Kvartmílan > Almennt Spjall

Nýtt keppnisdagatal

<< < (2/3) > >>

Nóni:
Við byrjum æfingar sem fyrst, geri ráð fyrir að það verði í kring um mánaðamót apríl/maí, auglýsum það seinna.

Annars var ég að vona að við myndum fá að sjá þessar svakalegu Corvettur sem allir eru svo hrifnir af, nú eða þá þýskt eðalstál, en við getum svosem líka búið til einhvern díselflokk, eða bara pickup flokk fyrir þá sem ekki þora að keyra hratt :lol:  :lol:

Hvaða hraða var Fordinn að ná í fyrra?


Kv. Nóni

EinarV8:
var að pæla hvort maður getur komið og prufað hvað bíllinn fer (án þess að borga einhvað fyrir það) :?:

JHP:

--- Quote from: "Nóni" ---Við byrjum æfingar sem fyrst, geri ráð fyrir að það verði í kring um mánaðamót apríl/maí, auglýsum það seinna.

Annars var ég að vona að við myndum fá að sjá þessar svakalegu Corvettur sem allir eru svo hrifnir af, nú eða þá þýskt eðalstál, en við getum svosem líka búið til einhvern díselflokk, eða bara pickup flokk fyrir þá sem ekki þora að keyra hratt :lol:  :lol:

Hvaða hraða var Fordinn að ná í fyrra?


Kv. Nóni
--- End quote ---
Það verður að hafa smá tilbreytingu í þessu og ekki vera alltaf á sama bílnum  :lol:
ég man ekkert hraðann á honum enda seldi ég hann í ágúst og er á einum enn sprækari núna.

Nóni:

--- Quote from: "beenscrab" ---var að pæla hvort maður getur komið og prufað hvað bíllinn fer (án þess að borga einhvað fyrir það) :?:
--- End quote ---



Maður getur líka bara verið heima og þá eyðir maður engu bensíni heldur, þá sparar maður aldeilis..........haa.....


Kv. Nóni......búinn að borga félagsgjaldið.

Racer:
nóni vertu góður og segðu honum frekar hversu skemmtilegt er að vera meðlimur og hvaða fríðindi hann fær og hversu góður félagsskapur við í klúbbnum erum :)

færð annars ekki að keyra nema þú ert með belti spennt enda er það voða sniðugt tæki þessi belti enda er aldrei gaman að meiða sig meira en beltið veldur og hjálm á hausnum enda er hausinn betra að hafa en bílinn , tryggingaviðauka svo starfsfólk öskrar ekki á mann og ökuskírteini svo löggan sendi þér ekki reikning.

kv. Davíð
Góði strákurinn  :P

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version