Author Topic: ADRENALÍN BÍLARNIR  (Read 27643 times)

kristján Már

  • Guest
copran
« Reply #20 on: January 24, 2006, 22:07:07 »
en vitiði hvaða vél fór í copruna?

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #21 on: January 24, 2006, 22:24:40 »
Það væri nú nær að kalla þetta Prozak frekar en Adrenalín miðað við vinnsluna :P
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Gizmo

  • Guest
Re: copran
« Reply #22 on: January 24, 2006, 23:38:44 »
Quote from: "kristján Már"
en vitiði hvaða vél fór í copruna?

Er ekki algengast að menn noti 5.0L Mustang sem donor í þetta ?

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #23 on: January 24, 2006, 23:55:45 »
Strákar Cobra ekki copra plís  :)
en ef mér skjátlast ekki þá var sett
350 Chevy i hana guðlast að minu mati
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline Olli

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #24 on: January 25, 2006, 16:16:46 »
Já, menn að setja chevy í cobruna,  hefði maður nú frekar sett sprækann 302 eða 351.  

En varðandi Adrenalín bílana, að þá stóð annar þeirra (sá guli) í grundahverfninu í kóp, rétt ofan við Nóatun Furugrund.  (Man ekki hvað gatan heitir.)  
Kannski að hann hafi endað ævi sína þar, hann var allavega orðinn mjög dapur að sjá :(
Kv Olli

Ford Mustang 1966  --  R289  --  (í uppgerð)  :::  15.585@90.40mph  :::
Volvo XC70 ´02 .. 2.4T
Volvo 850 ´95 ..  2.5 20v
Volvo F88 ´77 .. 10hjóla ;)
Ford Econoline 1979 351w  --  R3884  -- (Seldur)
Mustang ´98 GT   --  Cobra powered  --  (

Offline -Siggi-

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 202
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #25 on: January 25, 2006, 19:55:37 »
Mér skilst að Cobran hafi verið skráð sem gamall Mustang.
Svo kom grein um hann í DV eða eitthvað og eigandinn var að tala um að
það hefði nú ekki verið mikið mál að snúa á Bifreiðaskoðun með þessa skráningu.
Þeir urðu eitthvað fúlir og mættu bara á staðinn og klipptu af honum.
Sigurður S. Guðjónsson
Allar almennar bílaviðgerðir    694-3035 Bílavaktin www.bv.is
 - Cadillac CTS-V - Nissan 300ZX TT -

kristján Már

  • Guest
græni adrenalín bíllinn
« Reply #26 on: January 25, 2006, 20:41:13 »
sá græni sem ég er að pæla í var aldrei kláraður en það er samt ekki mikið eftir!

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #27 on: January 25, 2006, 21:42:16 »
Quote from: "Gummari"
Strákar Cobra ekki copra plís  :)
en ef mér skjátlast ekki þá var sett
350 Chevy i hana guðlast að minu mati


Hehe, voðalega eru Ford menn viðkvæmir, það hefur verið sett mikið af GM vélum ofaní Ford bíla í gegnum tíðina (I wonder why) :D  :D
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #28 on: January 26, 2006, 18:27:41 »
Quote from: "Olli"
Já, menn að setja chevy í cobruna,  hefði maður nú frekar sett sprækann 302 eða 351.  

En varðandi Adrenalín bílana, að þá stóð annar þeirra (sá guli) í grundahverfninu í kóp, rétt ofan við Nóatun Furugrund.  (Man ekki hvað gatan heitir.)  
Kannski að hann hafi endað ævi sína þar, hann var allavega orðinn mjög dapur að sjá :(
Guli bíllinn stendur inni í réttingaverkstæði hjá eiganda hans og er ekkert á leiðinni út en sá bíll er með Volvo Turbo mótor og var búið að redda því að það væri hægt að skrá hann en eigandinn fékk leið á þessu og kláraði aldrei málið!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #29 on: January 26, 2006, 23:18:56 »
Jæja Gizmo snillingur útlistaðu nú svolítið betur fyrir okkur sem vitum ekki neitt um smíði svona farartækja. Hvað er það sem er svona dauðadæmt við þetta mix? maður mindi nú ekki vilja kaupa köttin í sekknum ef út i það væri farið.
KV. TEDDI ávalt fróðleiksfús.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #30 on: January 26, 2006, 23:40:58 »
Quote from: "Gizmo"
Færðu þetta götuskráð ?  Ef það eru vandræði með kit Cobra bílinn þá hljóta þeir hjá umferðarstofu að stoppa þetta mix.

