Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

´78 TransAm

<< < (3/5) > >>

Bannaður:

--- Quote from: "MrManiac" ---Upplýsingar úr slysaskrá.

Júni 1992
Umdæmi   Reykjavík
Staðsetning   Rauðarárstígur við hús nr.118 v/Laugaveg - suður
Akstursstefna   Suður
 
Tegund umferðaróhapps   Slys í beygju á gatnamótum eða innkeyrslu hægra megin.
Leyfður hámarkshraði   50
Sagður hraði   (40)
 
Tjón   Mikið
Ákoma ökutækis   Beint framan á ökutæki, Undirvagn

Gæti verið ástæða ??
--- End quote ---


neibb ekki ástæðan siggi.  tjónið var óverulegt,  brotnaði úr grillinu, rispa á stuðaraplastinu svo lyftist botninn undir bílstjórasætinu.

Og sagan segist svo,  Var að koma af rúntinum á leiðinni heim tek beygjuna frá laugaveginum inná rauðarárstíg og stend ræfilinn í slæd þannig að rassinn dansar doldið og líklegast doldið of mikið þar sem hinn 17 ára ofurbílstjóri náði ekki að höndla hann fram hjá þrenginguni við svarta svaninn.  Uppá vegrið sem stóð þarna í sakleysi sínu sat Transinn og fríhjólaði.
     Þurfti nú kallinn að rölta inná stöð og biðja um að hringt yrði á kranabíl :oops:

Bannaður:

--- Quote from: "Firehawk" ---Ertu viss um að þessi efri sé Trans Am?

Hann er bara með Firebird framenda.

--- End quote ---




--- Quote from: "Moli" ---

Þessi efri er Firebird en ekki T/A, skv. VIN# var þetta ´77 Firebird upphaflega með 231cid.

--- End quote ---


Þegar ég keypti bíllinn hét hann 1977 TransAm með 400cc þó maður hafi svo seinna komist að því að hann væri Firebird og líklegast með 350, Bíllinn var með firebird innréttingu og ekki með húdd eða hliðarscoope né T topp.

En samt hét hann áfram TransAm svo stóð það líka í skráningaskírteininu :D

HK RACING2:

--- Quote from: "nonni vett" ---
--- Quote from: "Moli" ---Þekkir einhver deili á þessum TransAm eða hvort hann sé til í dag? hann er reyndar afskráður 26.01.1994 en eigendaskipti fóru síðast fram 02.06.1995!  :?
--- End quote ---
Skráður eigandi er svenni turbo hér á spjallinu.
--- End quote ---
Þá er þetta sennilega rauði bíllinn sem var í eyjum,og er í uppgerð hér í bænum,allavega er hann Firebird og átti Svenni hann fyrir 2 árum síðan!Held samt að það sé kominn 79 framendi á hann!Ef þetta er sami bíll!

HK RACING

JHP:

--- Quote from: "HK RACING2" ---
--- Quote from: "nonni vett" ---
--- Quote from: "Moli" ---Þekkir einhver deili á þessum TransAm eða hvort hann sé til í dag? hann er reyndar afskráður 26.01.1994 en eigendaskipti fóru síðast fram 02.06.1995!  :?
--- End quote ---
Skráður eigandi er svenni turbo hér á spjallinu.
--- End quote ---
Þá er þetta sennilega rauði bíllinn sem var í eyjum,og er í uppgerð hér í bænum,allavega er hann Firebird og átti Svenni hann fyrir 2 árum síðan!Held samt að það sé kominn 79 framendi á hann!Ef þetta er sami bíll!

HK RACING
--- End quote ---
Það er annar bíll.Hann er búin að vera skráður fyrir þessum í síðan 09.04.1995
Ég hef heyrt eitthvað um hann enn þar sem ég man ekki hvað ég gerði í fyrradag þá segi ég pass.

Svenni Turbo:

--- Quote from: "HK RACING2" ---
--- Quote from: "nonni vett" ---
--- Quote from: "Moli" ---Þekkir einhver deili á þessum TransAm eða hvort hann sé til í dag? hann er reyndar afskráður 26.01.1994 en eigendaskipti fóru síðast fram 02.06.1995!  :?
--- End quote ---
Skráður eigandi er svenni turbo hér á spjallinu.
--- End quote ---
Þá er þetta sennilega rauði bíllinn sem var í eyjum,og er í uppgerð hér í bænum,allavega er hann Firebird og átti Svenni hann fyrir 2 árum síðan!Held samt að það sé kominn 79 framendi á hann!Ef þetta er sami bíll!

HK RACING
--- End quote ---


Neibb þetta er ekki sami bíll, sá svarti endaði sem líffæra gjafi, og má geta þess að framm grindin úr honum fór í 79 Trans Am sem ég er að gera upp fyrir annan meðlim á þessu spjalli, og verður að sjálfsögðu Twin Turbo  :mrgreen:

Sá svarti var með 403 oldsmo hlussu en ekki 231cid.
Rauði var í nokkur ár með 396 í húddinu síðan 403 olds.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version