Author Topic: hafðu þakkir fyrir Hr Ingólfur og CO  (Read 2218 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
hafðu þakkir fyrir Hr Ingólfur og CO
« on: March 20, 2006, 16:05:50 »
hafið þakkir frá mér fráfarandi stjórn KK, fyrir það ötula starf sem hefur átt sér stað á brautarstæðinu í Kapelluhrauni.
 
 steyptur pittur og malbikuð tilbakabraut er nokkuð sem menn voru búnir að láta sig dreyma um lengi.
 Ég er viss um að Benni á vegunni kann ykkur þakkir líka fyrir að vera búnir að slétta úr hrauninu þar sem hann flaug útaf,, pabbi líka og Jón Geir.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
hafðu þakkir fyrir Hr Ingólfur og CO
« Reply #1 on: March 20, 2006, 16:24:37 »
Ég tek undir þetta.

En við meigum nú ekki taka pitt steipunina af honum Stíg Herlufsen sem hann frammkvæmdi með eigin höndum í sjáfboðavinnu með fámennri hjálp fyrir Ingólfs stjórnartíð og sína, sem sagt almennur almenilegur félagsmaður.

En ég tek undir það að stjórnir Ingólfs hafa unnið stórverk á svæðinu síðastliðin þrjú ár og eiga þeir þakir skilið.

Agnar H
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
hafðu þakkir fyrir Hr Ingólfur og CO
« Reply #2 on: March 20, 2006, 18:55:42 »
nei Steyparinn ógurlegi á stórt knús skilið, sama gildir um Þórð fisksala fyrir kaffikönnurnar og trakk bætið sem hann græjaði. Bjössi Berg fyrir sponnsið á úðaranum. Davíð og Ingó langa fyrir að standa vaktina í klúbbhúsinu. þarna eru margar hendur að vinna ólaunuð verk sem margir virðast taka sem sjálfsögð.
 
 
   Mér þykir alltof mikið af þessari síðu fara í röfl og skammir yfir mönnum sem eru að reyna að gera eitthvað fyrir klúbbinn. Það eru fundir reglulega og finnst mér að menn eigi að skammast þar frekar augliti til auglitis frekar en á svona opinberum vettvangi sem netið vissulega er.

 Nær væri að leggja þessa síðu niður en að nota hana til persónulegra árása og niðurrifs á samvinnu manna í klúbbnum.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
hafðu þakkir fyrir Hr Ingólfur og CO
« Reply #3 on: March 20, 2006, 21:55:14 »
Nú er ég sammála þér Maggi, þetta er auðvitað það langmesta sem gert hefur verið í sögu klúbbsins síðan brautin var byggð. Ef við náum svo að koma upp kappaksturbraut að þá hlýtur þetta að vera heimsmet :lol:


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0