Hefurðu skoðað þennan bíl nógu vel til að geta sagt að þetta sé "mix"?
Er persónulega búinn að skoða hann nokkuð vel og tel ekki vera neitt til í þessum orðum þínum!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Gizmo

  • Guest
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #31 on: January 27, 2006, 00:58:54 »
Að MÍNU MATI var þetta dauðadæmt td vegna útlitsins, MÉR finnst þessi bíll alger hryllingur í útliti, en sem betur fer er smekkur manna misjafn þegar kemur að útliti bíla.

Val á vél gæti varla verið verra AÐ MÍNU MATI, þessar Volvo/Renault/Pusjó V6 vélar voru ekki þekktar fyrir kraft, áræðanleika eða sparneytni.  Ekki er nú úrvalið af aukahlutum í boði til að gera eitthvað að viti við þær.  Eini kostur þeirra var að þær voru úr áli.

Umferðarstofa hefur ekki enn í dag viðurkennt fjöldaframleidda kitbíla sem koma frá viðurkenndum verksmiðjum erlendis sem nota oft á tíðum nær allt úr viðeigandi "donor" bílum.  Td er þá bremsubúnaður, stýrisbúnaður og fjöðrun komin úr einum og sama bílnum (í raun aðeins skipt um boddy) en ekki úr hinu og þessu eins og þarna var notað.  Mig grunar að Umferðarstofa hafi ekki búnað hérlendis til að prufa almennilega svona smíði þó að jeppar á Íslandi virðast hafa frípassa til að gera hvað sem er.

Þessir bílar eru í mínum huga MIX, þetta er samtíningur af gömlu dóti úr mörgum bíltegundum sem má vel vera að hafi verið sérlega vandað við samsuðu á.  En ég dreg samt stórlega í efa að þessir bílar fáist nokkurn tímann skráðir í Evrópu, það hefði kannski verið séns fyrir 10 árum en varla í dag.

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #32 on: January 27, 2006, 11:04:53 »
það eru mjög strangar reglur um innflutning bíla núna hérna út af þessu bölvaða ees kjaftæði..
ef bíllinn er fluttur inn frá landi utan ees (usas og kanada undanskilin) þarf að skila skelfilegu pappírsflóði, vottunarpappírum osfrv osfrv.. það hafa margir sent bíla út aftur þegar kemur að þessu reglugerðarfylleríi,, þetta að mínu áliti drepur niður frumkvöðlastarf og nýjungar í bílageiranum, breskir sjálfstæðir framleiðendur rúlla á hausinn með reglulegu millibili og ekkert er gert til að liðka til fyrir sjálfstæðum hönnuðum/framleiðendum í Evrópu.

Það sem íslendingar eiga að gera er að snúa á kerfið eins og bretinn gerir, nota bara skráningu donor bílsins, ég veit að mjög margar Cobrur í englandi eru byggðar á Ford Sierra, og skráðar sem slíkar en með sérstöku kit car ákvæði..sem ætti að vera svipað hér í sambandi við marga þessa jeppa sem eru á götunni.. og málið er að menn eiga ekkert að vera að fela það að þeir skrái bílana á donor skráninguna, sýna bara umferðarstofu fram á hversu bjánalegar þessar reglur eru og ef þeir tuða, benda bara á jeppana
Atli Már Jóhannsson

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #33 on: January 27, 2006, 13:17:57 »
jæja einn bullarin enn sem hefur ekki hunds vit á á því sem hann er að tala um.
Í fyrsta lagi þá er ökutækið ekki skráð sem KIT CAR og er ekki KIT CAR heldur sem Íslensk hannaður bíll með íslensku grindarnúmeri og skráður þannig. Enfremur stenst hann allar staðlaðar mælingar sem þurfa að vera allir hlutir sem fóru í bílinn standast ees staðla enda allt evrópu dót.
Til dæmis þá eru bremsur mun stærri en þurfa að vera í þessum þingdarflokki af bíl. Mótorin stenst mengunar staðla. Árekstrar próf hafa þó ekki farið fram enn samkvæmt uppbyggingu grindar sé árekstrar þol yfirdrifið nógu gott.
KV TEDDI og GUNNI Hönuðir og bílsmiðir ADRENALÍN.

kristján Már

  • Guest
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #34 on: January 27, 2006, 17:09:40 »
FORDFJARKINN ég var að spá hvort ég mætti hafa samband við þig/ykkur í sambandi við uppl. um ADRENALIN bílana ef það verður úr þessu hjá mér en allt bendir til þess

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #35 on: January 27, 2006, 17:19:56 »
er bíllinn kominn með 100% skráningu og skoðun?
Atli Már Jóhannsson

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #36 on: January 27, 2006, 18:21:03 »
Alveg sjálfsagt Kristján síminn hjá okkur er Teddi 8257427 og gunni 8993009
100% skráning, óskoðaður nennarin einhvað í ólagi.
KV. TEDDI.

