Author Topic: Fyrstu kílómetrarnir?  (Read 2812 times)

Offline Kawi636

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2325398
Fyrstu kílómetrarnir?
« on: April 16, 2006, 21:23:39 »
Ég er á Kawasaki ZX6R nýjum og vantar smá upplýsingar um það, ég er komin í 750 kílómetra og mér finnst að gangurinn í hjólinu sé orðin grófari og finnst suðið sem heyrist frá kassanum eða vélinni sé orðið meira eða hærra þetta er mitt fyrsta hjól þannig að ég er kannski mjög,mjög paranoid á öll hljóð sem koma frá því en hvað með það, getur grófari gangurinn ekki stafað af því að það þarf ekki að skipta um olíu? ég er búinn að fara fyrir Hvalfjörð á því 2 sinnum og var að keyra frá svona 80-135 eftir 500 kílómetra það er að segja annars hefur það verið innabæjarakstur hérna á skaganum.

Keyrslan á hjólinu

Ég er ekki búinn að keyra hjólið neitt greitt eða þannig lagað létt það snúast í 10.000-11000rpm í 6. gír og þá bara gaf ég því þétt inn  þegar það var komið í 500 kílómetra  var það nokkuð vitleysa? en er búinn að passa mig á því engar snöggar inngjafir eða "nauðganir" og hef ekkert verið að láta það snúsat í hlutlausum eða ekki mikið og þá ekki nema í 5.000 rpm en það var maður að hlusta á mótorinn hjá mér og létt það snúast snöggt í svona 12.000rpm í hlutlausum og hjólið var svona um 50 gráðu heit og það kom meiri reykur úr pústinu en ég hef séð venjulega því vinur minn á CBR 600 og ég hef alveg séð hann láta hjólið snúast í 14.000 rpm og það kom ekki svona reykur frá því þá er ég bara noiaður eða ætti ég að láta tjekka á þessu?

Kv Sævar Þór
Það eru til tvær gerðir mótorhjólamanna, þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta!!!

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Fyrstu kílómetrarnir?
« Reply #1 on: April 17, 2006, 10:48:38 »
nú veit maður ekki hvort þú hafir keypt hjólið í umboðinu eða ekki, en ef svo er þá er stutt í 1000 km skoðunina, ég myndi fara með hjólið samt fljótlega til umboðsins og láta þá hlusta það.  Ertu búinn að athuga olíuna? þ.e. hvort það sé næg olía?  er suðið hærra þegar hjólið er heitt?

varðandi tilkeyrslu þá eru margar pælingar varðandi það, margir segja að ef þú tilkeyrir vél "hratt" verði hún hröð, ef maður pælir í hvað er verið að "tilkeyra" þá eru það legur og stimpilhringir, þetta tvennt "tilkeyrist" á fyrstu mínútunum, ég hef ekki enn sé góð frök fyrir því að tilkeyra vél í þúsund km,

eitt af því versta sem hægt er að gera með mótor er að snúa honum svona hátt í hlutlausum eins og þessi maður gerði.. 12þ snúninga án mótstöðu er bara plain heimska.. ekkert skrýtið að það hafi komið reykur úr hjólinu..,.

allavega, tékkaðu á olíunni bara núna.. má vel vera að það vanti eithvað smá, reyndar eru margar af þessum nýju olíum þannig að þær þynnast mjög mikið þegar þær hitna og þá heyrist mun meira skrölt og suð í mótorhjólavélunum þar sem þetta er bara þunnir álveggir..
Atli Már Jóhannsson

Offline Kawi636

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2325398
Fyrstu kílómetrarnir?
« Reply #2 on: April 17, 2006, 21:00:13 »
Já ég keypti hjólið í umboðinu, og ég ætla að fara með hjólið á morgun í Nitro og láta þá yfirfara það held að það sé ráðlegt,

En já suðið hækkar þegar að hjólið hitnar og það er búið að ath olíuna og sá sem það gerði fyrir mig sagði að það væri nóg olía á hjólinu, það sem mér datt í hug var að hún væri orðin svo þunn að það þyrfti að skipta um hana sem og ég ætla að gera.
Það eru til tvær gerðir mótorhjólamanna, þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta!!!

Offline Hörður

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Fyrstu kílómetrarnir?
« Reply #3 on: April 22, 2006, 15:30:51 »
skyptu um olíu  og síju  og sjáðu hvað setur.
Hörður Snær Pétursson

Offline Kawi636

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2325398
Fyrstu kílómetrarnir?
« Reply #4 on: April 22, 2006, 20:00:59 »
Búinn að því og mér líst mikið betur á hjólið strax:)
Það eru til tvær gerðir mótorhjólamanna, þeir sem eru búnir að detta og þeir sem eiga eftir að detta!!!