA-gate
« on: April 29, 2006, 11:09:16 »
Varðandi allt þetta Kastljósgate mál þá verð ég að segja nokkur orð,

Eins og ég skil þetta blákalt þá á KK að útvega leyfi og tryggingar þegar um æfingu/keppni er að ræða.. rétt?

Viss öryggisatriði á brautinni þurfa að vera til staðar... rétt?

Samkoman þarna á fimmtudaginn var "myndataka", hvorki æfing né keppni... rétt?

ef ég horfi blákalt á báðar hliðar málsins þá lítur það svona út fyrir mér:

KK og LÍA eru ekki vinir.
KK varð fúlt þegar Olafur lét til leiðast að minnast á KKbrautina í Kastljós.
KK ákvað að "beygja" reglurnar smá og bjóða Kastljósi að mynda nokkra bíla í spyrnu.
LIA hefnir sín á KK og sendir lögguna á brautina.

ég held að ef rétt sé að KK hafi gert þarna mistök, þ.e. átt að útvega tryggingar (þar sem leyfið virðist hafa verið fyrir hendi) þá á KK að biðjast afsökunar á þeim mistökum. Að reyna að fela sig bakvið "myndatöku" plottið er ekki til framdráttar að mínu áliti, þetta er eini punkturinn sem er veikur hjá KK finnst mér.

LIA með Ólaf í forsvari á að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á að minnast ekki á KKbrautina, ef rétt sé að persónulegar hvatir eða óvild Ólafs verða til þess að mál eins og þetta komist í þann farveg sem þau eru núna, þ.e. skítkast og ósætti þá þyrfti maðurinn eða stjórn LIA að íhuga afsögn hans úr LIA.  LIA gerði að mínu áliti mistök að siga lögreglunni á brautina, ef Rabbi hefði einfaldlega bent á þessar brotalamir í góðu (án lögreglu) tel ég víst að menn þarna hefðu tekið mark á því.

Að sjá Rafn Arnar mæta á brautina var erfitt að horfa á, því ég er viss um að þetta var eitthvað sem hann vildi pottþétt ekki gera innst inni, þetta mótorsport samfélag okkar hérna á íslandi er svo lítið að pissukeppnir af þessu tagi leiða aldrei neitt gott af sér.

Ég hef verið viðloðandi Kvartmíluna frá því ég man eftir mér, keppt, unnið með og fyrir klúbbinn endrum og eins, þekki marga í klúbbnum og alltaf hefur KK átt spes stað í huga mér og hjarta, það er fyrir þrautseigju örfárra einstaklinga að KK sé enn til í dag og eiga þeir menn og konur heiður skilið, þetta er ekki bara áhugamál fyrir marga, heldur lífsstíll,, ég er viss um að nokkrir hjónaskilnaðir hafi orðið bara út af Big-block græjunni í skúrnum sem fær að fara nokkur run á sumri. ;)

en ég hef einnig mjög gaman að öllu öðru mótorsporti, hvort það sé í LIA eða ekki, og sportið á ekki að líða fyrir persónulegan ágreining manna á milli.  Boðleiðirnar milli akstursíþróttana þurfa að opnast, menn þurfa að fara að anda með nefinu en ekki ofanda í leit að höggstað á náunganum.

atli már jóhannsson (nýgreiddur meðlimur í KK)
Atli Már Jóhannsson

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #1 on: April 29, 2006, 11:42:23 »
Þarna er ég mjög sammála þér að flestu leyti,held að Rabbi greyið hafi einungis verið að hlýða skipunum og fékk ekkert nema skítkast frá uppstríluðum unglingum með of stórt egó og tel ég hann stærri manninn að hafa ekki farið að munnhöggvast við þá!Hvað leyfið varðar er það minn skilningur að sækja verði um leyfi frá Sýslumanni með lágmark viku fyrirvara,allavega er það þannig með keppnir og æfingar!Veit ekki hvort aðrar reglur gildi fyrir ekki Æfingar/Keppnir!

HK RACING(Hilmar)
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #2 on: April 29, 2006, 13:33:57 »
Sæll Hilmar.
Lesið reglugerðina það er lögreglustjóri sem veitir leifið.
Ef að Ólafur Emilsson aðstoðar lögreglustjóri hefur veitt leyfi fyrir þessu þá dugir það, það er hanns að neita ef honum finnst fyrirvarinn of stuttur,
þannig að það hefur greinilega verið rólegt að gera hjá honum og þar að leiðandi afgreitt málið strax, eða hann treystir Kvartmíluklúbbnum þetta vel og telji sig ekki þurfa viku umhugsunar tíma.

