Kvartmílan > Almennt Spjall
Viðhald á braut...
Kiddi:
Gaman að sjá svona myndir, spurning hvort að nýja stjórnin geri svona fyrir okkur :o
http://www.virginiamotorsportspk.com/CONSTRUCTION.html
Marteinn:
þetta er must alla leið
Nóni:
Já þetta er víst alltaf spurning um að einhver geri eitthvað fyrir mann, ekki hvort félagarnir taki sig saman og framkvæmi. Nú eða taki upp veskið og hreinlega borgi brúsann, þetta kostar jú ekki nema sirka 10 millur.
Það var nú bara þetta fína trakk í brautinni í fyrra, menn voru alltaf með framhjólin á lofti og sumir aðrir með flott 60 fet. Það þarf bara alltaf eitthvað að finna til að hafa fyrir afsakanir fyrir að koma ekki og keppa. :evil:
Kv. Nóni
440sixpack:
Nóni minn ekki láta þetta fara í taugarnar á þér, þetta er nú bara Kiddi kjúklingur. Og þú hittir naglann á höfuðið, hann tók bara tíma en þorði ekki að keppa :D Og svo lýsir þetta akkurat anda félagsmanna í þessum klúbb, fá allt og gera ekki neitt sjálfur. :roll:
Kiddi:
Mér fannst nú bara gaman að sjá þessar myndir.. og tók smá skot á nýju stjórnina í leiðinni en það fer greinilega mjög illa í suma....
Ég er persónulega mjög fúll yfir að heyra að ég hafi ekki gert neitt fyrir þennan klúbb, ef að vinnan er metin svona þá er ekki skrítið að þið fáið lítið sem ekkert af henni....
Ég aðstoðaði mikið við Bílasýningu '04, starfaði oft langt fram á kvöld við æfingar þegar þær byrjuðu fyrst, hef tekið þátt í tiltektardögum o.m.fl. eins og þið báðir VITIÐ :!:
KR.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version