Author Topic: Skoðunardagur Fornbílaklúbbsins  (Read 1711 times)

Offline graman

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
Skoðunardagur Fornbílaklúbbsins
« on: April 28, 2006, 09:36:41 »
Laugardaginn 6. maí verður sérstakur fornbíladagur hjá Frumherja hf. í Reykjavík, Hesthálsi 6-8, og á Akureyri. Þetta er þriðja árið í röð sem slíkur dagur er haldinn í Reykjavík hjá Frumherja, en í fyrsta skipti á Akureyri. Í Reykjavík hefst skoðunin klukkan 9:00 um morgunin og er búist við að allt að 100 bílar verði skoðaðir. Á Akureyri hefst skoðunin klukkan 13:00 og er reiknað með milli 20 og 30 bílum til skoðunar. Að venju verður boðið upp á drykki og meðlæti, auk sýningar á ýmsum skemmtilegum munum sem tengjast þessum gömlu bílum. Skoðunargjaldið fyrir félaga FBÍ er óbreytt frá síðustu tveimur árum eða kr. 1000 fyrir hvern bíl.

Meira á http://www.fornbill.is
Jón S. Loftsson