Kvartmílan > Aðstoð

Toppur niður í kveikjugat (SHIT!!!)

(1/3) > >>

Trans Am '85:
Jæja, varð fyrir því skemmtilega áfalli að missa niður topp í gatið þar sem kveikjan fer ofaní, þetta er 350 chevy btw. Hefur einhver hugmynd um hvar hann gæti hafa lent og hvernig í fjandanum ég á að fara að því að ná honum uppúr án þess að rífa allt í sundur, frekar svekkjandi að lenda í svona eftir að hafa púslað þessari vél saman frá grunni og hún komin í bílinn.
Búinn að reyna að fiska hann uppúr með segli en toppurinn sést hvergi og ekkert gengur.
Allar ábendingar vel þegnar.

Einar Birgisson:
Ef þetta var lítill toppur þá kemst hann ofan í pönnu, settu segulinn inn um gatið á pönnuni, en ef þetta var stór toppur td 3/4 þá ertu í verri málum, milliheddið af.

Trans Am '85:
Jæja, þá lítur út fyrir að ég þurfi að rífa milliheddið af  :(  Takk fyrir hjálpina.

firebird400:
Ef hann komst niður í gegnum gatið þá kemst hann sömu leið til baka ekki satt, það má reyna lengi með segul áður en maður fer að rífa milliheddið af.

Gizmo:
Ef hann hefur dottið niður kveikjugatið þá er allt eins líklegt að hann hafi endað niðri í pönnu.

Er ekki einhver sem á mega-segul á svona sveigjanlegum gormbarka til að lána honum ?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version