Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnisflokkar næsta sumar

(1/15) > >>

Gretar Franksson.:
Sælir félagar,
Það er etv. kominn tími til að reifa málin um hvaða flokka menn vilja keppa í næsta sumar. eftir að hafa heyrt álit allmargra keppnismanna er komin upp tillaga.

OF-flokkur
GF-flokkur
SE-flokkur
MC-flokkur
10.9 sek
11.9 sek
12.9 sek
Mótorhjólaflokkarnir

Flokkur verði keyrður ef 2 keppendur mæta eða fleirri.
GF.

Heddportun:
GT-Flokkurinn??Mér finnst hann MUST

Og svo að búa til flokk t.d L2C-flokkurinn þar sem hámarksaldur væri 25ára og svoleiðis til að fá fleiri unga stráka inn í þetta sport.Svo að 1500 colt þurfi ekki að spyrna við Sérútbúinn spyrnubíl sem ekki er götulöglegur þar sem möguleikarnir eru engvir á sigri

Racer:
talað var alveg uppí 14.99 með sec flokkana þó ekki meint en það skyldist!!!! , það eru fleiri sem mættu yfir 12.9 en undir í sumar.

annars segji ég að gömlu ættu að prófa sec fyrst í stað þess að vilja keyra bara gömlu flokkana svo sem SE , spurning að gera SE að sec flokk s.s. aðeins öryggisreglur og fylgja tímamörkum ;)

annars spurði ég á fundinum einn jaxl sem fylgdi SE hugsun hvort það skipti einhverju öðru máli hvort hann væri að keyra með reglum SE eða hvort hann væri í sec og fékk bara svarið "Vil SE" :lol:

p.s. Þeir sem vilja gömlu flokkana geta það alveg ef þeir smala eins mörgum og beðið er um að skrá sig til að fá að keppa í þeim flokki sem fæst þáttaka.

l2c flokkurinn er eiginlega bara RS og 14.9 sec flokkur , annars er til flokkur þar sem hámarkið er 2.0L án nitró og túrbínu og þarf að vera skoðaður (minnir að auka klausa var að FF væri sér , RWD væru einnig sér og 4wd væri auðvita sér eða hver sem vinnur sinn flokk berst við hina sigurvegana)

Kveðja Litli Strumpurinn sem veit ekkert og kann ekkert (ekki einu sinni að skrifa í samhengi)

baldur:
Já það var nú einusinni búinn til 1999cc og undir N/A flokkur og það mætti enginn.

Jón Þór Bjarnason:
Lög Kvartmíluklúbbsins

Hafnarfirði 9.október 2000

9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version