Kanarnir nota í lang flestum tilfellum PON ( (RON+MON)/2 ), það sem við sjáum á dælunum okkar er RON, s.s. 95, 98 og 99 (markaðsfræðis bull, meira er betra).
Til að reikna út hvað okkar bensín er í PON gerum við eftirfarandi..... Munurinn á RON (research octane number) og MON (motor octane number) eru 9-10 octane stig. En við viljum vita PON (pump octane number) sem er bara meðaltal RON og MON eins og áður kom fram.
við tökum 9.5/2= 4.75, 98RON - 4.75 = 93.25PON o.s.frv.