Kynnið ykkur Facebook síðu klúbbsins
Mustang safnið stækkarFélagi okkar Björn Jónsson, sem býr núna í Lúxemborg, hefur undanfarið verið að safna Mustang. Áður vorum við búnir að segja frá kaupum hans á 1968 Shelby Cobra GT 350 og 1968 Shelby Cobra GT 500KR, núna hefur hann bætt við 1969 Mustang Boss 429 sem hann fann í Kaliforníu. Bíllinn er nánast eins og nýkominn úr verksmiðju, allir upprunalegir hlutir í honum og er lítið keyrður. Mun hann flytja bílinn til Lúxemborgar fljótlega, eins og er þá er GT 500 bíllinn hér heima í uppgerð en mun fara síðan aftur út. Óhætt er að segja að enginn Íslendingur eigi veglegra safn Mustang bíla en Björn og óskum við honum til hamingju með þessa viðbót. [20.12]jsl
vá alvöru gæi nú er ég grænn af öfundmaggi nú þarf ad plana heimsókn til Lux
Verst hvað þessi gaur er með ömurlegan smekk á bílum.Hann gæti verið fínn GM safnari
Quote from: "nonni vett"Verst hvað þessi gaur er með ömurlegan smekk á bílum.Hann gæti verið fínn GM safnari Góður Nonni, ég hélt að þú værir farinn að linast í Mustang hatrinu btw geðveikur bíll, kannski annan lit samt fyrir mig, en hvað veit ég