Sæll Davíd
Ég ætla að leifa mér að svara þessu lið fyrir lið.
Sæll Ingó
Varst þú ekki á síðasta aðalfundi KK ? Ég man ekki betur en að Gunnar Svavarsson hafi sagt á fundinum að skifting framkvæmda í samráði við bjarfélagið væri 80/20 % ,eins og aðrar framkvæmdir við íþróttamannvirki í Hafnafjarðarbæ.
Svar : Þetta er rétt 80/20 en þá verða íþróttafélaugin að sækja framm í gegnum forgangsröð ÍBH og það getur tekið langan tíma 4-15 ár allt eftir hversu mikilvæg þau þykja. Ef sú stjórn sem ég sat í hefði ákveðið að fara þessa leið þá værum við ekki búnir að gera mikið á svæði klúbbsins.
Getur verið að fyrrum stjórnir hafi ekki látið reyna á það hvort við sem aðilar að IBH ættum ekki möguleika á fjármagni frá Hafnafjarðarbæ til framkvæmda á vegum KK ?
Svar: Maður gæti haldið að þú værir nýr meðlimur í KK. Hafnarfjarðarbær kom með heilt hús og er að koma með rafmagn og vatn einnig báru þeir í vegin upp á braut og ekki síst þá kostuðu lagningu á ottodekki á til bakabraut sem var síðan malbikuð.
Að tala um að það verði auðveldara og breyti möguleikum á að fá fjármagn inn í starfsermi KK ef við komum upp hringakstursbraut.
Mér er spurn, hvað var gert af fyrri stjórn til þess að fá fjármagn inn í klubbinn ?
Svar: Við vorum með fasta styrktaraðila héldum bílasýningar og einnig var góð afkoma af keppnishaldi á tveim af þeim þremur árum sem ég var í stjór.
Ég veit ekki betur en að ég hafi komið þér í samband við stöndugt fyritæki hér í bæ og hafi verið gefið vilyrði fyrir að kosta tíma og hraðaskilti á brautina. Hvað skeði og hvers vegna var þeim málum klúðrað?
Var það í þágu klúbbsins ?
Mér skilst að ef það hefði verið gengið frá þessum málum í fyrra þá hefðum við fengið annan styrk í ár.
Svar : Davíð þú sast eina fundinn um mál þetta og það er rétt að viðkomandi vildi styrkja KK og ég veit ekki betur en að sé að ganga eftir í sumar. En í fyrra suma voru þeir ekki tilbúnir að klára málið.
Ekki hefur verið eitt auglýsingaskilti á brautinni í nokkur ár án þess að fá greiðslu fyrir.
Svar: Þú getu þá nítt þetta tækifæri og gert betur.
Hvernig á að reka KK ef ekki fæst fjármagn inn í hann ?. Leita þarf allra leiða til þess að fá fjármagn og nota þau tækifæri sem gefast.
Þú tala um að það kosti aðeins 15-20 milljónir að bæta 800 metrum við brautina svo að við getum farið að aka í hringi.
Við þurfum að huga að framtíðinni. Hætta að fara í litla hringi eins og Ragnar Reykás.(800m)
Svar: Við búum á Íslandi og verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Bautinn er 900m og ef bætt er við 800m og síðan aftur 800m og aftur 800m þá er hringurinn orðin 3,2 km. Þetta er hægt að gera í nokkrum áföngum .
Verum stórhuga og horfum fram á veginn. Ef og þegar við förum í að byggja upp hringakstursbraut þá á að gera þetta almennilega og fara í braut sem að er allt að 5km löng. Löglega braut til keppni í akstri bíla og hjóla.
Svar: Ef markið er of hátt þá er það eins líklegt að við lifum ekki svo lengi til að sjá það rætast.
Ég hef átt fundi með fólki sem hefur áhuga á að setja fjármagn í svona framkvæmd eins og við stefnum öll að. Ekki hefur vantað áhuga hjá sumum þeirra.
Færa hraðakstur af götunum og inn á lokuð aksturssvæði er það sem við stefnum að.
Nýja stjórnin er nú búin að vera við völd í rúman mánuð og það er ekki hægt að ætlast til þess að við geru kraftaverk á svo stuttum tíma.
Svar:Það er ekki verið að óska eftir kraftaverki heldur er verið spyrjast fyrir um stefnu þessarar stjórnar í þessu mikilvægasta máli sem KK hefur staðið frammi fyrir.
Nú er að láta verkin tala og halda lífi í KK.
Það er endalaust hægt að nöldra yfir hinu og þessu sem betur mætti fara.
Af hverju er þetta flokkarugl eins og sumir halda fram sé tilkomið ?
Það var ekki tekið á þessum málum af fyrri stjórn,heldur velt yfir á þá sem taka við.
Svar: Það er rétt þetta lendir á ykkur. Ég vildi tak á þessu í fyrra en það eru ákveðnir aðilar sem tala alltaf um lög og reglur og ég nennti ekki í stríð. Það eru í sumum tilfellum allir sammála um hverju þarf að breyta.
Auðveldast hefði verið fyrir fyrri stjórn að taka flokkana fyrir á aðalfundi, afgreiða og ganga frá lausum endum.
Svar: Flokka reglur eiga ekki heima á aðalfundi. Það hlýtur að vera markmið stjórnar KK að þetta sé í sem bestum farvegi þar með á hún að sjá um þetta.
Fyrrum stjórnar meðlimur sagði við mig er við vorum að ræða kvartmíluna á seinnihluta síðasta árs að það væri sennilega best að hvíla kvartmíluna í eitt ár eða svo vegna þess að það væri engin þátttaka í keppnum.
Hvaða sjónarmið eru þetta hjá stjórnarmönnum ?
Svar: Menn hafa sínar skoðanir.
Þetta eru mínar persónulegar skoðanir og hugrennigar.
Kv Davíð
Kv Ingó.