Author Topic: BMW E39 523i 1997 - My Daily Driver !!!  (Read 1867 times)

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
BMW E39 523i 1997 - My Daily Driver !!!
« on: February 23, 2006, 14:49:43 »
Þetta er 1997árgerð (framleiddur í nóvember 1996) af BMW 523i,
hann er knúinn áfram af M52B25 mótor.

Sagan á bakvið þennan bíl er nokkuð strembin, en ég er búinn að þurfa að standa í bölvuðu basli með hann þó er ég aðeins búinn að eiga hann síðan í Nóvember, en þess getur að nefna að ég keypti bílinn í tölvuverðu lamasessi!

Svona var bíllinn þegar ég keypti hann og vélarvana;











Eftir að hafa eytt tölvuverðum tíma og vinnu í að setja nýjan mótor ofaní kom í ljós að það var eitthvað "brak í gírkassanum" og kom síðar í ljós að kúplingsdiskurinn snéri öfugt!

Þegar að bíllinn var síðan kominn á rólið var þetta "tilkeyrt" fyrstu 500km og síðan var farið út í smávegis leikaraskap sem að endaði illa þar sem að ölvaður farþegi greip framyfir hendurnar á ökumanni, og sú ævintýraferð endaði á ljósastaur, þá búið að keyra 840km frá swappi!

Hér er síðan mynd af því;



Þetta tjón þótti ekki eins alvarlegt og ég bjóst við, og kapparnir í Bílar & Hjól gjörsamlega björguðu mér og gerðu mjög snyrtilega við bílinn. Fékk m.as. facelift afturljós og var mjög sáttur við mitt!

Hér eru síðan myndir af afturendanum eftir að búið var að gera við sárin eftir slagsmálin við ljósastaurinn!





Nú er ferðasagan ekki búin. Eftir að ég losaði bílinn út af réttingarverkstæðinu þá komst ég 85km :( og þá bara alltíeinu kom hvellur, og reykur.. Þarna var þá s.s. kúplingspressan sprungin, en það hlaust af því að kúplingsdiskurinn snéri öfugt og tengdi því aldrei allmennilega og var því alltaf að snuða (þó svo að ég hefði ekki fundið fyrir því) og þessvegna hafði pressan hitnað, og hitinn var orðinn svo gífurlegur að pressan brotnaði og skemmdi s.s. kúplingsdiskinn og swinghjólið.

Hér er komið að sögulokum í bili, en ég er búinn að kaupa UUC Motorwerks Swinghjól og SACHS HEAVY DUTY M5 kúplingu og pressu !

Svo er ég að gera eitt kvartmíluskrímsli og driftskrímsli klárt, kem með myndir af því seinna.. en það er einmitt bæverskt kynblandað ;)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40