Kvartmílan > Aðstoð
Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)
Kiddi:
Ég missti einu sinni bolta inn í kæligöngin á blokk, þá kom segullinn að góðum notum, þurfti töluverða þolinmæði í það reyndar :o :)
broncoisl:
Ef þú átt ónýtan harðdisk úr tölvu, þá eru litlir en rosalega sterkir seglar inni í þeim.
Trans Am '85:
Jæja, hef ekki ennþá komist í að rífa milliheddið úr sem betur fer. Veit einhver hvar ég get fengið svona sterkan segul á svona gormbarka til að reyna veiða þetta uppúr áður en ég ríf allt í sundur?
Takk fyrir hjálpina allir :)
Birkir F:
Bæði Ísól og Fossberg eru með eitthvað af seglum sem eru þónokkuð sterkir, svo er líka reynandi að fara í verkfærasöluna.
1965 Chevy II:
--- Quote from: "Challenger'72" ---Jæja, hef ekki ennþá komist í að rífa milliheddið úr sem betur fer. Veit einhver hvar ég get fengið svona sterkan segul á svona gormbarka til að reyna veiða þetta uppúr áður en ég ríf allt í sundur?
Takk fyrir hjálpina allir :)
--- End quote ---
Prufaðu rafvélaverkstæði þeir ættu að geta lánað þér ROSA segul ég á einn svoleiðis þú dregur boltann létt með svoleiðis segli,nema boltinn sé rústfrír þá ertu í síðum.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version