Í dag 30 sept eru greinar um væntanlegar aðgerðir kvartmíluklúbbsins á morgun gegn háu eldsneytisverði í bæði DV og Blaðinu. Er þetta eitthvað sem kvartmíluklúbburinn þarf að derra sig yfir??
Væri ekki nær að kynna klúbbinn með öðrum hætti?
Bjóða til dæmis viðeigandi þingmönnum og ráðamönnum á eina keppni, leyfa þeim sem þora að fara eina bunu. Fá kaffi og með því í stórglæsilegum húsakynnum klúbbsins uppí Kapelluhrauni.
Fínt væri að fá 100 okt á fleiri stöðum en bara í Öskjuhlíðinni,
Fínt væri að fá sambærilegan fjárstuðning sveitarfélaga og önnur lítil íþróttafélög,
Fínt væri að fá langtíma keppnisleyfi á sand á Kleyfarvatni,
Fínt væri að fá æfingaaksturbraut tengda brautinni,
Fínt væri að norðandeild KK/BA lyti dagsins ljós með braut fyrir norðan,
hvað fyndist ykkur fínt?