Author Topic: Flokkarugl  (Read 9118 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Flokkarugl
« Reply #20 on: March 18, 2006, 22:42:53 »
Quote from: "Dr.aggi"
Hvort það þurfi að byggja þetta í áföngum af fjárhagsástæðum þá munum við að sjálfsögðu leggja áherslu á kvartmílubrautina sem fyrsta áfanga.
kv.
Aggi


Þetta er ekki allskostar rétt Agnar, það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það í stjórn í hvað verður ráðist fyrst. Það verður að sjálfsögðu að ráðast af þörfinni og við höfum kvartmílubraut svo að það þarf ansi sterk rök til að byrja á því að laga hana. Hringakstursbraut höfum við ekki og það er að margra mati forgangsverkefni. Þetta hefur verið rætt í stjórninni og menn hafa ýmist verið sammála eða sammála eftir því hvort allir eru mættir eða ekki.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #21 on: March 18, 2006, 23:13:54 »
Quote from: "Suzuki"
Það má benda á að það er tryggingarfélag sem heitir Elísabet (TM) þar  sem þú getur tryggt bílinn þinn í þessar fimm keppnir  og málið er dautt. Þá þarf ekki að breyta flokkum fyrir þig ? :idea:

Ég er ekkert að biðja um að láta breyta flokkum fyrir MIG,talaði aldrei þannig og fer ekki fram á það,opnaði hins vegar umræðu hér um daginn um hvaða flokkar væru keyrðir og var sagt tímaflokkar yrðu keyrðir og byrjaði að smíða minn bíl í samræmi við 12,90 flokk,svo nú 2 mánuðum fyrir fyrstu keppni kemur í ljós að þið ætlið ekki að keyra hann og að bíllinn sem ég er að smíða passar ekki í neinn annan flokk!En ég er alls ekki að segja að það eigi að smíða flokkana eftir bílum sem til eru,heldur eiga menn að smíða bílana eftir flokkum en verið þá ekki að þessu helvítis hringli með flokkana og hvað þá þegar svona stutt er í sumarið!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #22 on: March 19, 2006, 00:36:46 »
Quote from: "HK RACING2"
Quote from: "Suzuki"
Það má benda á að það er tryggingarfélag sem heitir Elísabet (TM) þar  sem þú getur tryggt bílinn þinn í þessar fimm keppnir  og málið er dautt. Þá þarf ekki að breyta flokkum fyrir þig ? :idea:

Ég er ekkert að biðja um að láta breyta flokkum fyrir MIG,talaði aldrei þannig og fer ekki fram á það,opnaði hins vegar umræðu hér um daginn um hvaða flokkar væru keyrðir og var sagt tímaflokkar yrðu keyrðir og byrjaði að smíða minn bíl í samræmi við 12,90 flokk,svo nú 2 mánuðum fyrir fyrstu keppni kemur í ljós að þið ætlið ekki að keyra hann og að bíllinn sem ég er að smíða passar ekki í neinn annan flokk!En ég er alls ekki að segja að það eigi að smíða flokkana eftir bílum sem til eru,heldur eiga menn að smíða bílana eftir flokkum en verið þá ekki að þessu helvítis hringli með flokkana og hvað þá þegar svona stutt er í sumarið!

HK RACING


Sæll.

Þú ert aðeins einn af mörgum sem hafa áhuga á að keppa í sumar en passar ekki í þá flokka sem á að keppa í en eins og sjá má á svörum hér að frama þá er það aukaatriði hvort flokkar henta eða ekki.

Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #23 on: March 19, 2006, 00:42:36 »
Sælir.
Allavega á þeim stjórnarfundum sem ég hef setið hefur verið rætt um þann forgang að breikka og lengja kvartmílubrautina.
Er það ekki rétt hjá mér?

kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #24 on: March 19, 2006, 00:59:18 »
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Ingó.
Eins og ég sagði hér að ofan er ég því algerlega sammála að ýmsu þarf að breyta, en það er ekkert endilega sjálfgefið að allir séu því sammála.

