Ég átti þennan 1981, þá var hann með semi stock 340 en ekki 273, þá var nýbúið að gera við framenda+vinstri hlið eftir að hafa verið ekið inn í garð hjá gistiheimilinu Stórholt, hann var mjög heill þá en notabene þá var þetta 1981. Hann kom að austan (Húsavík ?) hingað til Ak en ég skipti síðan við Hauk Sveins (D-440) á honum og Impölu 1970 árg he he sem var með 400 sbc og er það upphafið að mínum Chevy ferli, en Haukur og félagar ætluðu að setja HEMI í Dartinn en úr því varð ekki neitt eftir að Ragnar aka 66 Charger las þeim pistilinn, en þá var bæði búið að setja brettaskífu og eldlykil í gang, fljótlega eftir þetta eignaðist Kjartan Kristins svínabóndi bílinn og á hann enn, í hvaða standi hann er núna veit ég ekki.