Sweet memories
Ég rúntaði soldið á Svörtu Maríu (Bandido) á sínum tíma, var reyndar orðinn rauður þá mynnir mig og alvöru sukkari.
Þessi bíll var orðinn gjörsamlega gegnsósa í vodka, og bara það að sitja í honum smá stund hugsa ég að hefði dugað til þess að lita blöðruna ef maður hefði verið stoppaður og látinn blása
Honum sjálfum þótti sopinn ekki síður góður og einhverntíma fór tæplega hálfur tankur bara frá Keflavík og niður á Hallærisplan, þar sem var bara drepið á græjunni og haldið partý, og að því loknu var rúllað beint heim á leið á síðustu dropunum. (bæði af bensíni og vodka)
En það var sama hvar var stoppað, þetta var alstaðar eins og segull í títiprjónaboxi, endalaus trafik af fólki og sumar stelpurnar nánast klifruðu inn um gluggana.