Jú við erum kosnir í stjórn og þar af leiðandi veitt bæði traust og ábyrgð en líka vinnureglur til að vinna eftir, þar að leiðandi höfum við ekki heimild til að framkvæma neitt sem lögin heimila stjórninni ekki.
Þar að leiðandi ef við höldum okkur innan þess ramma hljótum við að vera traustsins verðir.

kv.
Aggi


Sæll Agnar.

Þú talar oft um það að það eigi að fara eftir lögum KK. Á aðalfundi KK fyrir tveimur árum var samþykkt að ef það yrði ekki keppt í viðkomandi flokkum í 2 ár í röð og veittur íslandsmeistaratitill þú ættu viðkomandi flokkar að falla út. Það hefur ekki verði veittur íslandsmeistaratitill í GF,SE og GT. Í tvö ár. Ég get ekki betur séð en að þetta virkt að vettugi.

Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #25 on: March 19, 2006, 01:13:25 »
Quote from: "Dr.aggi"
Sælir.
Allavega á þeim stjórnarfundum sem ég hef setið hefur verið rætt um þann forgang að breikka og lengja kvartmílubrautina.
Er það ekki rétt hjá mér?

kv.
Aggi


Sæll Agnar.

Þetta er með ólíkindum að stjórn KK hafi ýtt út af borðinu fyrrum forgangs áformum um að koma upp hringakstursbraut miðað við alla þá umfjöllun í fjölmiðlum sem þetta hefur fengið.
Ég fer fram á það að stjórnin skýri það út fyrir félögum KK hver ástæðan er fyrir þessu breyttu áheyrslum.

Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #26 on: March 19, 2006, 01:16:55 »
Sæll Ingólfur.
Hvar er þetta ákvæði í lögum félagsins ?


þannig að ef engin þáttaka verður í MC flokki í sumar verður hann lagður niður og svo koll af kolli ?
Ef mig minnir rétt þá gillti þetta ákvæði bara um amerísku flokkana, þannig voru þeir samþykktir inn og eru þar að leyðandi úti.

En ég hef verið að flétta fundargerðarbók félagsins og það hefur ekkert verið skráð í hana síðan í byrjun árs 2003 hvorki um aðalfundi né sjórnarfundi.
Þannig að hver man hvað og hver man hvað rétt?

Kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #27 on: March 19, 2006, 01:23:12 »
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Ingólfur.
Hvar er þetta ákvæði í lögum félagsins ?


þannig að ef engin þáttaka verður í MC flokki í sumar verður hann lagður niður og svo koll af kolli ?
Ef mig minnir rétt þá gillti þetta ákvæði bara um amerísku flokkana, þannig voru þeir samþykktir inn og eru þar að leyðandi úti.

En ég hef verið að flétta fundargerðarbók félagsins og það hefur ekkert verið skráð í hana síðan í byrjun árs 2003 hvorki um aðalfundi né sjórnarfundi.
Þannig að hver man hvað og hver man hvað rétt?

Kv.
Aggi


Sæll Agnar.


Þetta er ekki í lögum félagsins. Þetta er samþykkt frá aðalfundi.

Ingó.

p.s. Það hefur ekki verið leitað mikið til mín eftir upplýsingum.. Allar fundagerðir þegar ég var í stjórn eru til á tölvutæku formi
Ingólfur Arnarson

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #28 on: March 19, 2006, 01:32:31 »
Sæll Ingo aftur.
Ég veit ekki kvaða misskilningur þetta er hringakstursbrautinni hefur ekki verið ýtt út af borðinu.
En mér finnst óeðlilegt ef bærinn vill byggja þetta í áföngum (það er að segja hringinn)þá finnst mér óeðlilegt að byrja á einkverri beigju úti  í hrauni.
En pakkinn er hjá bænum með hring og alles.

Kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Flokkarugl
« Reply #29 on: March 19, 2006, 02:38:17 »
Quote from: "Dr.aggi"
Sælir.
Allavega á þeim stjórnarfundum sem ég hef setið hefur verið rætt um þann forgang að breikka og lengja kvartmílubrautina.
Er það ekki rétt hjá mér?

kv.
Aggi



Það hefur ekki verið samþykkt nein ályktun um það eða ákveðið neitt sem á að beita sér fyrir fram fyrir annað, það virðist samt vera sem að hagsmunir fárra séu teknir fram fyrir hagsmuni fjöldans í þessu sambandi. Eins og ég talaði um á síðasta fundi er það beinlínis skylda Kvartmíluklúbbsins að taka á í þessum efnum og nota undirölduna sem er í þjóðfélaginu um að það vanti svæði fyrir ökumenn sem hafa hraðaþörf. Þetta var gert hér fyrir 27 árum þegar ráðist var í byggingu kvartmílubrautarinnar af hópi vaskra manna sem vildu hraðaksturinn af götunum, við þurfum að bregðast við og nýta okkur það tækifæri sem Hafnarfjarðarbær er að rétta okkur núna og breikka og stækka Kvartmíluklúbbinn sjálfan með því að fá inn í hann nýtt blóð, ný andlit, ekki bara gömlu sleggjurnar sem voru með hakann og skófluna þarna fyrir hátt í þrem áratugum síðan heldur fólk sem vill keyra ekki bara beint heldur líka beygja og bremsa. Klúbburinn gæti hæglega stækkað í 300 manna klúbb áður en þú veist af ef stofnuð yrði kappakstursdeild eða hvað hún myndi annars heita innan klúbbsins.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Davíð S. Ólafsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 306
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #30 on: March 19, 2006, 11:53:45 »
Sælir félagar.

Ég held að það gæti smá misskilnings varðandi akstursbraut á svæðinu okkar.
Áformum um að koma upp hringakstursbraut hefur ekki verið ýtt út af borðinu ef menn halda það.
Forgangsröðun um hvað þarf að gera á svæðinu er í góðum farvegi og höfum við í stjórn rætt þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Stjórnarmenn hafa látið sýnar skoðanir í ljós á fundum og erum við að fara yfir hvað sé heppilegast að gera og í hvaða röð.

Varðandi hringakstursbraut þá er svæðið komið í skipulagskynningu.
Það kostar heljarinnar mikla vinnu og fullt af peningum að koma svona braut upp.

Hanna þarf braut, kostnaðaráætlun þarf að liggja fyrir svo það sé hægt að fara á stað til þess að finna fjárfesta sem hafa áhuga á að leggja pening í þetta verkefni.

Ef við förum í framkvæmdir á svæðinu í samráði við Hafnafjarðarbæ þá liggur fyrir að kostnaður kemur til með að skiftast 80% (hlutur bæarins) og 20% kemur í hlut KK.
Við höfum heyrt að kostnaður við að leggja góða braut og klára svæðið geti legið í allt frá 1,000 millur í allt að 1,500 millur og er það mikill peningur.

Ef við vinnum saman að þessu framtíðar verkefni þá hefst þetta að lokum.

Það er gott að fá að heyra hvað mönnum finnst um þetta verkefni og hvaða hugmyndir þið hafið.

Kveðja Davíð

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #31 on: March 19, 2006, 12:55:07 »
Tala bara við Halldór Ásgrímsson og fá Nato völlinn, málið dautt. hehehehe :D
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #32 on: March 19, 2006, 15:53:25 »
Davíð skrifar.

Ef við förum í framkvæmdir á svæðinu í samráði við Hafnafjarðarbæ þá liggur fyrir að kostnaður kemur til með að skiftast 80% (hlutur bæarins) og 20% kemur í hlut KK.
Við höfum heyrt að kostnaður við að leggja góða braut og klára svæðið geti legið í allt frá 1,000 millur í allt að 1,500 millur og er það mikill peningur.

Ef við vinnum saman að þessu framtíðar verkefni þá hefst þetta að lokum.

Það er gott að fá að heyra hvað mönnum finnst um þetta verkefni og hvaða hugmyndir þið hafið.

Kveðja Davíð[/quote]


Sæll Davíð.