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #37 on: January 27, 2006, 18:34:55 »
væri mjög gaman að heyra hvernig skráningarferlið gekk...
þegar maður hefur talað við umferðarstofu um svona mál er eins og maður sé að reyna að skrá kjarnorkusprengju sem hárblásara.. það liggur viðað þeir segi "þetta er ekki hægt".. þ.e. að skrá bíl smíðaðann á Íslandi
Atli Már Jóhannsson

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #38 on: January 27, 2006, 22:49:31 »
Þetta hefur allt með það að gera að það þarf svo kallaða gerðaskráningu,en alltaf þegar að það kemur nýr bíll frá bílaframleiðendum þá þarf að framkvæma slíka skráningu sem gildir síðan fyrir öll þau eintök sem á eftir koma.
Alveg eins er með bíla sem eru smíðar hér heima þá þarf að gerðaskrá bílinn og þegar að það er komið þá geta menn smíðað fleiri eintök af sama bílnum ef að menn nenna.
En þetta er ekki gefins, það þarf að borga skatta og gjöld að áætlaðri vinnu og efni sem fer í það að smíða hvern bíl.

Þegar að menn er svo fjandi heimskir að halda það að þeir geti tekið mustang 1966 rifið af honum vin númerið og hent flakinu,fá sér einkanúmerið cobra og kjaftað svo öllu í blöðin þá eiga þeir enga miskunn skilið þvílík heimska.

Ég á trúlega eina kitcar bílinn sem komst í gegnum kerfið en hann var skráður vw og hefði það verið fordæmi sem hefði verið hægt að nota fyrir þennan pilgrim sumo bíl,en svo heitir þessi cobra réttu nafni.
http://www.pilgrimcars.com/newmag/pil1.html
Svo að lokum þá setur maður ekki chevy í ford það er algjör glæpamennska sem ætti alveg að vera bannað með lögum. :twisted:
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline Raggi McRae

  • In the pit
  • **
  • Posts: 95
    • View Profile
    • http://www.simnet.is/tobbar
ADRENALÍN BÍLARNIR
« Reply #39 on: January 28, 2006, 01:48:55 »
Quote from: "adler"
Þetta hefur allt með það að gera að það þarf svo kallaða gerðaskráningu,en alltaf þegar að það kemur nýr bíll frá bílaframleiðendum þá þarf að framkvæma slíka skráningu sem gildir síðan fyrir öll þau eintök sem á eftir koma.
Alveg eins er með bíla sem eru smíðar hér heima þá þarf að gerðaskrá bílinn og þegar að það er komið þá geta menn smíðað fleiri eintök af sama bílnum ef að menn nenna.
En þetta er ekki gefins, það þarf að borga skatta og gjöld að áætlaðri vinnu og efni sem fer í það að smíða hvern bíl.

Þegar að menn er svo fjandi heimskir að halda það að þeir geti tekið mustang 1966 rifið af honum vin númerið og hent flakinu,fá sér einkanúmerið cobra og kjaftað svo öllu í blöðin þá eiga þeir enga miskunn skilið þvílík heimska.

Ég á trúlega eina kitcar bílinn sem komst í gegnum kerfið en hann var skráður vw og hefði það verið fordæmi sem hefði verið hægt að nota fyrir þennan pilgrim sumo bíl,en svo heitir þessi cobra réttu nafni.
http://www.pilgrimcars.com/newmag/pil1.html
Svo að lokum þá setur maður ekki chevy í ford það er algjör glæpamennska sem ætti alveg að vera bannað með lögum. :twisted:


heyhey ekkert svona bara verið að reina að gera ford að bíll  :P



bara að fiflas
Toyota Corolla 98' (seld)
Toyota Celica 00' 1,8

www.greenthunder.tk
www.mcrae.tk

Chevy Racing Performance Car's