Kvað tryggingar varða þá þurfum við ekki að kaupa tryggingar á keppnir,Æfingar né nokurs sem tengist okkar íþróttagreinum,þar á meðal sjónvarps auglýsingum þar sem við erum aðilar að ÍSÍ.

Þar að leyðandi var Kvartmíluklúbburinn í fullum rétti.

Agnar H
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #3 on: April 29, 2006, 14:36:25 »
Það sagt þá er bara eitt eftir úr þessu upphafs innleggi:

Ólafur Guðmundsson á og ætti að segja af sér úr stjórn LÍA þar sem það er greinilegt að persónuleg atriði eru að skyggja á dómsgreind hans og þar með er hann orðinn óhæfur til að sinna stöðu sinni.

Agnar Áskelson
Agnar Áskelsson
6969468

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #4 on: April 29, 2006, 21:31:48 »
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Hilmar.
Lesið reglugerðina það er lögreglustjóri sem veitir leifið.
Ef að Ólafur Emilsson aðstoðar lögreglustjóri hefur veitt leyfi fyrir þessu þá dugir það, það er hanns að neita ef honum finnst fyrirvarinn of stuttur,
þannig að það hefur greinilega verið rólegt að gera hjá honum og þar að leiðandi afgreitt málið strax, eða hann treystir Kvartmíluklúbbnum þetta vel og telji sig ekki þurfa viku umhugsunar tíma.

Kvað tryggingar varða þá þurfum við ekki að kaupa tryggingar á keppnir,Æfingar né nokurs sem tengist okkar íþróttagreinum,þar á meðal sjónvarps auglýsingum þar sem við erum aðilar að ÍSÍ.

Þar að leyðandi var Kvartmíluklúbburinn í fullum rétti.

Agnar H
En er ekki trygging ÍSÍ bara fyrir meðlimi KK?Er búinn að spyrja að þessu á mörgum stöðum en fæ bara ekki svar,og voru allir sem voru að keyra þarna meðlimir KK?

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #5 on: April 29, 2006, 23:28:36 »
Sæll ég var ekki persónulega á staðnum þannig að ég gett ekki staðfest það.

Agnar H
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #6 on: April 30, 2006, 14:37:41 »
Quote from: "HK RACING2"
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Hilmar.
Lesið reglugerðina það er lögreglustjóri sem veitir leifið.
Ef að Ólafur Emilsson aðstoðar lögreglustjóri hefur veitt leyfi fyrir þessu þá dugir það, það er hanns að neita ef honum finnst fyrirvarinn of stuttur,
þannig að það hefur greinilega verið rólegt að gera hjá honum og þar að leiðandi afgreitt málið strax, eða hann treystir Kvartmíluklúbbnum þetta vel og telji sig ekki þurfa viku umhugsunar tíma.

Kvað tryggingar varða þá þurfum við ekki að kaupa tryggingar á keppnir,Æfingar né nokurs sem tengist okkar íþróttagreinum,þar á meðal sjónvarps auglýsingum þar sem við erum aðilar að ÍSÍ.

Þar að leyðandi var Kvartmíluklúbburinn í fullum rétti.

Agnar H
En er ekki trygging ÍSÍ bara fyrir meðlimi KK?Er búinn að spyrja að þessu á mörgum stöðum en fæ bara ekki svar,og voru allir sem voru að keyra þarna meðlimir KK?

HK RACING


eins spurning þegar rallycross brautinn er opinn fyrir almenning er þá allir meðlimir í lía eða aík sem fá að keyra á brautinni?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Doddilitli

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
LIA-gate
« Reply #7 on: April 30, 2006, 16:18:51 »
Góðan dagin menn góðir

Tryggingin sem er innan ÍSÍ gildir bara fyrir þá sem eru sannanlega skráðir meðlimir í klúbbinn en ekki áhorfendur og önnur tjón sem geta orðið.

Og svo þetta með leifið, ætla ég að vísa nú í 15.gr sem þið hafið sjálfir vísað svo oft í.
15. gr.
Heimilt er lögreglustjóra að samþykkja ákveðin svæði til æfinga eða æfingarkeppni. Svæðið, svo og æfingar og æfingarkeppnir, skulu lúta yfirstjórn fulltrúa sem lögreglustjóri samþykkir. Leyfi til notkunar á slíku svæði skal háð samþykki sveitarstjórnar. Auk þess skal það bundið ákveðnum skilyrðum, t.d. að því er varðar merkingar á svæðinu og vátryggingu, svo og eftirlit og skipulag á æfingum og æfingarkeppnum.

Var þetta leifi komið eða þarf það kannski ekki í hvert skipti sem haldin er æfing/keppni?