KK hefur hingað til ekki getað sótt fjármagn til Hafnarfjarðarbæjar og ég á ekki von að því að verði breyting á því á allra næstu árum samanber forgangsröðun ÍBH. Það kostar mikið að fullgera svæðið en það kostar ekki meira en 15-20miljónir að malbika 12 metra breiða braut og 800 metra langa. Þetta gæti verið ágætis byrjun fyrir KK og ég hef trú á því að það yrði frekar auðvelt að fjármagna þetta með styrkjum og öðru slíku. Það er eina vitið fyrir KK að koma þessu af stað sem fyrst . Þetta gjörbreytir möguleikum KK til tekjuöflunar.

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Davíð S. Ólafsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 306
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #33 on: March 19, 2006, 20:35:14 »
Sæll Ingó

Varst þú ekki á síðasta aðalfundi KK ? Ég man ekki betur en að Gunnar Svavarsson hafi sagt á fundinum að skifting framkvæmda í samráði við bjarfélagið væri 80/20 % ,eins og aðrar framkvæmdir við íþróttamannvirki í Hafnafjarðarbæ.

Getur verið að fyrrum stjórnir hafi ekki látið reyna á það hvort við sem aðilar að IBH ættum ekki möguleika á fjármagni frá Hafnafjarðarbæ til framkvæmda á vegum KK ?

Að tala um að það verði auðveldara og breyti möguleikum á að fá fjármagn inn í starfsermi KK ef við komum upp hringakstursbraut.

Mér er spurn, hvað var gert af fyrri stjórn til þess að fá fjármagn inn í klubbinn ?

Ég veit ekki betur en að ég hafi komið þér í samband við stöndugt fyritæki hér í bæ og hafi verið gefið vilyrði fyrir að kosta tíma og hraðaskilti á brautina. Hvað skeði og hvers vegna var þeim málum klúðrað?
Var það í þágu klúbbsins ?
Mér skilst að ef það hefði verið gengið frá þessum málum í fyrra þá hefðum við fengið annan styrk í ár.


Ekki hefur verið eitt  auglýsingaskilti á brautinni í nokkur ár án þess að fá greiðslu fyrir.

Hvernig á að reka KK ef ekki fæst fjármagn inn í hann ?. Leita þarf allra leiða til þess að fá fjármagn og nota þau tækifæri sem gefast.

Þú tala um að það kosti aðeins 15-20 milljónir að bæta 800 metrum við brautina svo að við getum farið að aka í hringi.

Við þurfum að huga að framtíðinni. Hætta að fara í litla hringi eins og Ragnar Reykás.(800m)
Verum stórhuga og horfum fram á veginn. Ef og þegar við förum í að byggja upp hringakstursbraut þá á að gera þetta almennilega og fara í braut sem að er allt að 5km löng. Löglega braut til keppni í akstri bíla og hjóla.  

Ég hef átt fundi með fólki sem hefur áhuga á að setja fjármagn í svona framkvæmd eins og við stefnum öll að. Ekki hefur vantað áhuga hjá sumum þeirra.
Færa hraðakstur af götunum og inn á lokuð aksturssvæði er það sem við stefnum að.

Nýja stjórnin er nú búin að vera við völd í rúman mánuð og það er ekki hægt að ætlast til þess að við geru kraftaverk á svo stuttum tíma.

Nú er að láta verkin tala og halda lífi í KK.

Það er endalaust hægt að nöldra yfir hinu og þessu sem betur mætti fara.

Af hverju er þetta flokkarugl eins og sumir halda fram sé tilkomið ?

Það var ekki tekið á þessum málum af fyrri stjórn,heldur velt yfir á þá sem taka við.

Auðveldast hefði verið fyrir fyrri stjórn að taka flokkana fyrir á aðalfundi, afgreiða og ganga frá lausum endum.

Fyrrum stjórnar meðlimur sagði við mig er við vorum að ræða kvartmíluna á seinnihluta síðasta árs að það væri sennilega best að hvíla kvartmíluna í eitt ár eða svo vegna þess að það væri engin þátttaka í keppnum.

Hvaða sjónarmið eru þetta hjá stjórnarmönnum ?


Þetta eru mínar persónulegar skoðanir og hugrennigar.

