Það er eins og það sé verið að tala við hálvita hérna strákar!
Þetta er mjög einfalt mál, áfengisnotkun og akstursíþróttir fara ekki saman og klúbburinn mun ekki styðja áfengisneyslu við æfingar uppá braut! Það gefur auga leið að þetta er íþróttasvæði fyrir akstursíþróttir, áfengi á bara ekki við þarna. Hinsvegar er ekkert sem bannar fólki að koma og æfa sig á föstudagskvöldum, hafa gaman af því að bjóða vinum og vinkonum með að horfa á, fá sér kók og pulsu og prins í sjoppunni, klára æfinguna og fara svo í bæinn drekka sitt áfengi og komast svo vonandi heim í leigubíl.
Það er hinsvegar einhver melding í gangi með ódýrt æfingagjald á föstudagsæfingunum, það kemur mjög fljótlega í ljós.