Kvartmílan > Almennt Spjall
Viðhald á braut...
Kiddi:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---
Varðandi þessa framhvæmd NHRA þá hlýtur þú Kiddi að vera að djóka
þar sem þú veist jafn vel og ég að KK nær ekki einu sinni að velta broti af því sem eitt meðal keppnis team er að velta á ári á þessum brautum.
þessi frammhvæmd kemur sennilega svipað við budduna hjá NHRA eins
og okkur að hefla veginn upp eftir.
--- End quote ---
Nei ég er nú ekkert að djóka og ég sé ekkert hvað NHRA kemur þessu við þar sem að allar þessar brautir eru í einkaeign (Formula 1 mótaröðin á ekki brautirnar sem þeir keppa á t.d.).
Ég sé þessa framkvæmd vel fyrir mér miðað við að þessi braut okkar var byggð fyrir næstum 30 árum síðan og við erum að tala um mun minna verk en var gert fyrir 30 árum síðan.
Mér leiðist að maður í forsvari fyrir klúbbinn sé að gera grín að framtíðar framkvæmdum og tala niður til klúbbsins varðandi fjármagnstekjur og annað slíkt.
Ég tel það frekar réttara að menn ættu að efla andann og horfa björtum augum í átt að framtíðinni.
Hefur KK fengið tilboð sem hljóðar upp á 10 milljónir í þetta verk, eða er ég að misskilja?
Það er augljóst að þetta verður ekki gert með peningum úr bíóferðum, sjoppusölu eða "föstudagsæfingum", heldur með hugsanlegum styrkjum frá bæjarfélagi, styrktaraðilum, auglýsingum á braut o.fl.
Er ég sá eini með jákvæðar og uppbyggjandi hugmyndir, hvar eru félagsmenn í þessu máli??
KR :idea:
Dr.aggi:
Sæll Kiddi:
Raunar er heljarinnar akstursíþrótta pakki í gangi,varðandi þetta svæði og komið á deiliskipulag bæjarins.
Stjórnin er að vinna í því að fá stöðuna á þeim pakka hvort að teiknivinnan sé búin eða hvar málið sé statt.
Þegar að verkfræðivinnan er búin er að sjálfsöðu næsta skref að ræða við bæjaryfivöld hvert næsta skref sé þetta er jú má seigja á þeirra könnu.
Hvort það þurfi að byggja þetta í áföngum af fjárhagsástæðum þá munum við að sjálfsögðu leggja áherslu á kvartmílubrautina sem fyrsta áfanga.
Eða hvort þetta verði boðið út í heild sinni.
Og svo hvenar hægt sé að hefjast handa.
kv.
Aggi
440sixpack:
Þar sem Ari er að taka upp hanskann fyrir frænda sinn og er að vísa í grein sinni að skætingi í fyrrverandi stjórnarmanni (sem er örugglega ég :D ), þá vil ég segja:
Hver er sannleikanum sárreiðastur :evil: , og hefur stjórnin margoft undanfarið ár þurft að standa undir svona glósum frá Kidda og fleirum, sem skilja ekki alveg hvernig hlutirnir virka, margir eldri en hann skilja það ekki enn.
Ef engir eru keppendur, þá eru engir áhorfendur og þá er enginn hagur fyrir fyrirtæki að auglýsa, og þá eru engar tekjur sem þýðir engir peningar. Einfalt ekki satt. Þetta byggist upp á keppnunum, annars geta menn eins verið í Lions og verið að selja ljósaperur sem fjáröflun.
Það er auðvelt að tala um að efla anda innan félagsins og allt það, og vera svo í hinu orðinu að setja út á allt sem stjórn klúbbsins hefur verið að gera. Orðið frekar þreytandi gelt í þessu hvolpum.
PS: ef vel er að gáð þá valdi Kiddi sér þetta nafn sjálfur með ummælum sínum a þessum spjallþræði. :D http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=14457&postdays=0&postorder=asc&start=45
Heddportun:
Ég hélt að stjórnin ætti að sækja um styrki til Ríkisins,ÍSÍ og síðast en ekki síst ná inn peningum með aulýsingatekjum sem eru eitthvað að skornum skammti.
Auglýsingamarkaðurinn er með fullt af peningum það þarf bara að ná í hann t.d Glitnir fyrverandi Íslandsbanki og alllir hinir bankarnir sem auglýsa mjög grimmt í öllum fjölmiðlum,það vantar allar augýsingar á brautia t.d. eitt skilti eins og á fótboltavöllunum rakar inn um 100 þ.kall
Hvað er aftur 100x100.000þús=$$$$$$ :shock:
Afhverju segi þið þá okkur hvernig þetta gengur fyrirsig fynnst þetta eru svona tilefnislausar glósur.
Glósurnar eru fínar í hófi þær halda ykkur við efnið :D
Svo kemur 440sixpack að aðalmálinu,hvað eru þið að gera til að auka áhorfenda,keppnis og æfingafjöldan???
Væri ekki fínt að fækka eða einfalda reglurar svo fleiri vilji koma t.d í Mc og leifa öll dekk,þá kanski mætir hinn helmingurinn :D
:D
Kiddi:
--- Quote from: "440sixpack" ---Ef engir eru keppendur, þá eru engir áhorfendur og þá er enginn hagur fyrir fyrirtæki að auglýsa, og þá eru engar tekjur sem þýðir engir peningar. Einfalt ekki satt. Þetta byggist upp á keppnunum, annars geta menn eins verið í Lions og verið að selja ljósaperur sem fjáröflun.
Það er auðvelt að tala um að efla anda innan félagsins og allt það, og vera svo í hinu orðinu að setja út á allt sem stjórn klúbbsins hefur verið að gera. Orðið frekar þreytandi gelt í þessu hvolpum.
--- End quote ---
Ég vil byrja á því að þakka Agga fyrir mjög gott svar fyrir ofan..
Það er bara jákvætt að umræða á sér stað um komandi ár, framfarir og það sem betur má fara.. Ekkert hægt að setja út á það.. eða hvað?
Hvernig í ósköpunum færðu það út að ég sé að setja út á allt sem stjórnin/klúbburinn er að gera? Klúbburinn hefur verið að gera góða hluti og ég og allir vonandi, viljum að það haldi áfram... Ábendingar og umræður eru af hinu góða!
Kveðja,
Kiddi... sem er ekki þreyttur á jákvæðum og uppörvandi umræðum og þarf ekki að uppnefna félagana :!:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version