Kv Davíð

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #34 on: March 19, 2006, 22:00:03 »
Það er nú afar barnalegt að halda það að ef að KK útvegar 20% af einhverju sé sjálfgefið að Hafnarfjarðarbær borgi 80%, sama hve upphæðin sé há eða hvert verkefnið er. :D
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Davíð S. Ólafsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 306
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #35 on: March 19, 2006, 23:12:55 »
Sæll Tóti

Það er nú bara að lesa textann.
Ef farið er í framkvæmdir í samráði við bæjarfélagið.Svo barnalegt sem það hljómar.

Varst þú ekki á aðalfundinum ?


Kv Davíð

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #36 on: March 19, 2006, 23:21:58 »
Jú Davíð, og við skulum halda okkur á jörðinni, velkominn í stjórn og gangi okkur KK meðlimum vel :)
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #37 on: March 19, 2006, 23:23:42 »
Sæll Davíd

Ég ætla að leifa mér að svara þessu lið fyrir lið.


Sæll Ingó

Varst þú ekki á síðasta aðalfundi KK ? Ég man ekki betur en að Gunnar Svavarsson hafi sagt á fundinum að skifting framkvæmda í samráði við bjarfélagið væri 80/20 % ,eins og aðrar framkvæmdir við íþróttamannvirki í Hafnafjarðarbæ.

Svar : Þetta er rétt  80/20 en þá verða íþróttafélaugin að sækja framm í gegnum forgangsröð ÍBH og það getur tekið langan tíma 4-15 ár allt eftir hversu mikilvæg þau þykja. Ef sú stjórn sem ég sat í hefði ákveðið að fara þessa leið þá værum við ekki búnir að gera mikið á svæði klúbbsins.

Getur verið að fyrrum stjórnir hafi ekki látið reyna á það hvort við sem aðilar að IBH ættum ekki möguleika á fjármagni frá Hafnafjarðarbæ til framkvæmda á vegum KK ?

Svar: Maður gæti haldið að þú værir nýr meðlimur í KK. Hafnarfjarðarbær kom með heilt hús og er að koma með rafmagn og vatn einnig báru þeir í vegin upp á braut og ekki síst þá kostuðu lagningu á ottodekki á til bakabraut sem var síðan malbikuð.

Að tala um að það verði auðveldara og breyti möguleikum á að fá fjármagn inn í starfsermi KK ef við komum upp hringakstursbraut.

Mér er spurn, hvað var gert af fyrri stjórn til þess að fá fjármagn inn í klubbinn ?

Svar: Við vorum með fasta styrktaraðila héldum bílasýningar og einnig var góð afkoma af keppnishaldi á tveim af þeim þremur árum sem ég var í stjór.

Ég veit ekki betur en að ég hafi komið þér í samband við stöndugt fyritæki hér í bæ og hafi verið gefið vilyrði fyrir að kosta tíma og hraðaskilti á brautina. Hvað skeði og hvers vegna var þeim málum klúðrað?
Var það í þágu klúbbsins ?
Mér skilst að ef það hefði verið gengið frá þessum málum í fyrra þá hefðum við fengið annan styrk í ár.

Svar : Davíð þú sast eina fundinn um mál þetta og það er rétt að viðkomandi vildi styrkja KK og ég veit ekki betur en að sé að ganga eftir í sumar. En í fyrra suma voru þeir ekki tilbúnir að klára málið.

Ekki hefur verið eitt auglýsingaskilti á brautinni í nokkur ár án þess að fá greiðslu fyrir.

Svar: Þú getu þá nítt þetta tækifæri og gert betur.

Hvernig á að reka KK ef ekki fæst fjármagn inn í hann ?. Leita þarf allra leiða til þess að fá fjármagn og nota þau tækifæri sem gefast.

Þú tala um að það kosti aðeins 15-20 milljónir að bæta 800 metrum við brautina svo að við getum farið að aka í hringi.

Við þurfum að huga að framtíðinni. Hætta að fara í litla hringi eins og Ragnar Reykás.(800m)

Svar: Við búum á Íslandi og verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Bautinn er 900m og ef bætt er við 800m og síðan aftur 800m og aftur 800m þá er hringurinn orðin 3,2 km. Þetta er hægt að gera í nokkrum áföngum .


