Þetta er án efa eitt það heimskulegasta sem ég hef séð menn gera, ég næ varla uppí nefið á mér fyrir gremju að menn skuli leyfa sér svona fíflaskap á götum borgarinnar.
Og eru svo í þokkabót stolltir af og gera "wannabe" "get away in stockholm" myndband.
ég held að þetta segi nú ansi mikið um vitsmuni og þroska þessara einstaklinga!!
Svo finnst mér nú kostulegt að sjá þá segja... "good luck catching an STI in the snow".... en ég sá nú ekki betur en að löggan væri þarna á AWD Volvo XC70. Og maður sem veit hvað hann er að gera, væri ekki lengi að elta svona vitleysingja uppi á svoleiðis bíl!! magnað hvað menn ofmeta alltaf imprezunar sínar.
En já, svona á ekki að vera á götum borgarinnar, og finnst mér þessi menn ættu að skammast sín og gera okkur vegfarendum það, að taka sjálfa sig í ansi góða naflaskoðun áður en þeir hugsa um að gera svona nokkuð aftur!!
Umferðin snýst ekki bara um hvað við erum að gera og hvort að VIÐ getum slasast.... heldur hvað við erum og gera og hvað við getum gert, til þess að valda okkur ekki og/eða öðrum tjóni, hvort sem það er eignatjóni eða heilsutjóni!!!!!
ég er sammála Nonna með það, að það er gott og gilt að leika sér,,, en það á að gera á þar til gerðum svæðum, þar sem enginn hætta er á slysum eða óhöppum sem kosta getað menn mikið tjón hvað varðar eignir eða heilsu!!
Og því miður höfum við íslendingar ekki svoleiðis svæði enn, og þá verðum við bara að sitja á okkur og haga okkur í samræmi við það!!!!!
kv, einn reiður!