Jólafundur Kvartmíluklúbbsins verður nú á miðvikudaginn 7. desember kl. 20:00 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, í salnum þar sem klúbburinn hefur haldið aðalfundi sína. Boðið verður upp á kaffi, smákökur og létt spjall.
Mætum öll með góða jólaskapið og gæðum okkur á heimabökuðum piparkökum og dýrindis smákökum, boðið verður upp á gos eða mjólk fyrir þá sem ekki drekka kaffi.
Kv. Nóni