Author Topic: umfjöllun fjölmiðla um Kvartmíluklúbbinn  (Read 2554 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
umfjöllun fjölmiðla um Kvartmíluklúbbinn
« on: September 30, 2005, 18:36:12 »
Í dag 30 sept eru greinar um væntanlegar aðgerðir kvartmíluklúbbsins á morgun gegn háu eldsneytisverði í bæði DV og Blaðinu. Er þetta eitthvað sem kvartmíluklúbburinn þarf að derra sig yfir??
 
 Væri ekki nær að kynna klúbbinn með öðrum hætti?

 Bjóða til dæmis viðeigandi þingmönnum og ráðamönnum á  eina keppni, leyfa þeim sem þora að fara eina bunu. Fá kaffi og með því í stórglæsilegum húsakynnum klúbbsins uppí Kapelluhrauni.
 
Fínt væri að fá 100 okt á fleiri stöðum en bara í Öskjuhlíðinni,
Fínt væri að fá sambærilegan fjárstuðning sveitarfélaga og önnur lítil íþróttafélög,
Fínt væri að fá langtíma keppnisleyfi á sand á  Kleyfarvatni,
Fínt væri að fá æfingaaksturbraut tengda brautinni,
Fínt væri að norðandeild KK/BA lyti dagsins ljós með braut fyrir norðan,
 

hvað fyndist ykkur fínt?

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
umfjöllun fjölmiðla um Kvartmíluklúbbinn
« Reply #1 on: September 30, 2005, 19:45:57 »
Þessi umræða fór bara alveg fram hjá mér því miður.

Ég hef hins vegar mikið leitt hugann að því sem mér þykir vert að skoða varðandi framtíð klúbbsins og betrumbætur á umhverfinu sem klúbburinn þarf að starfa í.

Svona spjall er hinsvegar ekki rétti vettvangurinn til að koma því á framfæri.

Mín skoðun er sú að mótmæli eru aldrei af hinu góða, það má nær alltaf fara aðra leið að lausninni, ef hún er þá til staðar.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
hum asnalegt...
« Reply #2 on: September 30, 2005, 20:59:00 »
betra er að hafa þetta fólk með sér heldur en á móti sér ?
svona áróður að aka á einhverjum bílum fyrir framan eitthvað hús er bara rugl ... mín skoðun

... afhverju ekki bara senda tölvupóst á þessa kalla þetta er nú ekki stjórnað ef einhverjum kóngi sem bendir á mann og seigir að þú einn verðir að borga skatta !

... svona sé ég þetta  :?
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: umfjöllun fjölmiðla um Kvartmíluklúbbinn
« Reply #3 on: October 01, 2005, 07:35:36 »
Quote from: "maggifinn"

Fínt væri að fá 100 okt á fleiri stöðum en bara í Öskjuhlíðinni,


þarf maður nokkuð að segja að Dv sé eitthvað tja ekki þess virði að kaupa nema maður er gift kona í vesturbæ og elskar slúður.
En ég ætla ekki að ræða um Dv enda er það ekki það mikið virði að ræða um.

allanvega fæst bensín uppá höfða sem er 100 okt þarna á bílasölunni Bílahöllin eða þarna sem olís dælurnar standa :lol: og já blýlaust.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline MrManiac

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 315
    • View Profile
Re: umfjöllun fjölmiðla um Kvartmíluklúbbinn
« Reply #4 on: October 03, 2005, 21:52:44 »
Quote from: "Racer"
Quote from: "maggifinn"

Fínt væri að fá 100 okt á fleiri stöðum en bara í Öskjuhlíðinni,


þarf maður nokkuð að segja að Dv sé eitthvað tja ekki þess virði að kaupa nema maður er gift kona í vesturbæ og elskar slúður.
En ég ætla ekki að ræða um Dv enda er það ekki það mikið virði að ræða um.

allanvega fæst bensín uppá höfða sem er 100 okt þarna á bílasölunni Bílahöllin eða þarna sem olís dælurnar standa :lol: og já blýlaust.


Rétt hjá þér Davíð B'ilahöllinn selur 100 okt í dýrum dómum þessa dagna !