Sælir piltar!
Jú ég ók þessum vagni fyrir Edda K sumarið´96 með ágætum árangri.
Hann gerði allt sem hann átti að gera,trakkaði vel,fór þráðbeint,bremsaði vel og fór allveg sæmilega hratt.
Vélin var jú 351 Cleveland sem var rifin upp úr ´73 Torino og var allvel tilkeyrð.Eddi setti í hana volgan knastás setti á hana 4bbl álmillihedd(vélin var origin.2bbl)ogþar ofan á 750cfm Edelbrock blöndung.Þetta var lágþjöppumótor og ekkert rosalega "performance".Aftan á vélinni var síðan c-4 fullmanual skifting og enn aftar var"9"hásing með 4.11 hlutfalli , læsingu og "28"slikkum.Til að hressa vininn aðeins við settum við á hann 125 hesta nitro,prufuðum að kæla bensínið í moroso klakadúnki,"2"spacer undir blöndung,megrunarkúr á mig ofl.Þetta skilaði bílnum í c.a.11,80(minnið farið að bresta). Fyrir síðustu keppnina það sumarið settum við í bílinn nýuppg.samskonar vél með 150 hesta nitro og fór hann þá 11,67 á að mig minnir 114 mílum gæti verið 118.Aðeins voru farin 4-6 run á bílnum svona.Eddi K seldi svo bílinn sem endaði loks hjá Sefáni heitnum Ásgeirsyni sem lést síðasta vetur í bílveltu á fjöllum.Stebbi breytti mótornum eitthvað meira og stækkaði nitroið ogmætti síðan í eina sandspyrnu upp við Kleyfarvatn þar sem hann gerði ágæta hluti.
Sonur Stebba á bílinn í dag og var hann síðast þegar ég vissi rétt hjá Partalandi uppi á Höfða.
Vona að þetta svari spurningunum.