Verum stórhuga og horfum fram á veginn. Ef og þegar við förum í að byggja upp hringakstursbraut þá á að gera þetta almennilega og fara í braut sem að er allt að 5km löng. Löglega braut til keppni í akstri bíla og hjóla.

Svar: Ef markið er of hátt þá er það eins líklegt að við lifum ekki svo lengi til að sjá það rætast.


Ég hef átt fundi með fólki sem hefur áhuga á að setja fjármagn í svona framkvæmd eins og við stefnum öll að. Ekki hefur vantað áhuga hjá sumum þeirra.
Færa hraðakstur af götunum og inn á lokuð aksturssvæði er það sem við stefnum að.

Nýja stjórnin er nú búin að vera við völd í rúman mánuð og það er ekki hægt að ætlast til þess að við geru kraftaverk á svo stuttum tíma.

Svar:Það er ekki verið að óska eftir kraftaverki heldur er verið spyrjast fyrir um stefnu þessarar stjórnar í þessu mikilvægasta máli sem KK hefur staðið frammi fyrir.

Nú er að láta verkin tala og halda lífi í KK.

Það er endalaust hægt að nöldra yfir hinu og þessu sem betur mætti fara.

Af hverju er þetta flokkarugl eins og sumir halda fram sé tilkomið ?

Það var ekki tekið á þessum málum af fyrri stjórn,heldur velt yfir á þá sem taka við.

Svar: Það er rétt þetta lendir á ykkur. Ég vildi tak á þessu í fyrra en það eru ákveðnir aðilar sem tala alltaf  um lög og reglur og ég nennti ekki í stríð. Það eru í sumum tilfellum allir sammála um hverju þarf að breyta.

Auðveldast hefði verið fyrir fyrri stjórn að taka flokkana fyrir á aðalfundi, afgreiða og ganga frá lausum endum.

Svar: Flokka reglur eiga ekki heima á aðalfundi. Það hlýtur að vera markmið stjórnar KK að þetta sé í sem bestum farvegi þar með  á hún að sjá um þetta.

Fyrrum stjórnar meðlimur sagði við mig er við vorum að ræða kvartmíluna á seinnihluta síðasta árs að það væri sennilega best að hvíla kvartmíluna í eitt ár eða svo vegna þess að það væri engin þátttaka í keppnum.

Hvaða sjónarmið eru þetta hjá stjórnarmönnum ?

Svar: Menn hafa sínar skoðanir.

Þetta eru mínar persónulegar skoðanir og hugrennigar.

Kv Davíð

Kv Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Flokkarugl
« Reply #38 on: March 22, 2006, 09:53:59 »
eruð þið ekki komnir undir hatt íþróttahreifingarinnar..

ég held það sé svoleiðis að þegar þið eruð orðnir fullgildir félagar innan íþróttahreifingarinna þá eigi bærinn að skaffa mannvirki til iðkunnar.

en svo er aftur hvað það tekur langann tíma :)

og annað,, hvernig ætla menn að eiða 1000 til 1500 mills í þetta..
moka stóra holu og grafa féð þar?

ef svo er þá mætti allveg láta mig vita hvar sú hola verður :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Valiant 69

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
Aðeins meira um flokka.
« Reply #39 on: March 25, 2006, 17:28:20 »
Í sambandi við þessa flokka umræðu, er þetta nokkuð mál eru það ekki keppendur sem koma sér saman um hvað þeir vilja keyra. Hvort það eru föst index eða gömlu flokkarnir.

Varðandi það sem Agnar var að tjá sig um GF þá finnst mér það frumskylirði að það séu götubílar á skrá og á númerum sem keppa í þeim gamla flokki, enda smíðaður utan um "hraðskreiða götubíla", mætti bæta því inn í reglurnar að menn ættu að koma akandi á bílunum en ekki á 350 picup bílum með dolluna í eftirdragi. Og þyrftu að aka í burt aftur undir eigin vélarafli.
                                  Smá innskot     FG.