Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
1970 Mustang > Z-1510
Moli:
Veit einhver hvað varð um þennan ´70 bíl? Þessi mynd er tekinn fyrir utan Hótelið á Höfn í Hornafirði þegar Júlli, pabbi félaga míns átti hann frá ´77-´81
sagan segir að hann hafi verið um tíma með BOSS mótor??? :? veit ekki frekari deili á því!
Gummari:
er þetta ekki bara gervi Bossinn sem maður hefur heyrt um
sem er nuna i keflavik ?
Moli:
sæll Gummari, nei ég kannaði fastanúmerið á þeim bíl sem og þeim gula sem var í grindavík og er núna í mosó, hvorugur bíllinn hafði borið númerið Z-1510
ÁmK Racing:
Þetta er bíllinn sem Stjáni Plasttari átti og var í Sandgerði hann kom frá Höfn.Alveg gjörsamlega ónýtur úr ryði en samt eru einhver lukkutröll sem segjast ætla að gera þetta upp af því að þetta er Ford og Ford á að vera fínt.Hann var alvega svona brúnn með shaker húddi.En segiði mér eitt afhverju gera allir þessa Ford bíla upp standard,hvað er málið með það ?Kv Árni Kjartans
Gummari:
þetta er ekki sá 'Arni.sá bíll er mach 1 og var aldrei með svona
strýpur og svo er sá á myndinni ekki med shaker
Maggi ég átti ekki við þann bil heldur bil sem var i gamla daga kallaður
gervi bossinn i hafnafirði var ad grinast med ad þad væri sá skólaveginum
i kef en hann held eg ad hafi verid kalladur það.
En af myndinni að dæma þa er þetta svokallaður Grabber Mustang med
69 Boss rendur en ekki stafina, med þeim pakka var V8 og Blackout á afturljosapanel ofl. Gaman væri ad heyra fra einhverjum sem veit um hann eda a fleyri myndir er mynd af þessum a sídunni þinni Maggi ?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version